Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201124 kerfisbundnar greiningar á rannsóknum með mismunandi aðferðafræði (Pluye o.fl., 2009). Þær eru mikilvægar bæði til þess að koma í veg fyrir að rannsóknir séu endurteknar þegar það er óþarfi og til þess að upplýsa um næsta skref í þekkingarsöfnuninni. Kenningasmíð getur hjálpað til við að skilja fyrirbæri og hvernig hægt er að hafa áhrif á þau til gagns fyrir sjúklinginn. Það má til dæmis hugsa sér að til þess að hafa áhrif á þreytu þurfi líkan sem til bráðabirgða útskýrir hvernig reynsla sjúklingsins, áhrif sjúkdómsins á orkubirgðir líkamans og meðferðaráhrif spila saman. Þreyta er algengt einkenni flestra erfiðra sjúkdóma, til dæmis krabbameins, bólgusjúkdóma, hjarta­ og æðasjúkdóma og taugasjúkdóma. Til þess að skilja hvað er að gerast hjá sjúklingnum þarf hugsanlega að fara út fyrir sjúkdóminn sem slíkan. Með aðstoð líkans, sem felur í sér bæði reynsluheim sjúklingsins og sjúklinginn sem lífveru, er líklega auðveldara en ella að finna leiðir til þess að aðstoða sjúklinginn að kljást við þreytuna (Hallberg, 2006). Niðurstaða mín er að kenningasmíð sé mikilvægur hluti af því sem ég lít á sem langtímaþekkingarsköpun. Í þeirri vinnu notar maður sér til aðstoðar ekki bara eigin rannsóknir heldur líka það sem aðrir hafa gert. Kenningasmíð er einnig mikilvæg fyrir næsta skref í þekkingarsköpuninni en það skref fjallar um að grípa inn í sjúkdómsferlið til þess að bæta heilsu sjúklingsins (Craig o.fl., 2006). Tilraunarannsóknir Sannreyna þarf kenningar til þess að sýna fram á að þær standist og hafi burði til þess að útskýra og spá fyrir um áhrif af inngripum varðandi þær breytur sem kenningarnar fjalla um. Því miður kom í ljós við athuganir Mantzoukas (2009) að einungis fáar rannsóknir í samantekt hans voru gerðar í tilraunarskyni eða fólu í sér inngrip. Þekking kemur þá fyrst að gagni þegar rannsakendur geta sýnt fram á að ákveðnar athafnir hafa ákveðnar (æskilegar) afleiðingar. Rannsóknir með tilrauna­ eða íhlutunarsniði geta haft tvenns konar markmið: að sýna fram á orsakatengsl og að sýna fram á að ákveðið vinnulag gefi ákveðna niðurstöðu. Hið fyrra krefst þess að öllum breytum sé stjórnað nema þeim tveim sem reynt er að sýna fram á að sé samband á milli. Hið seinna krefst einungis að sýnt sé fram á að ákveðin íhlutun eða ákveðin inngrip hafi ákveðin áhrif. Ekki er farið fram á að skýring finnist á orsakasamhenginu. Hjúkrunarstarfið á sér stað í mjög flóknu umhverfi þar sem margar breytur láta illa að stjórn og því erfitt að átta sig á samhenginu. Í hjúkrun eru íhlutanir oft flóknar. Þær eru margþættar og því erfitt að vita hvaða þáttur er hinn virki. Til dæmis getur verið erfitt að greina milli róandi og verkjastillandi áhrifa nudds og áhrifa nærveru og athygli þess sem nuddar. Til þess að gefa þeim sem skipuleggja tilraunarannsóknir í heilbrigðisfræðum betri verkfæri hefur Medical Research Council (Craig o.fl., 2006) birt leiðbeiningar um skipulag og mat á flóknum íhlutunum. Þegar íhlutanir reynast hafa jákvæð áhrif er hægt að nota niðurstöður slíkra rannsókna beint í reynd á vinnustaðnum. Þetta er kannski sú tegund rannsókna sem við hjúkrunarfræðingar eigum að skoða betur. Í þessu samhengi er þess virði að leggja áherslu á mikilvægi þess að leggja kerfisbundið mat á þær aðferðir