Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201134
til læknis en áætlað var. „Við fáum hingað
fólk sem er í meiri hættu en kannski Jón
af götunni, fólk kemur oft út af einhverju
sérstöku hingað, það er með einkenni
eða eitthvað þess háttar. Því þarf ég að
hafa þessa þekkingu og þar hjálpar mér
reynslan af hjartadeild,“ segir hún.
Bylgja hjálpar einnig til við þolpróf en í
því þurfa alltaf að vera tveir af öryggis
ástæðum. Í Hjartavernd vinna nú sex
hjúkrunarfræðingar og eru þeir í ýmsum
verkefnum. Þrír eru í nýrnarannsóknum og
tveir í öðrum rannsóknum.
Hjartavernd snýst ekki bara um
hjartað heldur eru margar rannsóknir
framkvæmdar í húsinu. „Það hafa safnast
hér ógrynni af upplýsingum sem mörgum
finnst áhugavert að komast í. Við gerum
hálsæðaómun, tökum röntgenmyndir
og mælum beinþéttni bæði í börnum
og fullorðnum. Svo rannsökum við
arfgengt hækkað kólesteról. En öldrunar
rannsóknin hefur verið stærsta rann sóknin
hér innanhúss,“ segir Bylgja. „Það er
gaman að vinna á stað þar sem allir eru
að vinna að sama markmiði en hver á
sinn hátt. Ég gerði mér ekki grein fyrir
hversu mikið starf var unnið hér og hversu
akademískt umhverfið er,“ bætir hún við.
Forvarnir
Bylgja hefur mikinn áhuga á forvörnum
og var það eitt af því sem vakti áhuga
hennar á Hjartavernd. Hér fær hún að
vinna við hjartahjúkrun út frá öðrum
forsendum. Hér byggist starfið á að
fræða og koma ákveðnum boðskap,
sérstaklega um áhættuþættina, til fólks.
„Það er skemmtilegt og fjölbreytt starf að
reyna að fá fólk til að hugsa um heilsuna
og fá fólk með sér í lið.“ Bylgja segir að
auðvitað hafi einnig verið gert ráð fyrir að
fræða fólk á hjartadeild, bæði fyrir ýmsar
aðgerðir og þegar það fer heim. Því var
hún líka í forvarnarvinnu á hjartadeild en
henni fannst oft tíminn svo stuttur að
fræðslan færi fyrir ofan garð og neðan.
Í Hjartavernd sé gott umhverfi til þess
að ná í fólkið og grípa tækifærið til þess
að fá fólk til að huga betur að hreyfingu,
mataræði og öðru sem getur minnkað
líkurnar á hjartaáfalli.
Bylgja vildi gjarnan vinna enn meira að
fyrirbyggjandi störfum. „Maður vill alltaf
fylgja fólki meira eftir. Við fáum fólk hér
sem vill fara að hugsa meira um heilsuna
en ég hitti það fólk bara í eitt skipti og
það er ekki nóg. Ég reyni í staðinn að
vera dugleg að benda fólki á það sem
er í boði úti í samfélaginu. Þá hefur
Hjartavernd lagt sig fram við að koma
vitneskju út í þjóðfélagið, til dæmis með
því að smíða áhættureiknivél og með
útgáfu á Handbók Hjartaverndar sem er
aðgengileg fyrir alla,“ segir hún.
Umfangsmikil
starfsemi
Hjartavernd er sjálfseignarstofnun en landssamtök um
hjartavernd voru upphaflega stofnuð 1964.
Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína
þremur árum síðar eða árið 1967 með mjög viðtækri
faraldsfræðilegri rannsókn, hóprannsókn Hjartaverndar,
þar sem áhersla var lögð á að finna helstu áhættuþætti
hjarta og æðasjúkdóma meðal Íslendinga. Rannsóknin
hefur staðið í meira en 40 ár og hefur náð til rúmlega nítján
þúsund Íslendinga. Nýjasti áfangi hóprannsóknarinnar
er öldrunarrannsókn Hjartaverndar en hún er unnin
í samvinnu við bandaríska heilbrigðisráðuneytið.
Hjartavernd hefur frá upphafi lagt áherslu á að koma
niðurstöðum úr rannsóknum sínum til almennings
og heilbrigðisstarfsfólks. Stofnunin hefur gefið
út Tímarit Hjartaverndar samfellt í 38 ár og einnig
gefið út röð fræðslubæklinga um áhættuþætti
hjarta og æðasjúkdóma. Á vef Hjartaverndar má einnig finna
áhættureiknivél Hjartaverndar þar sem hægt er að reikna út líkur
á fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum.
Starfsmenn Hjartaverndar eru rúmlega 60. Í hópnum er fólk
með ólíka menntun, meðal annars læknar, lífeindafræðingar, líf
fræðingar, tölfræðingur, geislafræðingar, hjúkrunar fræðingar og
sjúkraliðar. Starf semi Hjarta verndar byggist á þremur stoðum en
þær eru rannsóknir, fræðsla og áhættumat.