Skólavarðan - 01.11.2010, Page 31

Skólavarðan - 01.11.2010, Page 31
31 Skólavarðan 5. tbl. 2010máLEfnI Erna Guðmundsdóttir lögmaður Kennarasam- bands Íslands segir dæmi um að ofbeldi af hendi nemenda í garð kennara hafi gengið svo langt að þau mál hafi komið inn á borð til sín. „Það eru dæmi um það á öllum stigum, leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastigi,“ segir hún. „Það þarf að stíga ákaflega varlega til jarðar þegar svona mál koma upp og þau geta verið mjög mismunandi. Þarna getur verið um að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi. Það hafa því miður líka komið upp dæmi um þvinganir eða hótanir frá foreldrum við kennara þar sem þeir gera jafnvel allt til að eyðileggja starfsheiður kennarans, sem getur lagt líf hans í rúst.“ Erna segir að þótt fá mál hafi komið inn á borð til hennar þá hafi þau verið nógu mörg til að henni þótti ástæða til að leggja til við KÍ að fjallað yrði sérstaklega um þess konar mál innan sambandsins. Þá kom í ljós að vinnuum- hverfisnefnd KÍ var einmitt á sama tíma að fjalla um þessi mál á sínum vettvangi. Niðurstaða þeirrar vinnu var meðal annars að setja ramma um það ferli sem ofbeldismál ættu að fara í, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Vinnuumhverfisnefndin fjallaði einnig um málið í bréfi sem sent var skólastjórnendum og trúnaðarmönnum KÍ í vor en þar voru leiðbein- ingar um viðbrögð vegna eineltis í garð kennara og ofbeldis nemenda gagnvart kennurum. Í bréfinu segir svo um ofbeldismálin: „Hvað varðar ofbeldi nemenda gagnvart kennara er mikilvægt að skýrt sé í skólareglum hvaða viðurlög gilda við mis- munandi agabrotum og að unnið sé að úrlausn mála í samstarfi við viðeigandi aðila. Þeir eru bæði innan skólans, svo sem stjórnendur, kennarar, nemendur og aðrir sérfræðingar, og utan hans, til dæmis foreldrar/forráðamenn, fræðsluyfirvöld og, eftir atvikum, barnavernd eða lögregla. Öll með- ferð slíkra mála skal skráð. Sem fyrr er hægt að leita aðstoðar og ráðgjafar hjá KÍ.“                            Ferli ofbeldismála af hendi nemanda í garð kennara Viðbrögð við ofbeldi nemanda í garð kennara

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.