Morgunblaðið - 02.09.2015, Page 17

Morgunblaðið - 02.09.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Farandmaður í Búdapest rífst við lögreglumann í gær, ungversk stjórnvöld létu í gær loka um hríð aðaljárn- brautarstöðinni, Keleti, í borginni. Lögreglumennirnir ráku á brott mörg hundruð farandmanna, flóttamanna og annarra frá Miðausturlöndum, sem þar hafa hafst við undanfarna daga og vilja komast til auðugra Evr- ópulanda. „Þýskaland, Þýskaland!“ hrópuðu margir í hópnum og mótmæltu lokuninni. Ungverjar segjast vera að halda uppi lögum og reglu og framfylgja ákvæðum Schengen-samstarfsins. Þar er ríkjunum gert skylt að sjá til þess að enginn farand- maður fari um landið til annars Schengen-lands án réttra skilríkja og vegabréfsáritunar. Sumir farandmennirnir, sem margir eru frá Sýr- landi, eru skilríkjalausir, flestir hafa ekki fengið um- sókn sína um landvist eða hæli afgreidda. Ungverjar benda eins og Grikkir og Ítalir á að fjöldi farandfólks- ins sé á síðustu vikum orðinn svo mikill að útilokað sé að afgreiða mál þeirra á viðunandi hátt enda oft flókið að úrskurða hvort það eigi lagalega rétt á landvist. Allt að þriðjungur fólksins eru konur og börn sem sum eru illa haldin eftir erfitt og hættulegt ferðalag. AFP „Þýskaland, Þýskaland!“ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stuðningur vex nú óðfluga í Svíþjóð við þá hugmynd að ríkið sæki um að- ild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Dagens Nyheter sagði í gær að stjórn Miðflokksins styddi nú að- ild, tillagan yrði lögð í dóm flokks- manna eftir mánuð. Sett yrðu þó skilyrði um að Norðurlöndin skuli vera kjarnorkuvopnalaust svæði, er- lendir hermenn hafi ekki bækistöðv- ar í Svíþjóð og Svíar hefji aðildar- ferlið með Finnum. Stjórn Kristilega lýðræðisflokks- ins, KD, í Svíþjóð hefur nú einnig samþykkt tillögu um aðild og því er sagt líklegt að borgaralegu flokkarn- ir sameinist að lokum um hana. Engum dylst að herská stefna og ögranir Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta eru helsta ástæðan fyrir því að aðild að NATO er nú á dagskrá í Svíþjóð sem hefur forðast öll banda- lög af slíku tagi í 200 ár. Svíar hafa samt áratugum saman átt mikið samstarf við NATO þótt hljótt færi í kalda stríðinu. Þá var m.a. með leynd samið um að ákveðnar hraðbrautir í landinu yrðu notaðar sem flugbrauir fyrir flugvélar NATO ef senda þyrfti herlið á vegum bandalagsins til að verja Svíþjóð. Breytt afstaða Finna Annað sem breytt hefur stöðunni er að núverandi samsteypustjórn í Finnlandi hefur ákveðið að láta meta kosti og galla NATO-aðildar. Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins sænska, hefur lengi haft efasemdir um aðild en segir nú flokksstjórnina álíta að vera Svía utan bandalagsins auki áhættu fremur en að tryggja öryggi þjóðarinnar. Ebba Busch Thor, leið- togi KD, bendir á að Svíar séu til- tölulega lítil þjóð en á hernaðarlegu mikilvægu svæði við Eystrasalt. „Við álítum að við getum ekki staðið ein en hljótum að vinna með öðrum til að geta tryggt varnarmátt landsins og það verðum við að gera sem aðilar að NATO,“ sagði Busch Thor. Þróunin í heimsmálunum, herská stefna Rússa og Úkraínu- stríðið, hefði verið hröð. Þess vegna yrðu Svíar að gerast fullgildir aðilar. Sendiherra Rússa í Svíþjóð er Viktor Tatarintsev, sem var sendi- herra á Íslandi 2006-2010. Hann var- aði Svía og Finna nýlega við að ganga í NATO. Rússar myndu grípa til gagnað- gerða „á hernaðarsviðinu“. Hann sagði Pútín forseta hafa gert mönnum það ljóst. Einn af ráðgjöfum Pútíns, Sergei Markov, sagði í fyrra að Finnar gætu komið af stað „þriðju heim- styrjöldinni“ með því að ganga í NATO. Í grein í US News &World Report er haft eftir hernaðarsérfræðingum að Rússar gætu gengið svo langt að hernema lítið svæði í umræddum löndum til að hræða menn og beitt öflugum lygaáróðri til að rugla al- þjóðasamfélagið í ríminu. Ef um lítil svæði, Álandseyjar eða Gotland, yrði að ræða gæti orðið erfitt fyrir stjórn- ir Svía og Finna að réttlæta hernað til að ná þeim aftur. Svíar og Finnar ræða um fulla aðild að NATO  Borgaralegu flokkarnir í Svíþjóð gætu ef til vill sameinast um stefnuna Lítil vernd » Bent hefur verið á að þótt Svíar eigi mikið samstarf við NATO njóti þeir ekki sömu verndar og aðild myndi veita. » Hægriflokkurinn (Mod- eraterna) styður NATO-aðild en hefur ekki viljað knýja á um málið nema jafnaðarmenn taki undir. » Þjóðarflokkurinn sænski hefur lengi stutt NATO- aðildina. Kosið var nýtt Lögþing í Fær- eyjum í gær og skv. kosninga- spám í gærkvöldi fór Jafnaðar- flokkurinn með sigur af hólmi, bætti við sig um 6,5 prósentustig- um. Flokkurinn fékk mest fylgi, um 24,2%. Fólka- flokkurinn fékk næstmest fylgi, 22%, 0,4 stigum minna en í síðustu kosn- ingum. Sambandsflokkurinn missti um það bil 4 stig og fékk um 20% at- kvæðanna, sam- kvæmt kosningaspánum í gær- kvöldi, og útlit var fyrir að stjórnin félli. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur átt undir högg að sækja eftir að ljóst varð að hann hafði veitt þinginu rangar upplýsing- ar í tengslum við umdeilda samninga við danskt fyrirtæki um gerð jarð- ganga milli Austureyjar og Straumeyjar. Johann- esen, sem er leið- togi Sambandsflokksins, hefur frá 2011 stýrt fyrstu hreinu borgaralegu stjórn landsins frá 1985 ásamt Fólkaflokknum og Miðflokknum, en Sjálfstýriflokkurinn yfirgaf stjórn- ina 2013 vegna deilnanna um jarð- göngin. Jafnaðarmönnum spáð kosningasigri í Færeyjum Kaj Leo Johannesen Allir með Sænskir og finnskir her- menn á NATO-æfingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.