Morgunblaðið - 02.09.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 02.09.2015, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Það er komið að því. Þú ert loksins á leið til ömmu. Þetta hefur verið löng bið að komast til hennar, en eins erf- itt og það er að sjá þig fara héðan þá ég er glaður að þú fékkst þá ósk loksins uppfyllta. Það hefur verið sönn ánægja að fá að fylgja þér í gegnum lífið og hafa þig mér við hlið, elsku afi minn. Ég væri ekki sá maður sem ég er í dag án þín. Þú ert mín stærsta fyrir- mynd í einu og öllu og hefur verið leiðarvísir minn í gegnum lífið. Þú ert og hefur alltaf verið minn besti vinur, allt frá því að þú lagðir Manchester United fánann við hlið mér þegar ég fæddist. Við höfum átt margar góðar stundir saman, bæði fyrir framan sjón- varpið að horfa á okkar lið og í eldhúsinu að horfa á bestu kóte- lettur í heiminum verða til. Enn þann dag í dag eru kótelettur „a la“ afi sá besti matur sem ég fæ. Það kemst ekkert nálægt því. Það er gríðarlega erfitt að kveðja þig, afi minn, en ég veit að þú ert kominn á betri stað þar sem amma tekur þér opnum örm- um. Ég elska þig og mun alltaf hafa þig í hjarta um alla ævi, Þitt barnabarn, Þorsteinn Andri Haraldsson. Elsku besti Sæli afi. Það er skrítið þetta líf. Það er svo stutt milli gráts og hláturs. Maður hefur ekki þerrað tárin frá síðasta fráfalli þegar það næsta skellur á. Mikið var gott að eiga afa eins og þig. Sælkeri í húð og hár. Alltaf áttuð þið amma Ársæll Þorsteinsson ✝ Ársæll Þor-steinsson fædd- ist 3. júlí 1933. Hann lést 18. ágúst 2015. Útför Ársæls fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 31. ágúst 2015. kandís í krukku fyrir litla sælgætis- grísi, tópaspakka og marga kassa af ís. Þið pössuðuð upp á ykkar fólk, allir vel nærðir. Afaísinn sló alltaf jafnmikið í gegn, enda heimsins besti ís. Það var gott að koma til ykkar og fá sér kringlu og kakómalt og glápa á sjónvarpið eða spila Olsen Olsen. Afakóte- lettur og appelsín, afaís og ávextir út á, með útsýni yfir haf- ið, rétt eins og maður væri á fimm stjörnu lúxusveitingarstað. Ég á svo margar yndislegar minningar af þér. Talaðir alltaf svo fallega til allra, stoltur af öllu þínu fólki. Þú varst með stórt hjarta og alltaf tilbúinn til þess að knúsa mann og kyssa þegar eitthvað bjátaði á. Hafðir áhyggjur af manni ef heilsan var ekki 100% og gast svo sannar- lega bent manni á það hvert maður skyldi leita, enda vina- margur og þekktir nánast alla. Mesti snyrtipinni sem fyrir- fannst, alltaf með tandurhreina bíla og nóg til af öllu mögulegu. Alltaf stutt í hlátur í kringum þig, enda mikill stríðnispúki. Það var svo gaman að sjá þig horfa á fótbolta, þú hafðir svo ótrúlega gaman af honum. Manchester- maður og Frammari í húð og hár, alltaf flottur í Framgallan- um. Mikið var ég montin af þér. Þú varst glæsilegur kokkur og áttir Árbæjarkjör, aðal-versl- unina í bænum. Mig dreymdi alltaf um að fá að vinna þar, þér við hlið. Allar stundirnar þegar ég sat uppi í rúmi hjá ykkur ömmu að horfa á Tomma og Jenna og hámaði í mig alla tópaspakka sem ég fann. Öll þau skipti sem þið amma fóruð til útlanda og komuð heim að drukkna í gjöfum fyrir barnabörnin ykkar. Allar menningarnæturnar á Skúló að horfa á flugeldasýninguna og drekka heitt kakó, Hábærinn, sumarbústaðarferðir, áramót og margt fleira. Það verður ekki eins án þín. Mín besta minning er þegar ég kom eitt skiptið til þín að gista ár- ið 2010. Við sátum að spjalla í marga klukkutíma enda áttuðum við okkur ekkert á tímanum. Þú sagðir mér margar skemmtilegar sögur af öllu milli himins og jarð- ar. Hvernig var að alast upp á þínum tíma, Árbæjarkjör, Há- bærinn og svo margt fleira. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að ferðast með þér og fjölskyldunni minni austur árið 2009. Gistum m.a. í sumarbústað á Egilsstöð- um með útsýni yfir Lagarfljótið, komum við á Akureyri og Norð- firði. Maður er aldrei undirbúinn þegar kallið kemur. Skrítið að vera ekki heima og geta fengið að vera með fólkinu mínu á þessari stundu en við Ragna Björg vor- um heppnar að hafa hvor aðra þegar við fengum fréttirnar. Það er gott að hugsa til þess að þú sért nú loksins með ömmu, mikið sem þú saknaðir hennar. Það verður erfitt að komast yfir sorgina, elsku fallegi afi minn, en við reynum það í sameiningu. Ég veit að þér líður betur núna, um- vafinn öllum fallegu englunum sem við eigum. Þau taka vel á móti þér. Við kveðjumst að sinni. Þín afastelpa og sælgætis- félagi, Inga Björk. Elsku besti afi minn. Mikið var sárt að kveðja þig þriðjudagsmorguninn 18. ágúst síðastliðinn. Það hefur verið virkilega erfitt að horfa upp á þig í þínum veikindum og erfiður tími fyrir þig en þú alltaf svo dugleg- ur. Ég veit að þú ert hvíldinni feginn og ert kominn á þann stað sem þig hefur dreymt um lengi, í fangið á ömmu. Þú varst í einu orði sagt ein- stakur, alltaf svo glaður og góður. Yndislegur afi sem vildir allt fyrir mann gera. Elskaðir að fá okkur í heimsókn og þá var alltaf eitt- hvað töfrað fram á silfurfati eins og þér einum var lagið. Krakkarnir fengu ís hjá afa Sæla og horfðu með á boltann. Ég á eftir að sakna þín mikið og það var skrítið að vera á Skúlagötunni og fletta í gegnum gamlar myndir og rifja upp allar þær minningar sem við fjölskyld- an eigum með þér án þess að heyra rödd þína óma um alla íbúðina. Afi þú varst og verður alltaf uppáhalds minn og það kremur í mér hjartað að þú sért dáinn, en allar góðu minningarnar okkar saman ylja mér um hjartað. Takk, elsku afi fyrir allt og allt. Þú ert ljós í myrkri minnar sálar, minningarnar ylja á sorgarstund. Er þræddi’ eg ljósi byrgðar brautir hálar, birti upp þín hlýja og góða lund. Þú gafst mér von í veður lífsins dróma vinur, sem að aldrei gleymist mér, með nálægð þinni hvunndag léstu ljóma og lífið varð mér sælla nærri þér. Þú verður hér í draumi dags og nætur ef dreyra þakinn hugur kvelur mig, er sorgir á mig herja’ og hjartað grætur huggunin er minningin um þig. Vertu sæll, ég kveð með harm í hjarta, þú hefir lagt af stað þín síðstu spor. Til himnaföður liggur leið þín bjarta, liðnar þrautir, aftur komið vor. (Rúna) Þín Melissa. Nú kveðjum við afa Ársæl og geymum minninguna um skemmtilegan, gjafmildan og góðan afa sem alltaf tók vel á móti okkur með bros á vör. „Langar ykkur í ís?“ sagði hann um leið og við komum inn úr dyr- unum á Skúló og jafnvel stuttu seinna „langar ykkur í annan“? Frábæri afinn okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Afastrákarnir Breki Elí og Eiður Áki. Mig langar að minnast Ársæls mágs míns í örfáum orðum. Ég kynntist honum þegar við Guðný systir hans tókum saman fyrir um 36 árum síðan. Ársæll var sann- kallaður heimsmaður, glaðvær, félagslyndur og gjafmildur með eindæmum. Árið 1980 í septem- ber réð hann mig til vinnu í versl- unina Árbæjarkjör sem hann átti og rak. Ég kunni ekkert á vinnu- umhverfi í verslun þegar ég kom þar inn, blautur á bakvið eyrun í þeim efnum. Ársæll sýndi hversu megnugur hann var þegar hann tók mig í kennslustund í kjöt- vinnslunni hjá sér og kenndi mér allt um vinnslu og umgengi við matvæli, enda fagmaður að verki, og bý ég enn að þeirri reynslu. Ófáum veislunum varð ég vitni að sem hann útbjó ásamt fjölskyldu sinni, fermingarveislur og afmæl- isveislur voru annálaðar fyrir smekkvísi og hreint listaverk. Ár- sæll var gleðimaður mikil og hafði gaman af að segja sögur þegar hann starfaði sem kokkur og bryti hjá Eimskipum. Þar lærðu menn að bjarga sér um aukatekjur því laun voru ekkert of góð á þeim tíma. Ég þakka Ársæli fyrir sam- starfið og allar gleðistundirnar sem ég átti með honum og fjöl- skyldu hans. Það var sárt að fylgj- ast með baráttu hans við veikindi sem hrjáðu