sem nú þegar eru við lýði í heilbrigðisþjónustunni. Slíkar rannsóknir eru vandmeðfarnar en mikilvægar því nýjar aðferðir þarf alltaf að meta gagnvart eldri aðferðum. Ef taka skal upp nýja aðferð þarf hún að vera betri, í merkingunni áhrifaríkari, en hin gamla, bæði fyrir sjúklinginn og fyrir heilbrigðiskerfið. Þegar ákveðin íhlutun reynist áhrifarík og betri en hefðbundnar aðferðir rennur upp nýtt skeið í þekkingarþróuninni. Það skeið snýst um að koma nýjum aðferðum í framkvæmd og áframhaldandi notkun. Rannsókn er ekki lokið nema staðfest hafi verið að niðurstöður standist og eigi við á fleiri stöðum en þar sem rannsóknin fór fram. Hingað til hefur lítið verið rannsakað hvernig rannsóknarniðurstöðum er hrint í framkvæmd (Wallin, 2009) og því er lítið vitað um hvernig best er staðið að því að taka upp nýjar aðferðir og verklag í hjúkrunarstarfinu. Áður hefur því verið haldið fram að þeir sem vinna í klíník eigi að lesa rannsóknarskýrslur og svo koma niðurstöðunum í framkvæmd. Síðustu árin hefur hins vegar nýtt rannsóknarsvið, rannsóknir á hagnýtingu, notið mikillar athygli. Ábyrgð rannsakandans nær samkvæmt því ekki einungis til þess að birta niðurstöðurnar í vísindatímariti. Ég hef hér reynt að lýsa mismunandi skeiðum þekkingarþróunar og notagildi þekkingar í reynd. Tilgangurinn með þessari tilraun minni tengist einnig því hvernig við skipuleggjum rannsóknir og rannsóknarhópa. Þegar við skipuleggjum rannsóknaráætlanir þurfum við að hugsa til lengri tíma og staldra við innan rannsóknarsvæðis þangað til við höfum getað komið til skila þekkingu sem skiptir máli fyrir vinnuna á vinnustaðnum. Þetta krefst þess að við höfum langtímaáætlun í huga og höldum áfram að rannsaka ákveðið viðfangsefni frá mörgum sjónarhornum þangað til niðurstöðurnar sýna að íhlutanirnar bæta heilsu sjúklingsins. Það kallar einnig eftir því að við vinnum í hóp og vinnum saman með öðrum hópum. Markmiðið er að nýta það sem til boða stendur eins vel og hægt er og einnig að safna saman hæfu fólki sem getur rannsakað viðfangsefnið frá mörgum hliðum. Heimildir Craig, P., Dieppe, P., Macintyre, S., Michie, S., Nazareth, I., og Petticrew, M. (2006). Developing and evaluating complex interventions: new guidance. Medical Research Council. Sótt á www.mrc.ac.uk/ complexinterventionsguidance. Hallberg, I.R. (2006). Challenges for future nursing research: providing evidence for health care practice. International Journal of Nursing Studies, 43, 923­927. Hallberg, I.R. (2009). Moving nursing research forward towards a stronger impact on health care practice. International Journal of Nursing Studies, 46, 407­412. Mantzoukas, S. (2009). The research evidence published in high impact nursing journals between 2000 and 2006. A quantitative content analysis. International Journal of Nursing Studies, 46, 479­507. Pluye, P., Gagnon, M.­P., Griffiths, F., og Johnson­Laufler, J. (2009). A scoring system for appraising mixed methods research and concomitantly appraising qualitative, quantitative and mixed methods primary studies in mixed studies reviews. International Journal of Nursing Studies, 46, 529­546. Wallin, L. (2009). Knowledge translation and implementation research in nursing. International Journal of Nursing Studies, 46, 576­587.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.