Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 51 Í rapportinu til morgunvaktarinnar sagði næturhjúkkan frá þessu lyftumáli. Ein morgunvaktarhjúkkan, sem hafði starfað lengi á þessum stað og þekkti Sofíu vel, sagði: „Við vorum góðar vinkonur við Sofía og hún sagði mér að þegar hún færi þá ætlaði hún að láta vita af sér en ekki vera kvikindisleg.“ Jæja – Ja­há – Ja hérna. Það hafði enginn mikið að segja við þessu. Þegar morgunvaktin kom til vinnu átti hún ekki í neinum vandræðum með lyftuna. Lyftan var í fullkomnu lagi og skilaði öllum þangað sem þeir ætluðu. Nokkrum kvöldum síðar komu aðrir líkmenn en frá sömu útfararstofu og þeir sem höfðu sótt Sofíu. Seinni líkmennirnir voru af annarri líkmannagerð en þeir sem sóttu Sofíu, þeir voru yngri og þeir vildu spjalla. En þeir höfðu sama erindi og þeir fyrri, að sækja lík. Sama næturhjúkkan var á vakt og í fyrra skiptið. Á leiðinni út ganginn með líkbörurnar segir annar líkmaðurinn: „Ég vona að okkur gangi betur að komast út en þeim sem komu hér um daginn, þeir fóru sjö ferðir upp og niður í lyftunni og ætluðu aldrei að komast út.“ Hjúkrunarkonan sagði ekkert, hún var í þöglu deildinni og vann störf sín þannig. „Þeir sem komu hér um daginn“ – þessir lífsreyndu og þöglu – þeim hafði þá þótt lyftumálið með Sofíu vera í frásögu færandi. Seinni líkmennirnir fengu ekkert lyftuævintýri – enda voru þeir ekki með Sofíu á sínum börum. Borghildur Maack er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað um árabil á ýmsum sviðum hjúkrunar hérlendis og erlendis. Fr ét ta pu nk tu r Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð sameinuð Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð runnu 1. maí 2011 saman í eina stofnun sem nefnist embætti landlæknis. Lög um sameiningu voru samþykkt á Alþingi 30. mars sl. Hlutverk hins nýja embættis er að efla lýðheilsu og tryggja gæði heilbrigðisþjónustunnar. Embættið mun taka við öllum verkefnum sem landlæknir sinnir samkvæmt núgildandi lögum, svo sem leyfisveitingum, sóttvörnum, ráðgjöf, eftirliti, upplýsingasöfnun, gæðamálum og skýrslugerð. Þar verður einnig sinnt verkefnum á sviði forvarna, heilsueflingar og lýðheilsu sem nú eru á ábyrgð Lýðheilsustöðvar, eins og segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Í aðdraganda lagasetningarinnar skilaði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ítarlegri umsögn þar sem fram kom sýn félagsins á þessa sameiningu. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að í umsögninni hafi félagið einkum lagt áherslu á fjóra þætti. Í fyrsta lagi að með því að fella lög um aðra stofnunina niður og breyta lögum hinnar væri fremur um flutning Lýðheilsustöðvar undir Landlæknisembættið að ræða en sameiningu. Sú varð líka raunin því að í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið kom fram breytingartillaga um að leggja Lýðheilsustöð niður og láta heiti hinnar nýju stofnunar eingöngu vísa til Landlæknisembættisins. Félagið gerði einnig athugasemd við áætlaðan fjárhagslegan ávinning af sameiningunni en engar úttektir höfðu sýnt fram á slíkt. Engu að síður var það einn hvatinn til sameiningarinnar. Þá lagði FÍH til að í stað sameiningar Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins yrði unnið að víðtækari sameiningu stofnana á sviði forvarna og lýðheilsumála, ásamt eftirliti með heilbrigðisþjónustu. Lagt var til að sú stofnun fengi heitið Heilbrigðisstofa. Fjórði meginþátturinn, sem félagið gerði athugasemd við og lagðist alfarið gegn, var ákvæðið um að landlæknir skyldi veita hinni nýju sameinuðu stofnun forstöðu. Því var alfarið hafnað að einungis læknar geti stýrt lýðheilsustarfi og eftirlitsstarfi með heilbrigðisþjónustu. Í ljósi þess að löggiltar heilbrigðisstéttir eru nú 33 talsins vegur það að jafnræði stéttanna að ákveða með lögum að einungis meðlimir einnar stéttar geti veitt stofnuninni forstöðu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.