Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201148 Í niðurstöðunum kom fram að kenna þurfi almenningi að hjúkrun feli í sér heilsu. Hvetja þurfi fólk til að velja heilsusamlegan lífsstíl og leggja áherslu á forvarnir á öllum stigum. Gera þarf almennt heilsumat með skjólstæðingum og greina fræðslu­ og upplýsingaþörf. Vísa þarf fólki, sem ekki er fært um sjálfsumönnun, áfram til sérfræðinga í hjúkrun og annarra eftir þörfum hvers og eins. Efla þarf heilsulæsi skjólstæðinga, minna á ábyrgð á eigin heilsu og að sameiginlega berum við ábyrgð á samfélagsheilsu. Eftirfarandi tillögur um úrræði komu fram hjá hópunum: • Hvetjandi og leiðbeinandi heilsuviðtal; spyrja spurninga um lífsvenjur, afla upplýsinga og opna á það sem maður skynjar með framhaldsspurningum. • Stunda virka hlustun og öðlast skilning á þörfum sem þarf að uppfylla. • Kanna hvað viðkomandi veit eða hefur reynt til að fullnægja eigin þörfum. • Meta heilsulæsi skjólstæðings og ræða um hugsanleg úrræði. • Vekja viðmælanda til umhugsunar og heyra áætlun viðkomandi. • Ráðgjöf og aðstoð við að setja markmið og koma þeim í framkvæmd, athuga þörf fyrir eftirfylgd og stuðning. • Áhrif á stefnumótun fyrirtækja um hollustu og heilsuhvatningu starfs­ manna. • Hjúkrunarfræðingar bjóða upp á fræðslu dagskrá í samfélaginu, t.d. um hreyfingu, næringu, streitu, slökun o.fl. • Vekja athygli á þjónustu sem er til staðar: Stuðningur til að hætta að reykja með símaþjónustu, frjals. is og hjúkrunarþjónustu á heilsu­ gæslustöðvum. • Benda á og afhenda fræðsluefni eins og bæklinga frá Lýðheilsustöð. • Gefa upplýsingar um heilsueflandi nám­ skeið (til dæmis heilsulífsstíl, streitu, slökun, jóga, geðrækt, hvatningar­ og viðtalstækni). • Þekkja sín takmörk og virða fagleg mörk. Hjúkrunarfræðingar og heilsugæsla fjölskyldunnar Í þessum hóp voru nokkrir þátttakendur skólahjúkrunarfræðingar sem lögðu áherslu á að auka heilsufræðslu á öllum skólastigum. Höfða þurfi til samfélagsvitundar til að ná öllum í sameiginlega vinnu til að snúa við óheilla vænlegri þróun ofþyngdar. Þátt­ takendur voru sammála um að gera þurfi hjúkrunarfræðinga sýnilegri á heilsugæslustöðvum svo skjólstæðingar viti hvers þeir mega vænta af þjónustu þeirra. Samvinna milli heilsugæslu, heimila, leikskóla og skólahjúkrunarfræðinga var nefnd sem mjög áríðandi forvarnatækifæri þar sem velferð barna er undir því komin að þessir aðilar vinni vel saman. Nefnt var sem dæmi mikilvægi þess að hafa fjölskyldufundi vegna offitu barns til að tala um möguleg úrræði og setja markmið. Svona úrræði krefjast vel skipulagðrar heilsugæsluþjónustu þar sem sama teymi (hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, næringarráðgjafi, sjúkraþjálfari, læknir) þjónar fjölskyldunni með fræðslu, stuðningi og hjálp til sjálfshjálpar við að leysa viðfangsefnin. Bera þarf umhyggju fyrir velferð fjölskyldunnar, andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð. Hjúkrunarfræðingar eiga að láta velferða rmál til sín taka og mynda stuðnings hóp þegar á þarf að halda. Þeir séu þátttakendur í stefnumótun og framkvæmd til að auka fjölskylduvelferð, til dæmis við upptöku skólabúninga til að jafna aðstöðu barna í skólum. Annað dæmi er þörf fyrir að bæta tannheilsu sem er órjúfanlegur hluti af velferð barna. Lögð verði áhersla á fyrsta stigs forvarnir með markvissri fræðslu hjúkrunarfræðings á heilsugæslustöð, ekki síður en annars og þriðja stigs forvarnir þar sem komin eru einkenni sem verið er að vinna með. Mæðravernd, ungbarnavernd og skólahjúkrun gefa góða möguleika á að ná til þessa hóps með forvarnarfræðslu. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar njóta trausts almennings. Foreldrafræðsla er mikilvægur grunnur fyrir framtíðarheilsu barna. Þetta er ákaflega mikilvægt tímabil til að styðja foreldra í heilsuuppeldi barna sinna. Þátttakendur lögðu áherslu á að það eru foreldrar sem bera ábyrgð á heilsu barna sinna og að stundum þurfi að minna þá á að vera góðar fyrirmyndir. Fræðsla fyrir fjölskyldur þarf að vera aðgengileg og fjölga þarf úrræðum sem hægt sé að vísa fjölskyldum á þegar nauðsynlegt reynist. Hópurinn lagði einnig áherslu á bætta samfellu í heilbrigðisþjónustu fyrir fjölskyldur sem þurfa meiri stuðning og að barni verði fylgt eftir í gegnum árin. Í áliti frá nokkrum umræðuhópum kom fram að efling andlegrar heilsu sé ekki síður mikils virði og að hugað sé að því að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga. Skólahjúkrunarfræðingar þurfi að skapa aðstæður til að stunda fjölskylduhjúkrun og styrkja stöðu sína innan skóla, til dæmis með ósk um reglugerðir til að tryggja möguleika á að hjúkrunarfræðingar geti sinnt heilsufræðslu um velferð skólabarna þegar þörf krefur. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar, sem vinna í skólum, fái framhaldsmenntun á sínu sviði ásamt reynslu í almennum hjúkrunar störfum. Einnig þarf góða þjálfun í til dæmis kennslufræði, viðtals­ meðferð, úrlausn ágreiningsmála og sam talstækni svo nokkuð sé nefnt. Skóla hjúkrunarfræðingar starfa mjög Hvíld og slökun er mikilvæg fyrir heilsuna. Þessi nuddstóll var sýndur á heilsuþinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.