hann síðustu árin. Við Guðný systir hans heimsóttum hann á sjúkrahúsið nær daglega í meira en ár og sáum því hversu mikla orku og lífsvilja hann hafði til að ná bata, en að lokum varð hann að gefa eftir, það var hans vilji að lokum að hverfa til feðra sinna. Við hjónin vottum dætrum og barnabörnum hans guðs bless- unar í sorg þeirra. Farðu í guðs friði og hafðu þökk fyrir allt. Þorleifur. Elsku, kæri, besti frændi minn, ég sakna þín mikið. Þú hefur verið mér sem stóri bróðir alla tíð, þú varst einstakt ljúfmeni, kæri frændi, og mikill meistari í þínu fagi. Þú sagðir aldrei styggð- aryrði. enda kominn af úrvalsfólki eins og Austfirðingar eru. Vel lið- inn af öllum. Saknaðarkveðjur. Þín frænka, Dagný Jónsdóttir. Kæri afi Sæli, okkur langar til að kveðja þig með þessu kvæði. Senn fer vorið á vængjum yfir flóann, vaknar allt af vetrarblund um völl og hlíð. Blómin spretta úr jörð og litla lóan ljóðar glatt og leikur dátt sín lögin blíð. Um hin kyrru ljúfu kvöld er hvíslað létt í skóg hin ástarljúfu orð er angar döggin á grein. Senn fer vorið á vængjum yfir flóann, Vaknar allt af vetrarblund um völl og hlíð. (Jón Sigurðsson) Þetta kvæði minnir mig á þig og ég veit ekki alveg hvers vegna. Við kynntumst ykkur Rögnu þegar við eignuðumst Melissu fyrir tengdadóttur. En um leið og við kynntumst henni fylgduð þið með í kaupbæti, bæði þú og Ragna amma sem kvaddi allt of snemma. Það sem hún Melissa elskaði ykkur mikið. Það var svo ljúft að heyra hana segja frá og allskonar litlir hlutir urðu svo merkilegir af því að þið voruð með í för. Ef allir eldri borgarar ættu svona elsku væri gott að lifa. Þið kennduð henni margt. Einnig veit ég að Raggi Bjarna var vinur ykkar og kvæðið er lagið hans, finnst mér. Held reyndar að margir Íslend- ingar eigi þetta sem uppáhalds- lag. Þér fylgdi mikil gleði og létt- leiki, það skynjar maður þegar þessi hressa og glaða fjölskylda hittist. En nú ert þú farinn á vængjum yfir flóann og hittir von- andi ástina þína þar. Kæra fjölskylda, blessuð sé minning hans. Takk fyrir viðkynninguna. Fjölskyldan í Heiðarlundi, Hlín og Ketill. ✝ GunnhildurFrímann fædd- ist á Akureyri 31. maí 1950. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 12. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar eru Guðmundur Frímann, f. 29. júlí 1903 í Hvammi í Langadal, d. 24. ágúst 1989 á Ak- ureyri, og Ragna Sigurlín Jón- asdóttir, f. 15. desember 1911 á Hjalteyri við Eyjafjörð, d. 27. mars 1983. Systur Gunnhildar eru Valgerður Frímann, f. 9. desember 1935, d. 2. janúar dætur þeirra eru Amelía Mist og Katrín Helga, Sindri Þór, f. 2. júní 1980 og Helga Guðrún, f. 15. desember 1982, sambýlis- maður hennar er Hjalti Ásgeirs- son og sonur þeirra er Viktor Helgi. Gunnhildur sleit barns- skónum í Hamarstíg 14 á Ak- ureyri, gekk í barnaskóla Ak- ureyrar, gagnfræðiskóla Akureyrar og svo Menntaskóla Akureyrar. Eftir stúdentspróf hélt hún til Reykjavíkur þar sem hún starfaði í Útvegsbankanum í nokkur ár. Í Reykjavík kynnist hún Sverri og fljótlega eftir þau byrja að búa flytja þau aftur norður til Akureyrar og setjast þar að. Gunnhildur starfaði lengst af við barnagæslu og verslunarstörf en síðustu árin var hún frá vinnu vegna heilsu- brests í kjölfar bílslyss. Útför Gunnhildar fór fram í kyrrþey þann 19. ágúst. 