Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 3
3 Skólavarðan 5. tbl. 2010 Ísland í stórkostlegri aðstöðu til að gera tilraunir með lýðræðið Fyrir tuttugu árum, eða kannski er lengra síðan, kom hingað til lands virtur erlendur fræðimaður á sviði þjóðfélagsvísinda. Inntak þess sem hann hafði að segja var þetta: Ísland er í stórkostlegri aðstöðu til að gera tilraunir með lýðræðið. Það er eina landið í heim- inum í þessari aðstöðu. Það er fámennt, landfræðilega einangrað og strjálbýlt en engu að síður með allar þær stoðir og stofnanir sem þróað lýðræði þarf að hafa. Hér er hægt að ná til allrar þjóðarinnar á einu bretti. Þetta eigið þið að nýta ykkur. Þið Íslendingar getið verið í fremstu röð í heiminum sem öflug lýðræðisþjóð – ef þið bara viljið. Það sem fræðimaðurinn sagði stendur enn að mestu leyti þótt ekki sé jafnauðvelt að ná til allrar þjóðarinnar nú og þá var. Það hefur heldur ekki breyst að valdaaðilar sjá sér ekki mikinn hag í því að auka lýðræðið, svona yfirleitt. Til þess að halda völdum má ekki hleypa að of mikilli gagnrýni. Þegnar sem mótmæla ekki mann- réttindabrotum, skipta sér ekki af valdníðslu og nenna ekki að kjósa eru gjarnan vinsælir hjá ráðandi öflum því þeir rugga ekki bátnum. Til að lýðræðið virki verða kennarar að þroska þegnskaparvitund nemenda Kennarar hafa gríðarleg tækifæri á hverjum degi til þess að virkja nem- endur til gagnrýnnar skoðunar á umhverfi sínu. Algjörlega burtséð frá því hvaða flokk maður aðhyllist og hvort maður er meira til hægri eða vinstri er hægt að hafa áhrif til góðs í þessu efni. Kennarar eru góð fyrirmynd með því að andmæla og berjast gegn misrétti, með því að vera áhugasamir um þjóðmál og dægurmál og með því að ræða hin ýmsu mál við nemendur sína og hvetja þá til að gera slíkt hið sama. „Lýðræði virkar ekki með „sjálfstýringu“ en sem betur fer vitum við hvað þarf að gera,“ segir í greininni Teaching democracy: What schools need to do eftir Joseph Kahne og Joel Westheimer. „Það sem okkur vantar er nægileg skuldbinding menntunar við lýðræðið. Til þess að lýðræði virki verða kennarar að skuldbinda sig til að þroska þegnskaparvitund nemenda, færni þeirra og tengsl við umhverfið og menntayfirvöld að styðja við þetta starf kennaranna.“ Hið harða hjarta Akademísk menntun sem slík er ekki nóg til að búa til virka og rétt- sýna samfélagsþegna. Á öðrum stað í greininni er vitnað í einn þekkt- asta málsvara friðar á jörð sem um getur: „Þegar Gandhi var spurður hvað hryggði hann mest í lífinu svaraði hann: Hið harða hjarta þeirra sem eru mest menntaðir.“ Akademískt nám tryggir ekki mannlega sam- kennd og verndar ekki lýðræðið. Ef okkur er raunverulega annt um að mennta lýðræðislega sinnaða nemendur þá verðum við að útvíkka og auðga bæði það sem við setjum í forgang í menntun og kennslu okkar.“ Vannýtt og misskilin auðlind Listir eru vannýtt auðlind í þágu þess að mennta börn og ungmenni til virkrar þátttöku í lýðræði. Finnski prófessorinn og heilarannsókna- frömuðurinn Matti Bergström sagði eitt sinn eftirfarandi: „Fólk ætti ekki að telja sér trú um að börn þurfi fyrst að læra að reikna og lesa og svo sé hægt að nota þann tíma sem er afgangs til að dúlla sér aðeins í sköpun. Þetta virkar einmitt öfugt. Því meira skapandi sem þú færð tækifæri til að vera, þeim mun auðveldara verður að læra allt hitt.“ Til þess að læra verðum við að hafa áhuga, líða vel og hafa nægan skilning til að takast á við viðfangsefnið. Það er gömul saga og ný að tónlistarmenntun ýti undir gáfur og ekki síst stærðfræðigáfuna. Færri vita að rannsóknir benda líka til að hún ýti verulega undir vellíðan. Til dæmis hefur komið í ljós að ef þú þjáist af vægu eða miðlungs þunglyndi og hlustar á Bach þá eru miklu meiri líkur á lækningu en með samtalsmeðferð. Og listmenntun ýtir líka undir gagnrýni og áhuga á umhverfinu eins og fram kom á ráðstefnu í Essen sem vitnað er til annars staðar í blaðinu. Kristín Elfa Guðnadóttir Leiðari Það kostar vinnu að byggja upp lýðræði Spjörunum úr Svanhildur María Ólafsdóttir Sagan Nokkur brot úr sögu SÍ 1960-2010 Málefni Menntað gegn nauðgunum Málefni Velferð í vinnunni Málefni Handleiðsla á fullt erindi við kennara Málefni Handleiðsla, „wellness“ og vellíðan Jólin Kærleikur og fjölskylda Samræða Eiríkur og Katrín um siðareglur Skólastarf Standi til að henda nemendum út er okkur að mæta Skólastarf Skóli á tímamótum Skólastarf Bloggum! Fræðin Innra mat í leikskólum Fólkið Frásögn kennara af einelti Fólkið Ofbeldi nemenda í garð kennara Menntapólitík Menntum ekki börnin okkar frá möguleikunum Fræðin Klæðskerasaumuð símenntun Námsgögn Vegurinn heim Skólastarf „Ég finn til í hjartanu“ Smiðshöggið Verk sem hlaut viðurkenningu 3 4 6 8 11 12 14 16 18 20 22 24 26 28 29 32 34 38 40 50 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor. Ljósmyndir: Jón Svavarsson (js), nema annars sé getið. Forsíðumynd: Í borgarafundaröð Heimilis og skóla, „Gegn einelti“, var meðal annars flutt leikverkið „Þú ert það sem þú gerir á netinu“ eftir Rannveigu Þorkelsdóttur og leikhópinn Elítuna. Í verkinu er fjallað um einelti og afleiðingar þess á táknrænan hátt. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold. Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Kristín Elfa Guðnadóttir LEIÐARI Það kostar vinnu að byggja upp lýðræði Virkt lýðræði verður ekki til á einni nóttu. Það kostar vinnu og stór hluti hennar fer fram í skólum. Stutt á bls. 44, Slaka á á bls. 46, 48

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.