Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Qupperneq 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201120 Ingibjörg J. Friðbertsdóttir, ingibfr@landspitali.is FAGDEILD UM VIÐBÓTARMEÐFERÐ Í HJÚKRUN Á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 27. maí 2010 voru samþykktar starfsreglur fyrir nýja fagdeild – fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun. Allir félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem hafa áhuga á viðbótarmeðferð, geta orðið félagar. Þeir sem unnu að stofnun fagdeildarinnar höfðu hist reglulega frá því í byrjun árs 2010. Hópurinn samanstóð af hjúkrunarfræðingum sem vinna við gjörgæsluhjúkrun, krabbameinshjúkrun, skólahjúkrun og kennslu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þær eru: Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, Ingibjörg J. Friðbertsdóttir, Lilja Jónasdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Vigdís Steinþórsdóttir og Þórunn M. Lárusdóttir. Allar hafa þær áhuga á viðbótarmeðferð í hjúkrun og sumar veita slíka meðferð. Fyrsta starfsárið hafa setið í stjórn fagdeildarinnar Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, Ingibjörg J. Friðbertsdóttir, Lilja Jónasdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Þórunn M. Lárusdóttir, varamenn eru Eva Hjörtína Ólafsdóttir og Hrund Helgadóttir. Hugtakið óhefðbundin meðferð hefur náð að festa sig í sessi í íslenskri tungu. Í enskri tungu er algengt að nota skammstöfunina CAM fyrir óhefðbundna meðferð. Skammstöfunin stendur fyrir Complementary and Alternative Medicine. Þetta heiti felur í sér tvö hugtök, þ.e. viðbótarmeðferð (complementary) og meðferð sem kemur í stað annarrar meðferðar (alternative), svo sem í staðinn fyrir hefðbundna meðferð. Færð hafa verið rök fyrir því að kalla óhefðbundna meðferð viðbótarmeðferð þegar slík meðferð er veitt innan heilbrigðisstofnana af starfsfólki með heilbrigðismenntun. Viðbótarmeðferð vísar til meðferðar sem ekki hefur verið talin hluti af hefðbundinni heilbrigðisþjónustu en sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að nýtist samhliða hefðbundinni meðferð. Stjórn fagdeildar um viðbótarmeðferðir í hjúkrun. Í stjórninni eru frá vinstri Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Lilja Jónasdóttir, Hrund Helgadóttir, Þórunn Lárusdóttir og Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir. Á myndina vantar Ingibjörgu J. Friðbertsdóttur og Evu Hjörtínu Ólafsdóttur. Fagdeildin hefur fengið svæði á vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og póstfangið vidbot@hjukrun.is. Búið er að setja texta á síðuna og verður hann uppfærður reglulega. Frá stofnun fagdeildarinnar hefur verið unnið að ýmsum málum. Aflað hefur verið upplýsinga um sambærileg félög á Norðurlöndum. Haldinn hefur verið fundur með formanni fagdeildar um viðbótarmeðferð í Danmörku en sú deild er innan danska hjúkrunarfélagsins. Áhugi var hjá báðum aðilum að ræða áframhaldandi samstarf. Hafin er söfnun upplýsinga um hvaða viðbótarmeðferð er beitt innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Frá stofnun fagdeildarinnar hafa verið haldnir þrír fræðslufundir. Fyrsti fundurinn var í september en hann var formlegur stofnfundur deildarinnar. Á þeim fundi var farið yfir aðdraganda að stofnun fagdeildarinnar og starfsreglur kynntar. Þóra Jenný Gunnarsdóttir hélt erindi um núverandi stöðu viðbótarmeðferðar innan heilbrigðiskerfisins. Annar fundurinn var haldinn í nóvember og flutti Lilja Jónasdóttir þar fræðsluerindi um slökun og dáleiðslu, viðbótarmeðferð sem veitt er á dagdeild blóð­ og krabbameinslækninga á Landspítala. Þriðji fræðslufundurinn var haldinn í tengslum við aðalfund fagdeildarinnar í lok mars 2011. Á fundinum fluttu Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir og Gyða Pálsdóttir fræðsluerindi um nálastungur. Innlendar og erlendar rannsóknir hafa sýnt að áhugi almennings á óhefðbundinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.