Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 45 skrifstofustjóri og garðyrkjumaður. Frá opnuninni hefur starfsfólkið sinnt um 7.000 heilbrigðisstarfsmönnum ásamt fjölskyldum þeirra. Flestum hefur verið sinnt á stöðinni í borginni Manzini en starfsfólkið fer einnig um landið og er með móttöku á völdum stöðum. Í garðinum eru ræktaðar matjurtir handa skjólstæðingunum. Auk þess dreifir stöðin mat fyrir Sameinuðu þjóðirnar og getur því boðið upp á steikingarolíu, maís og hveiti. Starfsfólk stöðvarinnar hefur bólusett alla heilbrigisstarfsmenn landsins við B­lifrarbólgu og er nú að ljúka við að skima eftir berklum hjá öllum í þessum hópi. Fyrir skömmu var ný bygging tekin í notkun og er hún sérstaklega ætluð berklasjúkum. Einnig var tekin upp rafræn sjúkraskrá. Erfiðlega hefur gengið að fá útborgaðan umsaminn fjárstyrk frá ríkinu en nú hefur fyrir milligöngu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga verið gerður samningur við heilbrigðisráðuneytið um reglubundnar greiðslur. Ástandið í Svasíland er enn þá erfitt en hjúkrunarfræðingar eru hættir að flýja landið. Að sögn Patricks Mhlanga er það mikið til stöðinni að þakka. Hugmyndin breiðist út Hugmyndin að heilsugæslu fyrir heil­ brigðis starfsmenn fæddist í Svasíland en hefur nú breiðst út til fleiri Afríkulanda þar sem eyðni er algeng. Lesótó var fyrst, svo bættust Sambía og Malaví við og nú er verið að opna heilsugæslustöð í Úganda og Eþíópíu. Við stöðina í Lesótó vinna nú þrír hjúkrunarfræðingar. Mikið hefur verið lagt upp úr sveigjanleika með því að hafa opið í hádeginu og eftir vinnu. Hreyfanleiki er annað einkunnarorð stöðvarinnar og er farið mikið út á land og móttaka höfð þar. Sjö af tíu íbúum Lesótó búa á landsbyggðinni. Stöðin vinnur með fjölda góðgerðasamtaka og koma til dæmis tveir læknar frá Elisabeth Glaser­stofnuninni tvisvar í viku en sú stofnun sinnir aðallega börnum með eyðni. Einnig hefur stöðin fengið eyðni­ og berklalyf frá góðgerðastofnunum en undanfarið hefur heilbrigðisráðuneytið sinnt betur loforði sínu að sjá stöðinni fyrir lyfjum. Í Malaví er stöðin í húsakynnum hjúkrunarfélagsins og er þar einnig garður og stórt endurhæfingarherbergi. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna stöðina en starfsmaður hennar fær styrk frá eyðnisamtökum heimamanna. Stöðin hefur jeppa til umráða og er mikið farið um landið. Heilbrigðisráðuneytið hefur lofað að sjá stöðinni fyrir lyfjum svo fremi sem stöðin hefur starfsmann en ráðuneytið er ekki tilbúið til að borga laun starfsmannsins. Stöðin í Sambíu er sömuleiðis í húsnæði félags hjúkrunarfræðinga þar í landi og er hún nýopnuð. Í Úganda er verið að byggja stöð og ráða starfsfólk. Sú stöð hefur meðal annars fengið styrk frá eyðnistyrktarsjóð Bandaríkjaforseta en vinnan við skýrslugerð fyrir sjóðinn hefur reynst yfirþyrmandi. Stuðningur frá Norðurlöndunum Patrick Mhlanga tók það sérstaklega fram í ræðu sinni að ekkert hefði orðið úr hugmyndinni nema fyrir tilstuðlan Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga. Sérstaklega mikilvæg hefur hjálpin verið frá Norðurlöndunum. Danir hafa stutt við stöðina í Svasíland og Svíar hafa þjálfað starfsfólkið við stöðina í Lesótó. Írska hjúkrunarfélagið hefur ákveðið að styðja við stöðina sem nú er verið að undirbúa í Eþíópíu. Það er aldrei að vita nema Íslendingar geti lagt sitt af mörkum ef hugmyndin heldur áfram að breiðast út í Afríku. Hjúkrunarfræðingurinn Patrick Mhlanga var einn af upphafsmönnum heilsugæslustöðvarinnar fyrir heilbrigðis starfsfólk og er nú yfirmaður bráða­ viðbragða í heilbrigðisráðuneyti Svasílands. Svasíland er lítið konungsríki í sunnanverðri Afríku. Landið er um fimmtungur af Íslandi að stærð en fólksfjöldinn er um 1,2 milljónir. Höfuðborg stjórnsýslunnar er Mbabane en þingið kemur saman í Lobamba þar sem konungurinn býr. Stærstu heilbrigðisvandamál landsins eru eyðni og berklar. Langflestir berklasjúklingar eru einnig eyðnisjúklingar. Meðalaldurinn hefur minnkað talsvert síðan eyðnifaraldurinn byrjaði og var 32 ár 2009. Í landinu eru um 6.000 hjúkrunarfræðingar og tæplega 200 læknar. Svasíland

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.