Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Qupperneq 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 20118
Kornastærð ösku skiptir meginmáli fyrir skaðsemi
hennar. Agnir undir 4 þúsundustu úr millimetra
(míkrómetrum) geta komist niður í lungnablöðrur.
Mynd: Claire Horwell.
Ummerki eftir hrauneðju í japönsku þorpi.
og kostaði nær þúsund manns lífið.
Hrauneðja (e. lahar) er blanda vatns
og hrauns sem flýtur svipað og blaut
steypa og getur náð miklum hraða eftir
árfarvegum eða niður í móti. Slík eðja
getur valdið miklum skaða, síðast árið
1985 í Kólombíu þar sem 23 þúsund
manns fórust.
Frumvá getur líka verið falin í skaðlegum
lofttegundum sem fylgja eldgosum.
Koltvíildi (CO2) losnar oft í miklu magni
við eldgos og á jarðhitasvæðum. Hættan
fyrir lifandi verur felst í því að lenda í CO2
skýi eða flaumi en það getur til dæmis
gerst ef lofttegundin nær að safnast
fyrir og losnar síðan skyndilega. Gas
getur safnast fyrir á botni stöðuvatns
og losnað þegar hrist er upp í vatninu
við jarðskjálfta eða skriðuföll. Þetta
er til dæmis talið hafa gerst tvisvar í
námunda við Nyosvatnið í Kamerún á
níunda áratug síðustu aldar þar sem
1700 manns köfnuðu. Til eru frásagnir
af skyndidauða fólks á ferð nálægt vatni
sem hugsanlega má skýra með slíkri
losun á eitruðum lofttegundum. Ekki er
útilokað að þetta sé líka skýringin á hinu
dularfulla hvarfi vísindamannanna þýsku
á Öskjuvatni árið 1907.
Síðvá getur verið af ýmsum toga en
langvinn áhrif lofttegunda og ösku á
öndunarvegi eru það sem mest er horft
til auk áhrifa hamfaranna á sálræna heilsu
(Berglind Guðmundsdóttir, 2009; Green
og Solomon, 1995; Ohta o.fl., 2003;
Shore o.fl., 1986).
Þær lofttegundir, sem skaðlegastar
eru taldar, eru koltvíildi (CO2) brenni
steinstvíildi (SO2), brennisteinsvetni
(H2S), vetnisflúoríð (HF) og saltsýra (HCl)
sem allar geta valdið ertingu og skaða
á öndunarfærum. Töluverðar rannsóknir
hafa verið gerðar á heilsufarsáhrifum
þessara lofttegunda bæði eftir eldgos
og á jarðhitasvæðum (Hansell og
Oppenheimer, 2004; Longo o.fl., 2008;
Viane o.fl., 2011) .
Aska er önnur meginorsök síðvár.
Aska kemur oftast upp í mestu magni
á fyrstu stigum eldgoss en skaðsemi
hennar getur varað árum saman. Við
eldgos geta myndast mjög fíngerðar
agnir sem feykjast langar leiðir og geta
tekið sig upp aftur og aftur þegar vind
hreyfir þar til þær að lokum hverfa í
jarðveginn. Askan er mjög misjöfn frá
einu eldfjalli til annars, milli gosa frá
sömu eldstöð og jafnvel milli mismunandi
skeiða í sama eldgosi. Áhrif ösku á heilsu
ráðast af kornastærð, samsetningu
og yfirborðseiginleikum öskunnar.
Gerðar hafa verið faraldsfræðilegar og
eiturefnarannsóknir á skammtímaáhrifum
ösku en langtímarannsóknir skortir. Það
má rekja til kostnaðar og þess að oft
verða eldgos í samfélögum með veika
innviði þar sem erfitt er að framkvæma
og fylgja eftir slíkum rannsóknum.
Hvaða efni í ösku eru líkleg til að valda
skaða?
Þótt ýmis efni geti verið skaðleg eru
það aðallega kísilnálar (xsilica), sem
vitað er að geta valdið krabbameini og
trefjamyndun (silicosis) í lungum sem
svipar til áhrifa asbests (Horwell og
Baxter, 2006). Nýlegar rannsóknir sýna
einnig að járnjónir í ösku geta myndað
skaðlega hydroxýl sindurefni (free
radicals) í lungum (Horwell o.fl., 2007).
Kornastærðin skiptir meginmáli fyrir
skaðsemi ösku því það eru aðeins
fíngerðar agnir (minni en 4 µm) sem
ná niður í lungnablöðrurnar þar sem
langvarandi skaði getur orðið.
Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli
Sóttvarnarlæknir gekkst í júníbyrjun
2010 fyrir rannsókn á heilsufari 207 íbúa
undir Eyjafjöllum, en 12 einstaklingar til
viðbótar höfðu verið rannsakaðir viku
eftir að eldgosið hófst. Niðurstöður
þessara rannsókna gáfu ekki til kynna
alvarleg áhrif á heilsufar né að stórfelldra
aðgerða væri þörf. Margir fundu fyrir
áreiti á öndunarfæri og augu, og þeir
sem þegar voru með astma eða aðra
öndunarfærasjúkdóma þurftu oft frekari
meðhöndlun (Briem, 2010).
Heilbrigðisráðherra skipaði 17.
ágúst 2010 stýrihóp um rannsóknir á
áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli og
er höfundur þessarar greinar formaður
hans. Ríkisstjórnin veitti styrk til að hefja
slíka rannsókn haustið 2010. Markmið
rannsóknarinnar er að kanna heilsufarsleg
og sálræn áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli
á íbúa þeirra svæða á Suðurlandi sem
urðu fyrir mestu áreiti. Gögnum hefur
Löngum hefur óhugnaður ríkt yfir frásögnum
af hinu skyndilega hvarfi Walthers von Knebel
jarðfræðings og Max Rudloffs málara í Öskjuvatn
10. júlí 1907.