Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 26
26
Skólavarðan 5. tbl. 2010fRæÐIn
Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 í 17.gr. kemur fram að markmið
mats er að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun
til foreldra, fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla og viðtökuskóla.
Tryggja skal að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, auki
gæði námsins og stuðli að umbótum. Undanfarin tvö ár hef ég unnið
að rannsóknum á framkvæmd innra mats í sex leikskólum í Reykjavík.
Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig matið er fram-
kvæmt og skoða það með tilliti til matsnálgana og matsstaðla.
Áhugasamir í úrtaki
Þátttakendur í rannsókninni voru fimm leikskólastjórar, tólf deildar-
stjórar og fimm foreldrar. Úrtakið var markvisst en ég valdi þátttöku-
skólana í framhaldi af viðtölum við leikskólastjóra þar sem fram kom
áhugi á að taka þátt í rannsókn á mati á skólastarfi. Niðurstöður rann-
sóknarinnar leiddu í ljós samhljóm meðal skólastjórnenda um hvernig
gagna við matið væri aflað, hvað væri metið og hvernig niðurstöður
væru nýttar. Gagnaöflun var oftast unnin gegnum listana Barnið í
brennidepli og ECERS -kvarðann, umræður starfsmanna um starfið
og skráningu á leik barna. Oftast var metið dagskipulag leikskólanna
í heild, dagskipulag deilda, líðan nemenda og framfarir þeirra. Niður-
stöður matsins voru nýttar til að setja fram ný markmið og breyta
leiðum að markmiðum.
Öryggi, ánægja og vellíðan
Í rannsókninni skoðaði ég einnig sýn foreldra og skólastjórnenda á
hvaða þættir gæfu bestar upplýsingar um starfið, hvaða þætti bæri helst
að meta og hver væri þýðing mats fyrir skólastarfið. Í niðurstöðum kom
fram að öryggi, ánægja og vellíðan barna var það sem allir ofantaldir
aðilar töldu að gæfi bestar upplýsingar um starfið. Dagskipulag, virkni
og framfarir nemenda eru þættir sem þeir vilja helst láta meta. Allir
þessir aðilar telja mat á skólastarfi hafa grundvallarþýðingu fyrir það
og þróun þess.
Auka þarf fræðslu um mat og matsaðferðir
Þegar spurt var um þekkingu skólastjórnenda á mati sögðu þeir að það
vefðist fyrir þeim, þeir væru óöruggir um hvort væri verið að vinna
það rétt. Styrkja þyrfti fræðilegan bakgrunn, þekkingu á matsaðferðum
og framsetningu umbóta. Leiðsögn eða fræðsla um mat væri brýn.
Matsfræðin byggir á mati sem er formlegt og kerfisbundið. Markmiðið
er að rannsaka skipulega hvaða verðleikar eða gildi séu til staðar í til-
tekinni þjónustu. Matskenningar og nálganir eru settar fram í þeim til-
gangi að hjálpa matsfólki til að sjá hvernig best sé að veita þjónustu. Í
rannsókn minni komu fram tengingar við tilteknar matsnálganir.
Mat til að kanna hvort markmið hafi náðst
Í skólanámskrá leikskóla eru sett fram skilgreind markmið sem lögð
eru til grundvallar í starfsemi hans. Almennt er verið að leggja mat
Texti: Halldóra Pétursdóttir
Höfundur er leikskólastjóri og matsfræðingur.
Mynd: js
Innra mat í leikskólum
Innra mat er fastur liður í skólastarfi en hvernig gengur það? Halldóra Pétursdóttir leik-
skólastjóri og matsfræðingur hefur rannsakað framkvæmd innra mats í leikskólum um
tveggja ára skeið og í ljós kemur meðal annars að kennarar og annað starfsfólk er oft og
tíðum óöruggt andspænis þessu verkefni. Gefum Halldóru orðið.