Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 27 leiddi í ljós að tæp þrjú prósent (1 kona) aðspurðra kvenna höfðu verið beittar líkamlegu ofbeldi á undangengnu ári.“ Fram kemur í kaflanum að margar skiluðu auðu þegar spurt var um ýmsar aðrar tegundir ofbeldis. Samt leggur Brynja það ekki til að gerð verði eigindleg rannsókn meðal þessa hóps sem myndi svara mörgum þeim spurningum sem Brynja veltir upp. Styrkur þessarar bókar liggur í því að flestir höfundar hafa vandað mjög til heimildaleitar og því er mikill fengur að þeim upplýsingum sem fram koma í þeim þætti kaflanna. Rannsóknir Kolbrúnar og Sigríðar Síu eru einnig aðferðafræðilega vandaðar miðað við rannsóknarefnið og eru kaflar þeirra skrifaðir af greinilegri umhyggju fyrir þolendum ofbeldis. Að auki er mikill fengur að efni í viðaukum, meðal annars klínískum leiðbeiningum frá Kanada fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður um framkvæmd kembileitar, mat og fyrstu viðbrögð við heimilisofbeldi, sem eru aftast í bókinni. Veikleiki bókarinnar liggur í köflum Erlu Kolbrúnar og Brynju sem nota rannsóknaraðferðir sem viðurkennt er á þessu sviði að hafi takmarkaða þýðingu við rannsókn á þessu flókna fyrirbæri sem heimilisofbeldi er, þ.e. spurningalistakannanir. Ef þessir rann sak endur hefðu haft eigindlegan þátt sem hluta af rannsóknum sínum hefðu rannsóknir þeirra haft mun meira gildi. Að auki hefði ég viljað sjá miklu fleiri töflur í bókinni þar sem veitt væri yfirsýn yfir stöðu þekkingar um áhrif ofbeldis á konur í kjölfar rannsóknanna. Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkr­ unar fræði og deildarformaður framhalds­ námsdeildar heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hún hefur rannsakað ýmsa þætti sem tengjast áhrifum ofbeldis á þolendur. Tilgangur samtakanna Blátt áfram er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Vitað er að kynferðislegt ofbeldi hefur gríðarmiklar heilsufarslegar afleiðingar. Allt sem er gert til þess að efla forvarnir gegn þessu hefur því mikið lýðheilsugildi. Á vef Blátt áfram er hægt að fræðast um samtökin og einnig sækja fræðslu og upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi. Blátt áfram­blaðið er vandað tímarit sem hægt er að lesa á vefnum. Einnig má gerast verndari barna og skrá sig á námskeið. Sömuleiðis er hægt að skoða ýmis myndbönd og bæklinginn „7 skref til verndar börnum okkar“. Stofnendur samtakanna eru tvær systur sem sjálfar hafa reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Nafn samtakanna vísar til þess hve mikilvægt er að ræða þessi mál blátt áfram, bæði við börn og meðal fullorðinna. Áhugaverðar vefsíður www.blattafram.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.