Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Page 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201416 Í júlímánuði síðastliðnum særðust tólf starfsmenn og sjálfboðaliðar Palestínudeildar Rauða hálfmánans í Jabaliya á Gaza og ráðist var á þrjá sjúkraflutningabíla. Árið 2011 voru hjúkrunarfræðingar og læknar í Bahrain handteknir fyrir að veita mótmælendum gegn ríkisstjórninni heilbrigðisþjónustu. Í Sýrlandi hafa sjúkrahús orðið fyrir sprengjuárásum sem haft hafa í för með sér dauða mörg hundruð sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Æ meiri ógn steðjar að heilbrigðisstarfs­ fólki, sjúklingum og heilbrigðisþjónustu á átakasvæðum. Sem dæmi má nefna að á tímabilinu frá janúar 2012 til desember 2013 skráði Alþjóðanefnd Rauða krossins (ICRC) 1.809 árásir eða ógnanir gagnvart sjúklingum, heilbrigðis­ starfsfólki, sjúkraflutningafólki og heilsu­ gæslu stöðvum í 23 löndum. Þrátt fyrir vissa tilhneigingu til að horfa fram hjá vanda málinu er ofbeldi gagnvart sjúklingum og heilbrigðis starfsfólki meðal þeirra mannúðar mála sem mest eru aðkallandi í dag, enda raskar það heil­ brigðis þjónustu þar sem hennar er mest þörf. Það er því grundvallaratriði að hjúkrunarfræðingar séu fyllilega með vitaðir um mann réttindi sín og sjúklinganna, þær siða reglur sem að störfum þeirra lúta og þá lög gjöf sem sett hefur verið þeim til verndar. Vaxandi athygli hefur beinst að þessu vandamáli á alþjóðavettvangi. Í skýrslu sem birt var í október 2013 setti sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða réttinn til heilbrigðis fram tillögur um raunhæfar og samfelldar aðgerðir til að ná fullri viðurkenningu á réttindum einstaklinga á átakasvæðum til heilbrigðis. Athygli var einnig vakin á vandamálinu á Alþjóðaheilbrigðisþinginu sem samþykkti ályktun þar sem farið er fram á aukna skýrslugjöf Alþjóðaheilbrigðismálastofnun arinnar um árásir á heilbrigðisþjónustu á átakasvæðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna víkkaði út umboð sérstakra fulltrúa aðalframkvæmdastjórnarinnar í málefnum barna á átakasvæðum til að gefa skýrslur um, og kalla til ábyrgðar, þá sem ráðast á lækningastöðvar og starfsfólk þeirra. David C. Benton og Lindsey Williamson, williamson@icn.ch Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) vinnur ötullega að því að vernda heilbrigðisstarfsfólk og tryggja örugga heilbrigðisþjónustu á ófriðartímum sem og á friðartímum. Í tilefni af undirritun samstarfssamnings við ICRC sagði framkvæmdastjóri ICN, dr. David Benton: „Það er dapurlegt til þess að vita að fjöldi þeirra landa þar sem hjúkrunarfræðingar sæta ofbeldi eykst stöðugt. Við verðum að standa saman í glímunni við þennan vanda. Sérhvert aðildarfélag getur haft áhrif en sameinuð getum við haft enn meiri áhrif.“ Tvö dæmi um hvernig ICN vinnur að því að vernda heilbrigðisstarfsfólk og tryggja örugga heilbrigðisþjónustu eru verkefnið Heilbrigðisþjónusta á hættusvæðum, sem unnið er í samstarfi við ICRC, og Bandalag um verndun heilbrigðis á stríðstímum. Heilbrigðisþjónusta á hættusvæðum ICN vinnur með Alþjóðanefnd Rauða krossins að verkefninu Heilbrigðis­ þjónusta á hættu svæðum. Markmið verk efnisins er að gera aðgengi að HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Á ÁTAKASVÆÐUM

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.