Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Síða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Síða 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201446 ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur rannsóknar: Rannsóknarniðurstöður benda til þess að meðferðaraðilar taki sjaldan eftir að um endurtekin áföll vegna ofbeldis er að ræða hjá konum með geðröskun. Þær fái því ekki viðeigandi meðferð, til dæmis tækifæri til tilfinningatjáningar og tilfinningaúrvinnslu, við áföllunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á áhrifum áfalla vegna endurtekins ofbeldis í bernsku og á fullorðinsárum á líðan, líkamsheilsu og geðheilbrigði kvenna sem greindar hafa verið með geðröskun. Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru þátttakendur átta konur á aldrinum 35­55 ára. Tekin voru tvö viðtöl við allar konurnar nema eina, samtals 15 viðtöl. Allar konurnar voru greindar með þunglyndi og kvíða og sumar þeirra voru einnig með annars konar geðröskun Niðurstöður: Konurnar urðu margsinnis fyrir ofbeldi í bernsku og á unglingsaldri sem leiddi iðulega til sálrænna áfalla. Ofbeldið, sem þær urðu fyrir, var ýmist líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanræksla eða kynferðislegt ofbeldi. Þær urðu einnig margoft fyrir ofbeldi á fullorðinsaldri svo að sálræn sár þeirra náðu aldrei að gróa. Það leiddi síðan til tilvistarlegrar þjáningar sem þær sögðu raunar sjaldnast frá. Tengslanet og stuðningur í uppvexti kvennanna var af skornum skammti. Þær lýstu flestar umhyggjuleysi og að þeim hefði fundist þær óvelkomnar eða þeim hafnað af fjölskyldunni í barnæsku og á fullorðinsárum. Vegna þessa umhyggju­ og stuðningsleysis vantaði sálrænan höggdeyfi gegn niðurbrjótandi áhrifum ofbeldisins. Þetta leiddi til að þær brotnuðu niður og vissu ekki hvað það var að líða vel. Afleiðing þessa alls var að þær glímdu allar við geðræn vandamál, einkum þunglyndi og kvíða. Konurnar lýstu uppgjöf við að finna út úr því hvað gæti hjálpað þeim til að líða betur. Tilfinning sumra þeirra var að þær gætu varla þolað meiri tilvistarlegan sársauka. Ályktun: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að spyrja um áfallasögu vegna endurtekins ofbeldis hjá konum með geðröskun og veita þeim viðeigandi meðferð. Lykilorð: Ofbeldi, sálræn áföll, konur, fyrirbærafræði, viðtöl. INNGANGUR Ofbeldi hefur neikvæð áhrif á líf milljóna kvenna um allan heim. Það hefur niðurbrjótandi áhrif á heilbrigði þeirra og getur jafnvel leitt til dauða. Árið 1979 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum sem tók gildi á Íslandi 18. júlí 1985. Khan (2000) telur 20­50% stúlkna og kvenna meðal þjóða heims verða fyrir ofbeldi og að þessi tollur á heilbrigði og vellíðan kvenna verði ekki lækkaður nema fjölskyldur, stjórnvöld, stofnanir og almenningur taki saman á vandanum. Ofbeldi er hægt að skipta í fjóra meginflokka: líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanrækslu og kynferðislegt ofbeldi (Ingólfur V. Gíslason, 2008; Samtök um Kvennaathvarf, 2008; Sameinuðu þjóðirnar, 1993) (sjá töflu 1). Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, geðheilsustöð Breiðholts Sigrún Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri „Ég veit ekki hvað það er að líða vel“ REYNSLA KVENNA MEÐ GEÐRÖSKUN AF ÁHRIFUM ENDURTEKINS OFBELDIS Á LÍÐAN, LÍKAMSHEILSU OG GEÐHEILBRIGÐI ENGLISH SUMMARY Bjarnadottir, S.H., Sigurdardottir, S., and Halldorsdottir, S. THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2014), 90 (3),46-56 "I HAVE NEVER KNOWN WELL-BEING": WOMEN’S PERCEPTIONS OF THE CONSEQUENCES OF REPEATED VIOLENCE ON WELLBEING, PHYSICAL AND MENTAL HEALTH Background: Research results suggest that repeated traumas due to violence are greatly undetected in women who have been diagnosed with a mental disorder and they, therefore, do not get the appropriate treatment such as an opportunity for emotional expression and processing. The purpose of the study was to increase the knowledge and deepen the understanding of the effects of trauma because of repeated violence on the well­being, physical and mental health of women who have been diagnosed with a mental disorder. Method: In this phenomenological study, eight women in the age 35­55 participated. Two interviews were conducted with all the women, except one, at a total of 15 interviews. Results: The women experienced repeated violence in childhood – physical, psychological, sexual or neglect – which led to repeated traumas. They also experienced repeated violence in adulthood which meant that their psychological wounds never managed to heal. This led to existential suffering that was usually unexpressed. Social networks and support in their environment was scarce. Their existential pain was also connected with feeling unwanted or rejected by their family in childhood and adulthood. Since caring and support was missing from their environment they lacked the needed psychological buffer against the damaging effects of violence. This led to their breaking down and to the development of emotional problems and none of them had ever experienced well­being. The consequence of all this was that they all wrestled with mental health problems, especially depression and anxiety. The women expressed their mission to find out what might help them towards well­being. Some felt that they could not endure more existential pain. Conclusion: This study highlights the importance of asking women diagnosed with a mental disorder about trauma caused by violence and provide the appropriate treatment. Keywords: Violence, psychological trauma, women’s health, phenomenology, interviews. Correspondance: siggahb@internet.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.