2005, og Hrefna Frímann, f. 15. maí 1954. Maður Gunn- hildar er Sverrir Gunnlaugsson, f. 23. mars 1951. For- eldrar Sverris eru Gunnlaugur Helgi Guðmundsson, f. 4. ágúst 1921, d. 28. janúar 1990, og Helga Guðrún Guð- varðardóttir, f. 7. febrúar 1925, d. 18. október 2013. Börn Gunnhildar og Sverris eru Guðmundur Frímann, f. 4. apríl 1976, kvæntur Önnu Sig- urbjörgu Sigurbjörnsdóttir, Elsku mamma. Það er svo tómlegt án þín. Sorgin og söknuðurinn er mikill og erfitt að trúa því að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar hversdagslíf og svo margt sem við áttum enn eftir að upplifa saman. Mamma okkar var einstök kona. Hægt væri að lýsa henni í mörgum orðum. Hún var góð, fé- lagslynd, forvitin og fróðleiksfús. Alltaf var hægt að biðja hana um greiða og leita til hennar um ýmis mál og lá hún þá aldrei á skoðunum eða ráðleggingum til handa okkur. Áhugamálin hennar voru mörg og fjölbreytt og átti hún alltaf sameiginleg áhugamál með okk- ur systkinunum, til dæmis ljós- myndun, tónlist og kvikmyndir, sögu og menningu svo fátt eitt sé nefnt, það lýsir henni vel að hún fylgdi ávallt nýjustu straumum og stefnum í tónlist og kvikmynd- um. Við vorum alltaf velkomin til mömmu og pabba í Aðalstrætið, hvort heldur sem var í heimsókn eða þegar okkur vantaði sama- stað í lengri eða skemmri tíma. Alltaf tók hún líka sérstaklega vel á móti barnabörnunum sínum þremur sem henni þótti ofur vænt um. Væntumþykjan skein í gegn í öllu sem hún sagði og gerði er viðkom þeim, en ömmubörn- unum þótti mjög gaman að koma í þann ævintýraheim sem Aðal- strætið var, fullt af leikföngum, föndurdóti og öðrum áhugaverð- um hlutum. Fréttin af veikindunum var okkur öllum áfall en mamma tókst á við þau af æðruleysi, bjartsýni og styrk sem aldrei brast. Það er erfitt að kveðja en við eigum margar góðar minningar til þess að ylja okkur við á þessari stundu. Hve ljúfsár og máttug ein minning er, sem mig hefur tengt við hin liðnu ár. Er langvegu til mín bjarmann ber af bernskunnar sólarvegi, þá ómar í hug mínum angursár, hinn orðlausi, hljóði tregi. Ég man þig bezt, þegar vorið var að völdum setzt, með sitt ljóð og sinn draum, og engið þitt græna blómskrúð bar og bjarmann af sóleyjarljósum er bakkinn við árinnar blakka straum var bleikur af eyrarrósum …. Þitt ríki var hér og þín dægradvöl, við dalinn eina var jarðvist þín tengd. Á langferli áttir þú aldrei völ, en aðeins að þrá og dreyma. Nú gagnar þér lítil grafarlengd í garðinum þínum heima. Á efsta degi mun ástúð þín hið eina, sem brotlegum skýlir mér. Þú sekt mína greiðir, mamma mín, af mildi, sem aldrei svíkur, og biður fyrir mér, fagnar mér, er flóttanum mikla lýkur. (Guðmundur Frímann) Hvíldu í friði, við munum ávallt minnast þín og sakna. Guðmundur Frímann, Sindri Þór og Helga Guðrún. Elsku Gunnhildur okkar. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um hofin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir og ömmu- stelpur, Anna S. Sigurbjörnsdóttir. Elsku Gunnhildur mín. Það var mér sannur heiður að fá að kynn- ast þér og að fá að vera partur af þinni fjölskyldu. Þú tókst mér opnum örmum sem tengdasyni og þakka ég þér kærlega fyrir það. Ég á margar góðar minningar um þig, þó ekki voru árin mjög mörg sem við þekktumst og minn- ist ég þín í hvert sinn sem ég faðma litla strákinn minn, barna- barnið þitt, sem var þér svo kær. Minningarnar um hversu góð þú varst við okkur feðgana, hversu gaman var að sögunum þínum og hversu gott var að geta treyst á þig þegar þörf var á, verma mér um hjartarætur. Þó það sé sárt að hugsa til þess að við munum ekki hittast aftur þá hugga ég mér við það að við mun- um ávallt eiga part af þér í hjarta okkar og í syni okkar. Ég er fullviss um að þú sért nú á góðum stað að rifja upp gamlar stundir með þínum nánustu sem biðu þín handan þokunnar miklu. Takk fyrir allt Gunnhildur mín og Guð verði með þér. Hjalti Ásgeirsson. Elsku amma, við eigum svo margar minningar saman, sem munu ávallt lifa í hjarta mínu. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Hér er lítið ljóð sem ég samdi fyrir þig. Þeir sem eiga mömmu eiga líka ömmu. Ég elska þig svo heitt, ömmu mína með faðmlagið breitt. Ég vil knúsa þig og kyssa og vil þig ei missa hana eskulegu ömmu dunnidu. (Amelía Mist) Blessuð sé minning þín, Þín, Amelía Mist Guðmundsdóttir. Gunnhildur Frímann Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.