Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201152 Helga Pálmadóttir, helgapal@landspitali.is Lisa fór sjálf til Kongó og ræddi við fórnarlömb, gerendur, erlenda friðar­ gæsluliða, heilbrigðisstarfsfólk á spítölum fyrir fórnarlömb nauðgana og lögregluna sem reynir af veikum mætti að sækja hina seku til saka. Fórnarlömbin voru á öllum aldri. Sú yngsta, sem Lisa tók viðtal við, var 11 ára þegar henni var nauðgað. Sú elsta var orðin talsvert fullorðin. Allar höfðu konurnar ljóta sögu að segja. Ein var bundin við tré meðan 20 hermenn biðu í röð eftir því að nauðga henni. Annarri var haldið í gíslingu í langan tíma og notuð sem kynlífsþræll. Margar sögðu frá því að eiginmenn og börn hefður verið látin horfa á meðan þeim var nauðgað og svo sögðu hermennirnir börnunum að mamma vildi láta nauðga sér. Eiginmenn kvennanna afneituðu þeim oft í kjölfarið. Fleiri svona hryllingssögur voru sagðar. Þegar gerendurnir voru spurðir hversu mörgum konum þeir hefðu nauðgað þá var fjöldinn misjafn eða allt frá einni upp í að þeir voru búnir að missa töluna. Þegar hún spurði þá út í af hverju þeir nauðguðu kom í ljós að oftast voru þetta fyrirskipanir frá yfirmönnum. Nauðganirnar væru liður í að veikja og vinna andstæðinginn og sýna fram á hver færi með völdin. Nauðganirnar væru galdrar. Þeir gerðu þetta út af stríðunu því ef ekki væri stríð kæmu þeir bara „venjulega“ fram við konurnar. Á undanförnum árum hefur umræða um ofbeldi gegn konum aukist og augu alþjóðsamfélagsins opnast fyrir því hversu stórt mannréttinda­ og heilbrigðisvandamál ofbeldi er. Kynbundið ofbeldi gegn konum er skilgreint sem hvers konar ofbeldi sem valdið getur líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu tjóni eða þjáningu hjá konunni. Nauðganir á stríðstímum eru eitt form kynbundins ofbeldis. Ofbeldi af þessu tagi er ekki nýtt fyrirbæri og eru til sögulegar heimildir um það langt aftur í tímann. Samt sem áður var það ekki fyrr en eftir að fréttir bárust af nauðgunum í stríðinu í Júgóslavíu fyrrverandi við lok tuttugustu aldar að þetta málefni fékk alþjóðlega athygli. Eftir það hafa reglulega borist fregnir af ofbeldi af þessu tagi og þá sér í lagi frá stríðinu sem geisar í Kongó í Afríku. Stríðið í Kongó hefur verið gífurlega blóðugt og mannfall ekki verið svo mikið í neinu stríði síðan í seinni heimstyrjöldinni. Kynferðislegt ofbeldi hefur verið algengt í stríðinu en nýjustu gögn benda til þess að nauðganirnar séu orðnar algengari og ofbeldisfyllri rétt eins og kemur fram í heimildarmynd Lisu. Helga Pálmadóttir er hjúkrunarfræðingur á bráða deild Landspítalans og með meistaragráðu í lýðheilsufræðum. Ég man enn tilfinninguna sem ég hafði eftir að ég sá heimildarmynd Lisu og hvernig andrúmsloftið í ráðstefnusalnum var. Að svona lagað skuli enn viðgangast og það á 21. öldinni. Margur spyr sig kannski: Hvað erum við að hafa áhyggjur af einhverjum konum í Kongó (og í útlöndum yfirleitt), höfum við ekki nóg með okkur? Svarið er einfalt. Við eigum að fordæma ofbeldi gegn konum og körlum í öllum tilfellum. Líka í löndum okkur fjarri. Hrottaskapur eins og nauðgun, sem er markvisst notaður sem vopn í stríði, getur bara ekki verið okkur óviðkomandi. En hvað getum við gert? Hvað getum við gert sem einstaklingar, þjóð eða hjúkrunarfræðingar? Sem einstaklingar getum við til dæmis styrkt hagsmunasamtök sem berjast fyrir bættum réttindum kvenna í heiminum. Sem þjóð getum við hætt stuðningi og aðstoð við ríkisstjórnir og vopnaða hópa, sem beita konur ofbeldi (ef við styðjum einhverja slíka hópa), og tryggt aðstoð og vernd handa flóttafólki og konum sem neyðst hafa til að flýja átthaga sína, svo eitthvað sé nefnt. Og sem fagstétt eigum við hjúkrunarfræðingar að fordæma kynbundið ofbeldi og beita okkur í að vinna markvisst gegn ofbeldi af öllu tagi. Ég hvet alla til að horfa á heimilidarmynd Lisu og kynna sér stöðu kvenna á ófriðartímum. Ég skora á Eddu Björgu Sverrisdóttur, hjúkrunarfræðing á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík, að skrifa næsta þankastrik. ÞANKASTRIK KYNBUNDIÐ OFBELDI Á ÓFRIÐARTÍMUM Fyrir nokkrum árum sá ég heimildarmyndina „The greatest silence: Rape in Congo“ eftir Lisu F. Jackson á lýðheilsuráðstefnu í Bandaríkjunum. Myndin var tekin upp í austurhluta Kongó árið 2006 og fjallar um konur sem hafa orðið fyrir nauðgun í stríðinu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.