Morgunblaðið - 02.09.2015, Side 25

Morgunblaðið - 02.09.2015, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Ekki hefði mig grunað fyrir rúmu ári síðan þegar við hjápuðum Erlu frænku og Vali Páli að flytja úr Víkurbakkanum að í dag skuli ég kveðja þennan góða vin. Víkurbakkinn hafði verið heimili þeirra í 40 ár og nú skyldi minnkað við sig í nýlega íbúð fyrir 65+ í Fróðenginu, bæði tvö voru spennt yfir þessu stóra skrefi en jafnframt leyndi sér ekki eftisjá, að fara úr rúm- góðu raðhúsi á tveimur á hæð- um með sál í þriggja herbergja íbúð. Valur frændi, var hann kall- aður af okkur systkinum þó hann væri eiginlega ekki frændi okkar heldur giftur Erlu Þórð- ardóttur föðursystur okkar, en okkur fannst einhvern veginn hann alltaf vera frændi okkar líka og hann var alveg sáttur við það enda stór maður með stórt hjarta, barngóður, glaðvær, orð- heppinn og afskaplega ráðagóð- ur. Það má segja að vinskapur okkar Vals hafi farið á annað plan þegar ég gekk í Oddfellow- regluna en þar var Valur á heimavelli enda búinn að gegna ábyrgðarstöðum innan reglunn- ar í mörg ár. Það er ómetanlegt að hafa átt Val að þessi ár sem við vorum samferða í reglunni og fæ ég aldrei fullþakkað ráð hans, leiðbeiningar og eftirfylgni við mig á þeim tíu árum. Við sendum Erlu og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúða- kveðjur. Minning um góðan mann lifir. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdánarson) Páll Fanndal og fölskylda. Það kom myndarlegur hópur frá Gagnfræðaskólanum við Hringbraut í 1. bekk í Versl- unarskólanum árið 1955. Þetta var merkisár í sögu skólans, 50 ára afmælisár, og haldið upp á það með ýmsum hætti. Þau sem voru í þessum hópi voru flest fædd 1940 og höfðu verið tvo vetur í gagnfræðaskóla. Í þessum hópi var Valur Páll, hávaxinn, myndarlegur, hlýlegur og glaðlegur með blik í auga og fallegt bros. Við skólasystkinin komumst fljótt að því sem æ síðar að aug- ljóst var að Valur var fé- lagslyndur, jákvæður, samvisku- samur og drenglyndur og lagði ávallt gott til málanna. Hann bjó með móður sinni, fósturföður og systur á Kaplaskjólsvegi, var dyggur Vesturbæingur og KR- ingur af lífi og sál. Við tóku mót- unarár okkar í Verslunarskól- anum við Grundarstíg með marglitum flokki eftirminnilegra kennara sem okkur fannst stundum hafa örlög okkar í hendi sér. Svo voru málfundir þar sem nær engar stúlkur tóku til máls, dansæfingar í skólanum þar sem opnað var milli tveggja skólastofa og sumir vönguðu undir ljúfum lögum. Líka árleg Nemendamót þar sem nemend- ur skemmtu sér prúðbúnir með leikritum, leikfimisýningum, hljóðfæraleik, söng eða öðru efni, og jafnframt var Verslun- Valur Páll Þórðarson ✝ Valur PállÞórðarson fæddist 6. febrúar 1940. Hann lést 20. ágúst 2015. Útför Vals Páls fór fram 28. ágúst 2015. arskólablaðið gefið út, skólablaðið Vilj- inn kom oftar út og var málgagn nem- endafélagsins. Þetta voru ljúf og litrík æskuár og flestir luku Verslunarskólaprófi eftir fjögur ár. Nokkrir héldu áfram í lærdóms- deild sem svo var nefnd og það gerði Valur sem var prýðilegur námsmaður. Eft- ir próf í 5. bekk greindist Valur með berkla og var það reiðars- lag. Hann lagðist inn á Vífils- staði þar sem hann fór í lyfja- meðferð en valdi síðan að fara í aðgerð til að fjarlægja meinið. Valur var því ekki með okkur hinum í 6. bekk en sýndi mikla seiglu og dug og las utan skóla á Vífilsstöðum, lauk stúdentsprófi um haustið og náði sér alveg eft- ir þessi veikindi. Um svipað leyti höfðu þau Erla kynnst og bund- ust ung tryggðarböndum. Valur vann ýmis störf að námi loknu. Hann naut trausts og virðingar, var vel kynntur og honum voru falin ábyrgðarstörf. Valur hafði góða bassarödd og naut þess að syngja í karlakórnum Stefni. Hann var virkur innan Odd- fellow-reglunnar í um 40 ár en þar var hann mikils metinn og gegndi trúnaðarstörfum. Nú höfum við, í stúdentsárgangin- um 1961, hist reglulega, fyrst á fimm ára fresti og síðan eftir 50 ára stúdentsafmælið mánaðar- lega á veturna undanfarin ár með mökum. Við höfum sótt ýmsa menningarviðburði og snætt saman hádegisverð, farið í ferðalög og endurnýjað gömul kynni. Þar hafa Valur og Erla verið dugleg að mæta. Á undanförnum mánuðum þurfti Valur að glíma við erfið veikindi sem gengu