Morgunblaðið - 02.09.2015, Page 34

Morgunblaðið - 02.09.2015, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 AF BÓKUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Skáldsagan To Kill a Mocking-bird eftir Harper Lee telst tilhelstu verka bandarískra rit- höfunda á 20. öldinni. Söguhetja bókarinnar, Atticus Finch, fær það verkefni að verja svartan mann, sem gefið er að sök að hafa nauðg- að hvítri konu. Atticus er hinn ær- legi, réttsýni maður, sem stendur í lappirnar gegn múgsefjun og kyn- þáttafordómum á tímum aðskiln- aðar í Suðurríkjunum á fjórða ára- tug 20. aldarinnar og býður dómskerfi þar sem svartir geta litl- ar vonir gert sér um réttlæti byrg- inn. Sagan er sögð með áhrifarík- um hætti frá sjónarhóli ungrar dóttur hans, Jean Louise, sem köll- uð er Scout. Hún er upptekin af veröld bernskunnar, en heimur hinna fullorðnu brýst í gegn, meðal annars vegna þess hvernig sam- félagið umhverfist út af baráttu föður hennar, sem fylgir samvisku sinni þótt það geti kostað útskúfun. Þýdd á yfir 40 tungumál Í hugum margra stendur per- sóna Atticusar Finch, sem leikarinn Gregory Peck gerði eftirminnileg skil á hvíta tjaldinu, upp úr í bók- inni To Kill a Mockingbird sem málsvari umbyrðarlyndis og rétt- sýni, en nú hefur henni verið hrint af stalli sínum. To Kill a Mockingbird kom út árið 1960. Bókin hafði mikil áhrif og hlaut Harper Lee Pulitzer-verð- launin fyrir söguna. Hún hefur nú selst í yfir 30 milljónum eintaka og verið þýdd á rúmlega 40 tungumál, þó ekki íslensku. Hún var eina bók höfundar þar til bókin Go Set a Watchman kom út nú í sumar. Tit- illinn er úr Biblíunni, bók Jesaja, þar sem fjallað er um fall Bab- ylóníu: „Farðu og kallaðu til varð- mann og láttu hann skýra frá því sem hann sér.“ Velta má fyrir sér hvort hlutverk varðmannsins er að vera siðferðislegur áttaviti eða greina frá því þegar oki lastanna er aflétt. Titillinn átti upprunalega að vera heiti To Kill a Mockingbird. Í Go Set a Watchman er Scout flutt til New York og snýr aftur til hins uppdiktaða heimabæjar síns, May- comb í Alabama, með blendnar til- finningar. Hún elskar bæinn sinn, en finnst hann um leið þrúgandi og forpokaður. Þar býr faðir hennar, orðinn aldraður og þjakaður af gikt. Einnig bíður hennar æskuvin- ur og vonbiðill, sem starfar með föður hennar. Þar er heimurinn, ekki í New York. Hinn upplýsti rasisti Handritið að Go Set a Watchm- an hafði legið í skúffu í hálfa öld, ekki að ástæðulausu. Mikið hefur verið gert úr væntanlegri útkomu bókarinnar. Hún kom út 14. júlí og viku síðar hafði hún selst í 1,1 millj- ón eintaka. Go Set a Watchman er und- arlegur samsetningur. Stílfimi Lee fær að njóta sín á köflum, en þess á milli dettur bókin niður í lýsingar, sem litlum tilgangi þjóna. Í ljós kemur að Atticus er rasisti – upp- lýstur rasisti – og eiga margir aðdáendur hans erfitt með að sætta sig við að hetjan sé orðin skúrkur. Scout finnur á borði hans bækling- inn „Svarta plágan“ og njósnar síð- an um föður sinn á borgarafundi þar sem hvítir íbúar bæjarins koma saman og rasisti hefur orðið. Þar er einnig vonbiðillinn. Atticus heldur því síðan fram við dóttur sína að blökkumenn í Suðurríkjunum séu ekki tilbúnir til að fá full borgaraleg réttindi. Arf- ur fortíðarinnar, þrælahalds og að- skilnaðar svartra og hvítra, er hon- um í blóð borinn. Hann er í orði kveðnu málsvari stjórnarskrár- innar, en svartir