Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 27
27
Skólavarðan 5. tbl. 2010fRæÐIn
á hvort þessi markmið hafi náðst, endurskoða leiðir að þeim eða
jafnvel breyta markmiðunum sjálfum. Þau lúta að mjög breytilegum
þáttum í leikskólastarfinu, allt fá almennum verkferlum til framfara
einstaklingsins í daglegu starfi leikskólans. Endurgerð markmiða
byggist að einhverju leyti á gagnaöflun en þó mest á niðurstöðum úr
umræðum starfsfólks. Hér má finna tengingu við markmiðsmiðað
mat þar sem markmið starfseminnar eru sett fram og mælt á grund-
velli fyrirliggjandi gagna hvort þau hafi náðst.
Hvað segja nemendur og foreldrar?
Þátttakendamiðað mat miðar að því að þeir sem nota þjónustuna
taki þátt í að móta hana. Í leikskólastarfi er leitast við að láta raddir
barnanna heyrast en það er framkvæmt á mismunandi hátt. Í sumum
þátttökuskólunum komu elstu börnin að gerð skólanámskrár, þau
höfðu áhrif á gerð matseðils skólans, á hvaða leikefni ætti að vera í
boði eða hvaða verkefni þau veldu sér að vinna með. Hér er verið að
gefa börnum tækifæri til að hafa atkvæðisrétt um þá þjónustu sem
þeim er veitt og koma með tillögur eða óskir um það sem þau telja
mikilvægt. Rannsóknin leiddi í ljós að foreldrar hafa ekki verið virkir
í mati innan leikskólanna en þó eru dæmi um að þeir taki þátt í að
meta ákveðna þætti.
Samhliða mat og þróun
Eins og fram hefur komið er oftast verið að leggja mat á verkferla,
vinnuaðferðir og þætti er snúa að umhverfi og líðan barna. Unnið er
út frá ákveðnum viðmiðum sem starfsfólk hefur komið sér saman um.
Þegar verið er að meta líðan barna eða hvernig mismunandi leikefni
hefur áhrif á virkni þeirra eru niðurstöður tiltekinna gagna lagðar til
grundvallar breytingum sem eru gerðar. Gögnum er safnað samhliða
því að unnið er að ákveðnum viðmiðum og niðurstöður nýttar til
umbóta á starfsemi. Þessa starfsaðferð má tengja leiðsagnarmati þar
sem gert er ráð fyrir að unnið sé að mati og þróun þess samhliða.
Matsstaðlar auka á áreiðanleika
Þær matsnálganir sem nefndar eru hér að framan gagnast allar (ásamt
fleirum) við að meta leikskólastarf en það vantar aukna þekkingu á
notkun þeirra til að þær skili árangri sem kemur fram í starfi og starfs-
umhverfi. Viðmælendur notuðu ekki tilteknar matsnálganir markvisst
enda voru þær ekki lagðar til grundvallar við matið. Hver leikskóli mat
skólastarfið samkvæmt eigin skilgreiningu á því hvað það skuli fela í sér.
Til að mat hafi þýðingu fyrir skólastarf og leiði til umbóta þarf að
tryggja áreiðanleika þess. Þar eiga matsstaðlar að koma matsfólki til
hjálpar. Hjá viðmælendum kom fram að þau gögn (skráningar á starf-
inu) sem matið er byggt á eru gjarnan huglæg, ekki skráð markvisst og
því ekki nógu trúverðug til að byggja niðurstöður á. Óljóst er hvaða
aðferðir eigi að nota við matið og hvernig skuli setja fram umbætur til
að þær skili árangri. Samkvæmt þessu er ljóst að auka þarf nákvæmni
við gagnaöflun, skoða hvort gögnin eru um það sem raunverulega er
verið að mæla og skýra tilganginn með matinu. Upplýsingum er safnað
á mismunandi hátt en oftast er um að ræða eigindleg gögn sem eru ýmist
útbúin í leikskólunum eða þar til gerðir matslistar.
Áríðandi að leikskólar þrói matsgögn
Hjá viðmælendum kom fram að þeim finnst matsverkfærin oft of
flókin og ekki miðuð við starfsumhverfi leikskólans. Niðurstöður
rannsóknar minnar gefa vísbendingar um að gagnaöflun þurfi að
vera markvissari og kerfisbundnari og framsetning á niðurstöðum
skýrari og aðgengilegri til hægt sé að byggja skólaþróun og framfarir
á þeim. Gerð viðmiða virðist vera veikur hlekkur, sérstaklega þar
sem þau byggjast á sameiginlegu gildismati og skilningi starfsmanna
sem er mótaður gegnum samræður. Það getur reynst erfitt að gera
grein fyrir því hvort tilteknum viðmiðum hafi verið náð. Áríðandi er
að leikskólar móti og þrói matsgögn sín, það eykur líkur á að upp-
lýsingar fáist um það sem raunverulega gerist. Við gagnaöflun þarf
að gæta þess að matsgögn falli að starfinu og verði hluti af daglegri
starfsemi leikskólanna. Frekari þróun á mati á leikskólastarfi þarf að
byggja á þeim leiðum sem þegar eru farnar og tengja þær aðferðum
matsfræðinnar.
Í rannsókninni var farið af stað með það veganesti að varpa ljósi á
framkvæmd innra mats í leikskólum eins og nú er staðið að því og
skoða það í ljósi matsfræðinnar. Fram hafa komið ákveðnar vísbend-
ingar um að styrkja þurfi starfshætti leikskólanna við mat á skóla-
starfinu til að markmið þeirra laga sem starfað er eftir nái fram að
ganga. Mat á leikskólastarfi hefur mikla þýðingu og því fylgir ábyrgð
að leysa það af hendi, það þarf að vera unnið af þekkingu en aðeins
þannig stuðlar það að auknum gæðum í skólastarfinu.
Í niðurstöðum kom fram að
öryggi, ánægja og vellíðan barna
var það sem allir ofantaldir aðilar
töldu að gæfi bestar upplýsingar
um starfið.
Gagnaöflun þarf að vera mark-
vissari og kerfisbundnari og fram-
setning á niðurstöðum skýrari og
aðgengilegri til hægt sé að byggja
skólaþróun og framfarir á þeim.