Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201136 Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is AÐALFUNDUR 2011 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn 19. maí 2011. Á fundinn voru skráðir 97 atkvæðisbærir félagsmenn. Formaður félagsins, Elsa B. Friðfinnsdóttir, setti fundinn. Í ávarpi sínu benti hún á að menntun hjúkrunarfræðinga hefði fleygt fram á undanförnum árum og áratugum og þætti það undur meðal erlendra kollega að allt hjúkrunarfræðinám hér á landi hefði farið fram í háskóla í aldarfjórðung. Nefndi hún að yfir helmingur félagsmanna væri með framhaldsmenntun, nær 3% hefðu lokið doktorsprófi og yfir 50 hjúkrunarfræðingar væru með sérfræðileyfi í hinum ýmsu sérgreinum hjúkrunar. Hún undirstrikaði að hið íslenska heilbrigðiskerfi stæði á tveimur meginstoðum samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu frá Stjórnarmenn að undirbúa sig fyrir fundinn. 2007, hjúkrun og lækningum. Þjónusta hjúkrunarfræðinga er þungamiðja í allri heilbrigðisþjónustu: á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, á hjúkrunarheimilum, í heilsugæslu og í heimahjúkrun. Nefndi hún sérstak lega þau tvö svið sem munu vaxa sérstaklega á næstu árum, þ.e. heilsu gæsluna og öldrunarþjónustuna, og að hjúkrunarfræðingar hefðu miklu hlut verki að gegna þar. Þá ræddi hún hlut verk hjúkrunarfræðinga í viðhaldi og uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar og benti í því sambandi á stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum til ársins 2020. Vonaðist hún til að velferðarráðherra og starfsmenn velferðarráðuneytisins kynntu sér vel stefnuna og að ráðuneytið sjálft setti sér slíka stefnu í heilbrigðisþjónustunni þar sem þjónustan væri vel skilgreind, tilgreint hvar hvað væri gert, hver gerði hvað, hver greiddi hvað og svo framvegis. Kvað hún Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vilja mjög gjarnan koma til slíkrar vinnu innan ráðuneytisins. Að lokum skoraði hún á ráðherra að ganga á undan með góðu fordæmi á heimsvísu og koma á fót stöðu leiðtoga í hjúkrun innan velferðaráðuneytisins hið fyrsta. Á fundi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.