mjög nærri honum. Hann var á batavegi er hann lést skyndilega og óvænt. Okkur bekkjarsystkinunum var öllum hlýtt til Vals og þótti vænt um hann, hann hafði góða nærveru, var góður félagi. Hans skarð verður ekki fyllt og hans verður saknað í okkar hópi en við sendum Erlu, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Vals Páls Þórðarsonar. Fyrir hönd bekkjarsystkina og maka, Guðrún Agnarsdóttir. Kveðja frá Lúðrasveitinni Svani Valur Páll Þórðarson var for- maður Lúðrasveitarinnar Svans á miklum breytingatímum. Hann tók við sem formaður 1982 og gegndi því starfi til 1984. Val- ur Páll kom til starfa með Svan- inum sem foreldri en ekki hljóð- færaleikari, og er annar tveggja sem hefur afrekað það í sögu Svansins. Í þá daga voru í Svaninum nær eingöngu unglingar og því mikið uppeldishlutverk ásamt formennskunni sem Valur Páll leiddi af stakri prýði og lagði góðan grunn að framtíð félags- ins. Í formannstíð Vals Páls lenti Svanurinn í miklum hrakn- ingum með æfingarhúsnæði þar sem flytja þurfti fimm sinnum og meðal annars í fornfrægt húsnæði að Fríkirkjuvegi 11. Það, að leiða félagsstarf, getur oft verið ærið verkefni og hvað þá að takast á við risavaxið verkefni eins og að tryggja æf- ingaaðstöðu. Eftir að Valur Páll lét af embætti var hann ötull stuðningsmaður sveitarinnar og með eindæmum duglegur að mæta á tónleika. Félagar Svans- ins minnast Vals Páls með þakk- læti í huga fyrir allan þann stuðning sem hann hefur sýnt sveitinni í tæp 40 ár. Valur Páll var sæmdur Gullmerki Svansins fyrir ómetanlegt starf. Svansfélagar votta fjölskyldu Vals Páls dýpstu samúð. F.h. Lúðrasveitarinnar Svans, Jón Ingvar Bragason, formaður. Látinn er Valur Páll Þórð- arson. Fráfall hans er ótíma- bært og óvænt og er mikil sorg kveðin að fjölskyldu hans og hans mörgu vinum. Í gegnum lífið kynnumst við fólki á ýmsa lund og við mismunandi aðstæð- ur. Óhjákvæmilega verða kynnin mismikil og misáhrifarík og veit ég þegar litið er til baka að kynni mín við Val Pál eru ein af þeim sem haft hafa mikil og eft- irminnileg áhrif á mig og er svo efalaust um marga aðra. Fyrstu kynni áttu sér stað fyrir næstum þrjátíu árum þegar ég gekk í Oddfellowstúkuna Nr. 3, Hall- veigu. Valur Páll var þar fyrir í forystusveit, bæði aðsópsmikill og verkadrjúgur, en um leið hlýr og hugulsamur, ekki síst við nýja bræður. Fengum við hjónin að njóta vinsemdar hans og leið- sagnar á nýjum slóðum og alla tíð síðan og erum fyrir það þakklát nú á kveðjustund. Valur Páll var reglufastur og mikill „prinsippmaður“. Hann var fastur fyrir ef á þurfti að halda en samvinnuþýður og virkur vel í öllu samstarfi og samvinnu. Hreinskiptinn og ein- arður á alla lund, baráttuglaður og við fátt hræddur. Verk hans fyrir stúkuna og Oddfellowregl- una voru mörg og unnin af sam- viskusemi og dugnaði. Þá var hann glaður á góðri stund og góður félagi sem skilur eftir margar góðar minningar úr starfi, félagsstarfi, samveru- stundum og ferðalögum. Ég á Vali Páli margt að þakka í stuðningi, leiðbeiningum og samstarfi, sem aldrei bar skugga á og mun sakna hans góðu nærveru og vináttu. Á kveðjustund vil ég hafa eft- ir orðin snjöllu úr Hávamálum sem eiga svo vel við : Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við Ólafía vottum Erlu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð og biðjum þeim blessunar. Einar Marinósson. Elsku Valur Páll er allur. Maðurinn með stóra faðminn, hlýja viðmótið, útgeislunina, dimmu röddina og hláturinn sem smitaði gleði um allt. Nöfnin Erla og Valur hafa ætíð verið nefnd í sama vetfangi á okkar heimili. Einingin sem þau mynduðu var sterk, traust og trygg og mun ég og fjölskylda mín ætíð vera þeim þakklát fyrir gest- risni, vináttu, ráðagæsku og ánægjulegar samverustundir. Fallegir eiginleikar Vals Páls endurspeglast, á sama hátt og Erlu, í börnunum þeirra og öðr- um afkomendum. Þessi einlægi áhugi á fólki og velferð þess, viska, tónelska, manngæska, glaðlegt viðmót og dásamleg faðmlög. Fjölmargar samverustundir höfum við rifjað upp að und- anförnu og skipar Víkurbakkinn stærstan sess þeirra staða sem sá eftirminnilegasti. Það var svo auðvelt að finnast maður vel- kominn og spennandi fyrir krakka að skottast upp og niður „allar þessar“ hæðir í leikjum og þörf fyrir