Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201116 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Suzanne Gordon er íslenskum hjúkrunarfræðingum vel kunn. Hún hefur oft komið til Íslands og skrifað margar bækur um hjúkrunarfræðinga. Var hún væntanleg til Íslands í maí sl. en komst ekki vegna eldgossins í Grímsvötnum. Til stóð að hún héldi fyrirlestra um efni bókarinnar, sem hér er til umfjöllunar, á Sjúkrahúsinu á Akureyri, á Landspítala og á norrænu svæfingar­ og skurðhjúkrunarráðstefnunni. Seinna erindið var haldið í netvarpi en það var ekki opið öllum. Við verðum því að láta okkur bókina nægja í bili. Súpan á að vera heit og sterk Á bókarkápunni er mynd af súpuskál og hitamæli sem sýnir 186 gráður á Fahrenheitkvarðanum en það er um 85 Celsíusgráður. Ekki veit ég hvað það táknar. Hugsanlega táknar það ekki neitt, súpan var bara það heit þegar mælt var. Maður getur hins vegar látið sér detta í hug að ýjað sé að því að hjúkrunarfræðingar nái sjaldan að koma suðu upp á súpunni. Suzanne Gordon segir í inngangi sínum að hjúkrunarfræðingar hafa tilhneigingu til að gera lítið úr eigin hlutverki, þeir tali um að þeir séu að samhæfa starf heilbrigðisstarfsmanna eða séu jafnvel bara til staðar fyrir sjúklinginn. Lítið sé talað um hlutverk hjúkrunarfræðinga í stefnumótun og stjórnun heilbrigðismála. Titill bókarinnar, „Þegar kjúklingasúpa nægir ekki,“ vísar til venjunnar í enskumælandi löndum að láta sjúka fá kjúklingasúpu en hún er talin allra meina bót. Súpan hefur svo orðið myndlíking fyrir því að fá sér eitthvað sér til hughreystingar. Kjúklingasúpa er því eins konar sálarbót. Hugtakið er notað í bókaröð með meira en 200 bókum, meðal annars einni sem fjallar um hjúkrunarfræðinga. En sálarbót nægir ekki, hún dugar bara til huggunar, segir Suzanne Gordon og bætir við að kjúklingasúpu­bækurnar séu oft frekar væmnar og tilfinningaþrungnar. Hjúkrunarfræðingar þurfa frekar innblástur og eldmóð og er tilgangur bókarinnar að veita hann. Raunir og barátta Í bókinni eru 73 sögur og eru tvær þeirra íslenskar. Dagbjörg Bjarnadóttir skrifar um reynslu sína af landsbyggðarhjúkrun við Mývatn og Guðrún Aðalsteinsdóttir rifjar upp hvernig hún bjargaði lífi sjúklings og hvetur hjúkrunarfræðinga til að gorta meira yfir hvað þeir séu að gera dags daglega. Sumar sögurnar eru svo magnaðar að maður trúir þeim varla eða verður jafnvel bálreiður yfir hvernig komið When Chicken Soup Isn´t Enough: Stories of Nurses Standing Up for Themselves, Their Patients, and Their Profession. Höfundur: Suzanne Gordon (ritstj.). Útgefandi: ILR Press, Ithaca, 2010. ISBN: 978­0­8014­4894­2. Bókin er 250 bls. er fram við söguhetjuna. Ein sagan fjallar til dæmis um bráðahjúkrunarfræðing sem slasaðist illa þegar sjúklingur réðst á hann. Óhappaskýrslurnar hurfu, sjúkrahúsið bað hjúkrunarfræðinginn að draga ákæruna til baka og vitni fengu ekki að fara á réttarhöldin í vinnutíma. Hjúkrunarfræðingurinn hafði verið starfsmaður ársins en var nú álitinn vandræðagemlingur. Kaflaheitin segja margt um hvað bókin fjallar og hver hugsunin er með henni. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um hvernig hjúkrunarfræðingar reyna að sigrast á erfiðleikum þrátt fyrir erfiðar forsendur þar sem það virðist vera fyrirframákveðið að þeir skuli tapa stríðinu. Annar hlutinn heitir „Við þurfum ekki að éta börnin okkar“ en heitið vísar í að hjúkrunarfræðingar taka oft ekki nógu mikið tillit til þeirra sem eru nýbyrjaðir á vinnustaðnum eða koma með nýjar hugmyndir. Ein saga í þessum hluta fjallar um hjúkrunarfræðing sem gerði það sem flestum á Íslandi þykir sjálfsagt – hann gekk um deildina og kynnti sig fyrir sjúklingunum þegar hann byrjaði á vaktinni. Það fannst flestum samstarfsmönnum hans hins vegar skrýtið og óþarfa tímaeyðsla. Í þriðja hlutanum eru tíu sögur af því þegar hjúkrunarfræðingar þurfa að rengja lækni og lýsa sögurnar hversu erfitt það getur reynst. Bókinni lýkur með tveimur hlutum þar sem hjúkrunarfræðingar halda hópinn og halda áfram baráttunni. Suzanne Gordon er mikil baráttukona með rætur sínar í kvennahreyfingunni og er því viðeigandi að skilja lesandann eftir með baráttuandann í hámarki. Málsvari sjúklingsins Bókin fjallar mikið um það að vera mál­ svari sjúklingsins. Suzanne Gordon segir BÓKARKYNNING MAGNAÐAR SÖGUR UM RAUNIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.