Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 14
14
Skólavarðan 5. tbl. 2010
Um „wellness“ og vellíðan
Útlendingar eru búnir að uppgötva hið frábæra
ástand wellness sem við Íslendingar höfum
náttúrlega alltaf verið í og eigum orð yfi r,
þ.e. vellíðan. Vellíðan er mikið til umræðu
um þessar mundir - og að verðleikum -
vinnuumhverfi snefnd okkar kennara kallaði
fundi sína í nóvember sl. Vellíðan í vinnunni.
Ef okkur líður ekki vel þá líður allt annað fyrir
það, svo sem vinnan okkar. Í smáritinu Take a
chance on wellness frá kennarasamtökum í Texas
(ATPE) er sagt frá spennandi átaksverkefni til að
auka vellíðan kennara með heilsubót. Grunnskóli
í Austin hefur til að mynda samið við fyrirtæki í
borginni um að setja saman líkamsræktarnámskeið
og fræðslu fyrir starfsmenn skólans sem boðið
er upp á þrjá daga í viku eftir vinnu. Fyrirtækið
heitir A+teacher fi tness og sérhæfi r sig í að setja
upp þjálfunardagskrár fyrir vinnustaðahópa í
skólum. Og árangurinn lætur ekki á sér standa,
í fyrsta lagi miklu færri fjarvistir og í öðru lagi
öruggari og heilsusamlegri vinnustaður því þjálfunin
Sálfélagsleg áhrif vinnuumhverfi s
Talið er að 25-30 prósent vinnandi fólks í Evrópu hafi veruleg
óþægindi af vinnutengdum geð- og streitueinkennum ár hvert.
Sálfélagslegar aðstæður á vinnustað geta leitt til fjarvista þótt
ekki sé um sjúkdóm að ræða. Meiri líkur eru á því að ein-
staklingur með almennan slappleika velji að vera heima ef
mikil streita og andlegt álag er á vinnustað.
Úr glærum Margrétar Gunnarsdóttur á KÍ fundunum
Velferð í vinnunni í nóvember sl.
Handleiðsla
gerir starfsfólk betur vakandi fyrir
því sem er ekki eins og það á að vera
í umhverfi nu. Í San Antonio ákváðu
skólayfi rvöld að bjóða kennurum
upp á aðild að líkamsræktarstöð og
rífl ega helmingur þeirra nýtir sér
tilboðið. Hluti af því felst í að fá
gefi ns púlsmæla og fylgjast með
framförum sínum gegnum sk. Virgin
HealthMiles átak sem virkar þannig
að fólk fær verðlaun fyrir góðan
árangur. Á vegum skólaskrifstofu í
fylkinu er einnig haldið úti bloggi
með heilsufarsupplýsingum, hollum
uppskriftum og fl eira efni.
Lesa meira:
www.aplusteacherfi tness.com
www.atpe.org
www.schoolempwell.org
A+ Teacher Fitness tra
iners
Andrea Lindzey and Ce
ne Hale
lead an after-school w
orkout
session for faculty mem
bers
at Austin ISD’s Mills Ele
mentary.
WELLNESS
Take a chance on
Story by Kate Johanns
· Photos by Erica Frilou
x
Educators across
Texas focus on l
eading healthy l
ifestyles
Á undanförnum árum hefur umræða innan KÍ um vinnuum-
hverfi smál aukist jafn og þétt. Fram hefur komið að mikilvægt
sé að huga betur að sálfélagslegu vinnuumhverfi , til dæmis sam-
skiptum á vinnustað, meðferð starfsmannamála og þáttum eins
og starfsánægju, heilsu og líðan á vinnustað.
Handleiðsla hefur jafnan verið talin til þeirra úrlausna sem þurfi að
vera í boði fyrir bæði kennara og stjórnendur. Að þeir eigi þess kost að
fá starfstengda handleiðslu inni á vinnustaðnum til að geta betur tekist
á við viðfangsefni sín.
Kennarasambandið er með til skoðunar að styðja það að kennarar
og stjórnendur fái handleiðslu og ákveðið hefur verið að kanna áhuga
vinnuveitenda félagsmanna KÍ á samstarfi um slíkt verkefni. Er það
von vinnuumhverfi snefndar sambandsins (VUN) að af þessu verði
og að umræða um handleiðslu verði félagsmönnum til hvatningar og
upp-lýsingar um þá möguleika sem felast í faghandleiðslu. Hún getur
til dæmis leitt til þess að starfsfólk nýtir betur hæfni sína í starfi , sam-
skipti og líðan á vinnustað batna og samkennd og/eða samábyrgð eykst.
Félagsmenn athugið: Hægt er að sækja um styrk
vegna einstaklingshandleiðslu úr Sjúkrasjóði KÍ.
máLEfnI