Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Qupperneq 45
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 41 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Eins og mynd 1 sýnir er meginþemað, viðbragðsgeta, undir áhrifum frá hinum þemunum þar sem þau hafa öll bein áhrif á viðbragðsgetu starfsmanna í kjölfar stórslysa og hamfara. Viðbragðsgeta Þátttakendur í öllum rýnihópum voru sammála um að atburður þyrfti ekki að vera mjög stór til þess að verða Sjúkrahúsinu á Akureyri ofviða. Slíkt færi þó eftir eðli og alvarleika atburða hverju sinni og mikilvægt væri að reyna að gera sér grein fyrir þeim hættum sem kynnu að steðja að á upptökusvæði Sjúkrahússins á Akureyri. Í öllum rýnihópum komu upp umræður varðandi innköllun á starfsfólki og þau vandamál sem geta skapast náist ekki að kalla inn til dæmis lækna og meðlimi viðbragðsstjórnar. … við megum ekki gleyma því að við erum svo lítil að það þarf ekki stóran atburð til að hann keyri okkur í kaf ... … veiku hlekkirnir eru hreinlega að fá inn mannskap til að vinna … hvað gerum við ef það verður stórslys og það er bara einn svæfingarlæknir á staðnum?… Flestir höfðu einungis lesið þann hluta viðbragðsáætlunar sem fjallar um þeirra eigin deild og þeirra eigið starfshlutverk. Áætlunin í heild sinni þykir fremur flókin en þó gagnleg til að kynna sér eigið starfshlutverk. Fram kom að viðbragðsáætlun sjúkrahússins er afar sjaldan virkjuð og töldu þátttakendur í tveim rýnihópum það vera galla í skipulaginu og valda því að tækifæri til að láta reyna á viðbragðsáætlunina glötuðust. Þátttakendur eins rýnihóps héldu því fram að endurskoða þyrfti viðbragðsáætlunina með það í huga að hægt væri að virkja allt nema viðbragðsstjórnina. … hræðslan við að kalla eitthvað hópslys er allt of mikil … enginn tekur af skarið og skilgreinir þetta sem hópslys þó að við séum alveg að drukkna ... … við þurfum ekki viðbragðsstjórnina en við þurfum alla hina ... mér finnst vanta eitt bil í áætlunina … Starfshlutverk og stjórnun Þátttakendur í rýnihópum bentu á að ekki væri sjálfgefið að þeir fengju að sinna sínu venjulega starfshlutverki við virkjun viðbragðsáætlunar. Flestir þátttakendur töldu sig geta átt það á hættu að vera settir í hlutverk sem þeir væru ekki vanir að sinna. … ég held að það fatti líka ekki allir hvað þetta er mikið sem er ætlast til af okkur sem þá hugsanlega vaktstjóri á einhverri vakt þar sem kemur upp hópslys … Starfshlutverk geta þannig ýmist falið í sér sambærilega vinnu og í daglegu starfi, annaðhvort sem stjórnandi eða sem almennur starfsmaður, eða að þess er krafist af starfsmanni að hann sinni hlutverki sem hann hefur litla eða enga reynslu af úr sínu daglega starfi. Mynd 2 gefur yfirlit yfir það hvernig hjúkrunarfræðingar og læknar í rýnihópunum sáu fyrir sér að hlutverk þeirra gæti orðið í stórslysum og hamförum. Allir voru sammála um það að styrk stjórnun skipti höfuðmáli og lykilhlutverk í stórslysaviðbragði væri í raun í höndum þeirra sem fara með stjórnendahlutverk á sjúkrahúsinu. Hinn almenni starfsmaður ætti í krafti menntunar sinnar og reynslu sem fagmaður að geta unnið flest störf njóti hann styrkrar stjórnunar. … er það ekki það sem skiptir höfuðmáli, að stjórnunin sé í lagi … upp á að annað gangi vel … Þau hlutverk sem starfsmönnum Sjúkrahússins á Akureyri er ætlað að gegna við virkjun viðbragðsáætlunar geta skarast Starfshlutverk og stjórnun Hæfni Viðbragðsgeta Þjálfun Þekking á eigin hlutverki Grunnhæfni Þjálfun í gegnum daglegt starf Mismunandi hlutverk Félagsleg hæfni Stórslysaæfingar Skörun á hlutverkum Sérhæfð hæfni Verkþáttaæfingar Mynd 1: Þemu og meginþema. Starfsmaður/fótgönguliði á heimavelli Starfsmaður er í hlutverki og umhverfi sem hann þekkir, s.s. þeir starfsmenn sem vinna við umönnun sjúklinga á sinni deild. Starfsmaður/fótgönguliði á útivelli Starfsmaður er settur í hlutverk sem hann gegnir ekki venjulega, s.s. að vinna á öðrum deildum eða á vettvangi slyss, t.d. í greiningarsveit. Stjórnandi á heimavelli Starfsmaðurinn er í hlutverki og umhverfi sem hann þekkir, s.s. hjúkrunardeildarstjórar og margir læknar. Stjórnandi á útivelli Starfsmaðurinn er settur í hlutverk sem hann gegnir ekki venjulega, s.s. stjórnandi deildar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra, meðlimur í viðbragðsstjórn, stjórnandi greiningarsveitar, stjórnandi læknir á SBM. Mynd 2: Starfshlutverk í stórslysum og hamförum. SBM er slysa­ og bráðamóttaka á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hjúkrunarfræðingur eða læknir á SAk

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.