Skólavarðan - 01.11.2010, Side 41

Skólavarðan - 01.11.2010, Side 41
41 Skólavarðan 5. tbl. 2010skóLAstARf í stefnu skólans og fullorðnir ættu að vera fyrirmyndir um samskipti innan kennslustofu og hvetja og styrkja allt skólasamfélagið til þess að halda í heiðri slík samskiptaviðmið. Þegar kemur að nemendum er mikilvægt að kenna þeim sjálfsvitund, sjálfsstjórn, félagsvitund, samskiptafærni og ábyrga ákvarðanatöku. Þessir lykilþættir félags- og tilfinningatengdrar færni skapa grunn að hæfni nemenda til þess að takast á við einelti. Þeir tengjast og skarast á ýmsa vegu. Að þekkja og hafa stjórn á tilfinningum til að geta brugðist við ágreiningi á rólegan og yfirvegaðan hátt krefst sjálfsvitundar og sjálfsstjórnar. Að sýna þolgæði og umburðarlyndi, kunna að meta það sem er ólíkt og eiga samskipti við jafnaldra sem einkennast af samhygð krefst félagsfærni. Samskiptafærni felur meðal annars í sér að geta stofnað til og viðhaldið vináttu og öðrum samböndum eða tengslum. Það sama á við um getu til þess að standast félagslegan þrýsting um að hvetja til eða taka beinan þátt í einelti og að snúast til varnar fyrir þolendur eineltis. Að nota lífsleikni í baráttu gegn einelti Aðferðir sem ná til skólans í heild: Mat Nauðsynlegt er að meta stöðu innan hvers skóla til að reyna að fá heildarmynd af líðan nemenda, tíðni og eðli eineltis. Sjá t.d. Skóla- brag www.nams.is/pdf/saman_spurn.pdf (könnun úr bókinni Saman í sátt – leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum). Fleiri matstæki eru til. Að vera vakandi fyrir vandanum Allir fullorðnir sem vinna með börnum þurfa að hafa hlotið einhvers konar þjálfun í að bregðast við eineltistilfellum. Starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar þurfa að vita hvað felst í einelti og þekkja ólíkar birtingarmyndir þess. Hér má benda á ofannefnda bók, Saman í sátt. Reglur og tilkynningaferli Rannsóknir hafa sýnt að þegar náðst hefur sameiginlegur skilningur meðal starfsfólks innan skóla á því hvernig beri að skilgreina einelti og vinna gegn því geti tíðni eineltis lækkað umtalsvert. Til að stuðla að skólaanda þar sem einelti er ekki liðið er nauðsynlegt að setja reglur þar að lútandi. Þær þurfa að vera skýrar og skriflegar. Dæmi um slíkar reglur: Við leggjum ekki aðra í einelti. Við reynum að hjálpa þeim sem eru lagðir í einelti. Við bjóðum þeim sem eru skildir útundan að vera með. Við látum vita heima eða í skólanum þegar við vitum að einhver er lagður í einelti. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í skólum skipulegt ferli sem felur í sér að nemendur geti gert viðvart um einelti nafnlaust. Skólareglur Í skólareglum er oftast að finna atriði sem snúa að aga og hegðun. Þar ætti að koma skýrt fram að einelti sé ekki liðið og jafnvel hverjar afleiðingar gætu orðið fyrir gerendur. Forðast ætti harðneskjulegar refsingar sem geta haft þveröfug áhrif. Viðurlög ættu frekar að vera í formi viðtala sem hjálpa geranda að gera sér grein fyrir því sem hann hefur gert rangt og þeim skaða sem hann hefur valdið þolanda sem og hvernig hann getur látið af andfélagslegri hegðun sinni. Finna má leiðbeiningar um viðtalstækni í þessum anda í bókinni Saman í sátt. Eftirlit fullorðinna Allir staðir sem rannsóknir hafa sýnt að líklegir séu til að einelti þrífist, svo sem skólalóðir, og búningsklefar, ættu ávallt að vera undir vökulu eftirliti fullorðinna starfsmanna. Til að ná viðunandi árangri í baráttu gegn einelti verður virðing að vera lykilþáttur í skólamenningunni. Fullorðnir ættu að vera fyrirmyndir um samskipti innan kennslustofu og hvetja og styrkja allt skólasamfélagið til þess að halda í heiðri slík samskiptaviðmið. Glíman við einelti í skólum byggist á heildstæðri nálgun á vandanum.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.