eiga ekki að færa sig upp á skaftið og ágeng rétt- indabarátta þeirra er honum þyrnir í augum. Atticus hrynur í áliti dóttur sinnar og sömuleiðis maðurinn, sem vill kvænast henni. Frændi Scout reynir að sann- færa hana um að hún megi ekki dæma föður sinn. Hann heldur fyr- irlestur um rétt ríkja Bandaríkjanna gegn alríkinu. Afstaða föður hennar snúist um afskipti alríkisins af mál- efnum ríkisins, íhlutun stjórnvalda í Washington í málefni heima í héraði. Skáldsagan leysist upp og verður að fyrirlestri. Umdeild útgáfa Útgáfa Go Set a Watchman hef- ur verið umdeild. Lee hafði sagt að hún myndi hvorki skrifa né gefa út aðra skáldsögu. Lögmaður Lee, Tonja B. Carter, hefur yfirumsjón með öllum málum höfundarins og hefur starfað fyrir hana í þrjá ára- tugi. Hún fékk hins vegar aukin völd þegar systir Harper Lee, Alice, lést í fyrra, 103 ára að aldri. Hefur verið látið að því liggja að Alice hefði aldr- ei tekið útgáfu í mál og Carter hafi sætt lagi eftir fráfall hennar. Í fjölmiðlum hafa sumir gengið svo langt að segja að Carter hafi knúið Harper Lee, sem er 89 ára gömul, til að fallast á útgáfuna. Carter sé mjög stjórnsöm og stýri aðgangi að höfundinum harðri hendi. Aðrir nákomnir Harper Lee segja að hún sé fullkomlega með á nótunum og hafi hvorki verið þvinguð til eins né neins. Carter sagðist hafa rekist á handritið af Go Set a Watchman þegar hún var að fara í gegnum bankahólf Lee í ágúst. Reyndar hefur því einnig verið haldið fram að matsmaður frá uppboðshald- aranum Sotheby’s hafi fundið handritið 2011, en Carter hafnar því. Hún lýsti því einnig í Wall Street Journal að hún hefði fundið upprunalega handritið að To Kill a Mockingbird í bankahólfinu í júlí ásamt blaðsíðum, sem gætu verið úr þriðju skáldsögu Harper. Bókin hefur verið kynnt sem framhald af To Kill a Mockingbird, en í raun er þó um að ræða fyrsta handritið að bókinni vinsælu. For- lagið J.B. Lippincott keypti útgáfu- réttinn 1957 og næstu tvö árin end- ur- og umskrifaði Harper Lee verkið nokkrum sinnum undir rit- stjórn Tay Hohoff. Komið hefur fram að Hohoff hafi þótt mest til þeirra kafla í handritinu koma þar sem Scout minntist bernsku sinnar og urðu þeir að grunni bókarinnar. Ekki var nóg með að sagan breytt- ist í grundvallaratriðum, heldur breyttust líka persónur og þá sér- staklega Atticus. Sú spurning vaknar hvort það hefði átt að gefa út Go Set a Watchman. Bókin stendur engan veginn án To Kill a Mockingbird og verður aðeins forvitnileg í sam- hengi við hana. Útgáfa Go Set a Watchman er því miður ekki þau bókmenntalegu stórtíðindi, sem út- gefandinn vill vera láta, og veldur óhjákvæmilega vonbrigðum, þótt bókin geti verið fróðleg fyrir fræði- menn og rannsakendur. Púpan stendur fiðrildinu langt að baki. Hetju steypt af stalli » Í ljós kemur aðAtticus er rasisti – upplýstur rasisti – og eiga margir aðdáendur hans erfitt með að sætta sig við að hetjan sé orð- in skúrkur. Eftirminnilegur Gregory Peck lék Atticus Finch í To Kill a Mockingbird. Persónan er byggð á föður höfundar bókarinnar, Harper Lee. Lee fannst mikið til frammistöðu Peck koma og gaf honum úr föður síns. Atgangur Biðraðir voru í bókabúðum þegar Go Set a Watchman kom út 14. júlí, 55 árum eftir útgáfu To Kill a Mockingbird. Höfundurinn Það kom á óvart þeg- ar tilkynnt var að nýrrar bókar væri að vænta eftir Harper Lee. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.