Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Side 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Side 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201140 Ályktanir aðalfundar 2011 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á helstu viðsemjendur félagsins, fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin, að ganga nú þegar til samninga við hjúkrunarfræðinga eða í síðasta lagi fyrir lok maí. Ef ekki hefur verið gengið frá kjarasamningum fyrir lok maí hvetur aðalfundur FÍH samninganefnd og stjórn félagsins til að kanna grundvöll og hug félagsmanna til aðgerða eins og yfirvinnubanns eða verkfalls. Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga runnu út í byrjun árs 2009. Síðan hefur lítið þokast í samkomulagsátt við helstu viðsemjendur þrátt fyrir að FÍH hafi lagt fram ýmsar hugmyndir að samkomulagi. Ályktun um kjaramál Samninganefnd FÍH hefur lagt áherslu á það í samningaviðræðum við viðsemjendur sína að gera samninga sem tryggja félagsmönnum launahækkanir sem þarf til að tryggja kaupmátt launa og að tekið sé á ýmsum réttinda­ og sérmálum hjúkrunarfræðinga. Gengið hefur verið frá samningum við aðila á almennum markaði og vilja viðsemjendur FÍH hafa þá til viðmiðunar við gerð samninga á opinberum markaði. Aðalfundur FÍH mótmælir því harðlega að búið sé að framselja samningsumboð félagsins í hendur samningsaðilum á almennum markaði með þessum hætti. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga varar eindregið við þeim alvarlegu afleiðingum sem skertar fjárveitingar til hjúkrunarfræðináms munu hafa á gæði námsins og menntun hjúkrunarfræðinga þegar til lengri tíma er litið. Fjárveitingarnar byggjast á tveimur meginþáttum, annars vegar fjölda nemenda og hins vegar á rannsóknavirkni kennara deildanna. Eina leið stjórnenda hjúkrunarfræðideilda háskólanna til að bregðast við skertum fjárveitingum er Ályktun um skertar fjárveitingar til hjúkrunarfræðináms því að draga úr kennslu nemenda, fækka umræðutímum og minnka leiðsögn. Slíkt mun augljóslega leiða til lakari árangurs nemendanna og hafa neikvæð áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar í framtíðinni. Aðalfundurinn hvetur stjórnvöld til að horfa til framtíðar og tryggja áframhaldandi góða heilbrigðisþjónustu með því meðal annars að falla frá skerðingum á fjárveitingum til hjúkrunarfræðináms hér á landi. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að nýta krafta og þekkingu stéttarinnar enn betur en nú er gert, til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta heilbrigðisstéttin á Íslandi. Menntun þeirra er víðtæk og tekur á heilbrigði og veikindum einstaklinga. Í krafti sinnar breiðu þekkingar og fjölbreyttra Ályktun um að nýta betur krafta og þekkingu hjúkrunarfræðinga starfa hafa þeir mikla yfirsýn bæði á sviði heilbrigðis­ og félagsmála. Fagleg færni og umhyggja fyrir einstaklingum, frá vöggu til grafar, eru leiðarljós í störfum stéttarinnar. Sérfræðiþekking fer sívaxandi í hjúkrun og nýta má enn betur þá auðlind við uppbyggingu á sérhæfðri þjónustu sem miðar að þörfum sjúklinga og eflingu heilbrigðis. verði lögð á skólaheilsugæslu, skólasálfræðiþjónustu og almenna barnavernd. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að standa vörð um forvarnir og almenna stuðningsþjónustu er lýtur að skólabörnum. Sérstök áhersla Ályktun um velferð skólabarna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.