hreyfingu á meðan fullorðna fólkið fékk sér kaffi og spjallaði. Einnig voru þau hjón dugleg að heimsækja okkur Helgu í Njarðvík og í Borgar- fjörðinn og var þá gjarnan hleg- ið mikið og þjóðmálin rædd. Við munum sakna kærs mágs og fjölskylduvinar en minningin falleg og skær mun lifa í hjört- um okkar um ókomin ár. Elsku Erla, Jónína, Kristín, Snorri, Eyrún og fjölskyldur. Megið þið finna styrk á erfiðum tímum. Þórður Bergmann Þórðarson og börn. Í dag verður jarðsunginn ömmubróðir minn Valur Páll Þórðarson. Svo lengi sem ég man eftir mér hef ég litið upp til hans á allan mögulegan hátt. Valur frændi var hávaxinn mað- ur og sem strákur fannst mér hann nánast risi að vexti. Með háreysti sinni og smitandi háum hlátri virkaði hann enn stærri en hann í raun var. Handtak hans var einnig svo þétt að mér fannst ég hverfa inn í lófa hans þegar við heilsuð- umst. Því kom mér mjög á óvart þegar ég fékk hjá honum lánuð kjólföt fyrir rúmum 12 árum síð- an og í ljós kom að hans föt smellpössuðu einnig á mig. En auk þess að líta upp til hans í bókstaflegum skilningi gerði ég það einnig í eiginlegum skilningi þessa orðatiltækis. Þessi stóri maður var nefni- lega einnig einstaklega ljúfur og hreinlega geislaði af góð- mennsku. Þessi jákvæða útgeisl- un hans gerði það að verkum að ég gekk ávallt ánægðari og glað- ari í burt eftir samveru með honum, hvort sem það var á fjöl- skyldutengdum viðburðum eða eftir spjall okkar tveggja á KR leikjum. Þegar ég mætti á leiki í Frostaskjóli var það vani minn að horfa yfir stúkuna rétt fyrir hálfleik til þess að geta hitt á þennan góðlega, hjartahlýja frænda minn í hálfleik, þó ekki væri nema til að kasta á hann kveðju. Ég kveð hann Val með mikl- um söknuði. Valur Páll var mér mikil fyrirmynd og ég verð æv- inlega þakklátur fyrir að hafa fengið að þekkja þennan ein- staka, einlæga og hjartahlýja risa. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Eiríkur Atli Briem. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR ÓSKARSSON, prófessor og rafmagnsverkfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 22. ágúst. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 4. september kl. 13. . Óskar Sæmundsson, Arnheiður E. Sigurðardóttir, Stefán Sæmundsson, Örn Sæmundsson, Valery Belinda Sæmundsson, Steinunn Sæmundsdóttir, Hans Óskar Isebarn, Ása Hrönn Sæmundsd., Guðmundur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Mýrargötu 18, fyrrum bóndi frá Túngarði, lést á sjúkrahúsinu á Neskaupstað 22. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Esther Kristjánsdóttir, Jón Guðmundsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir Valgeir K. Guðmundsson, Elísabet G. Birgisdóttir, Friðjón Guðmundsson, Kristín H. Sveinbjörnsdóttir, Kristín Ákadóttir, María K. Guðmundsdóttir, Guðni H. Guðmundsson, Inda B. Gunnarsdóttir, Kristinn H. Jónsson, Hafdís Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLL MAGNÚSSON vélfræðingur, lést sunnudaginn 30. ágúst. . Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Magni Þór Pálsson, Elísabet Arna Helgadóttir, Ingvi Már Pálsson, Sigríður Kristín Birnudóttir, og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ADELINE DAGMAR ANDERSEN, andaðist á Vífilsstöðum 12. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Katrín Valgeirsdóttir, Bragi Valgeirsson, Ana Maria Castro, Ágúst Valgeirsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, áður Sjávargrund 15A, Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold 31. ágúst. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 9. sept. kl. 15. . Emil G. Einarsson, Halla Þórisdóttir, Ólöf H. Óladóttir, Ásgeir Mikkaelsson, Halldór Ragnar, Heiðar Atli, Katrín Klara, Gerður Dóra, Auður, Ásgeir Óli. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KRISTJÁN V. KRISTJÁNSSON, fv. rafveitustjóri á Eskifirði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð laugardaginn 29. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 5. september kl. 14. . Þórður Kr. Kristjánsson, Ásta Guðmundsdóttir, Sigríður K. Sigurgeirsdóttir, Páll E. Kristjánsson, Guðný K. Böðvarsdóttir, Þórunn G. Kristjánsdóttir, Gunnar Jónsson, Kristján Kristjánsson, Ingibjörg R. Ívarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.