Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 30
30 Skólavarðan 5. tbl. 2010 Ég held að yfirleitt sé ekki við skóla- stjórnendur að sakast þegar svona mál koma upp. Það er sífellt hert að þeim í niðurskurði og þeim er sagt að spara svo og svo mikla peninga. Ég get bara sagt eitt við aðra kennara sem lenda í svona aðstæðum og það er að þeir mega alls ekki láta ástandið vara svona lengi og ganga svona langt eins og gerðist hjá mér. maður ekki sinnt sjálfum sér eða öðrum þegar heim kemur. Það var búið að sjúga úr mér alla orku, algjörlega þurrausa mig. Ég hafði auðvitað lent í ýmsu í kennslunni eins og gengur gerist, maður bítur bara á jaxlinn, en í þessari aðstöðu hafði ég aldrei lent áður.“ Niðurskurður eykur álagið Kennarinn segist hafa átt mjög góð samskipti við foreldra viðkom- andi nemanda sem hafi sýnt fullan skilning á aðstæðum. „Sem betur fer voru það regluleg og góð samskipti en þau gátu í sjálfu sér lítið gert. Það skiptir gífurlega miklu máli að samstarf við foreldra sé gott. Öll börn eiga rétt á að vera í sínum heimaskóla en mér finnst að í sumum tilfellum sé það börnunum fyrir bestu að þau fái sérúrræði við sitt hæfi. Þegar svona dæmi koma upp, eins og mitt, bitna aðstæður á viðkomandi nemanda og öllum öðrum í bekknum. Svo lenda auðvitað aðrir starfsmenn skólans í þessu því það þurfa fleiri að umgangast nemandann en umsjónarkennarinn. Þetta mál leystist eftir að ég fór í veikindaleyfi og nemandinn fékk viðhlítandi stuðning en það er hart að þurfa að missa heilsuna áður en nemandi fær þá aðstoð sem hann þarf. Ég held að yfirleitt sé ekki við skólastjórnendur að sakast þegar svona mál koma upp. Það er sífellt hert að þeim í niðurskurði og þeim er sagt að spara svo og svo mikla peninga. Skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla mæta stöðugt auknu álagi. Það er orðið mjög mikið núna, nemendum hefur fjölgað í bekkjum og þetta er komið yfir þau mörk sem í raun ættu að vera. Það er sama hvort við tölum um kenn- ara eða annað starfsfólk grunnskóla. Allir eru undir gífurlegu álagi.“ Viðvörun til þeirra sem lenda í þessum aðstæðum Í þá mánuði sem umræddur nemandi naut ekki stuðnings gekk hann mjög nærri kennaranum þó að dagamunur væri á athöfnum hans. „Ég get bara sagt eitt við aðra kennara sem lenda í svona aðstæðum og það er að þeir mega alls ekki láta ástandið vara svona lengi og ganga svona langt eins og gerðist hjá mér. Það er alvarlegt að missa heilsuna á besta aldri. Ég tel mig nú hafa náð aftur heilsu enda fór ég að ráðum læknisins og tók því rólega um hríð. Ég tók líka þá ákvörðun að láta ekki svona lagað yfir mig ganga framar.“ Kennarinn segist þó ekki hafa íhugað alvarlega að hætta kennslu þótt það hafi komið upp í hugann. „Ég vil helst ekkert annað gera þótt það sé ljóst að enginn stundar kennslu launanna vegna. Ég var með smávegis kvíðahnút í maganum þegar ég hóf kennslu aftur en ég hef fengið góðan stuðning eftir þetta. Ég hef aldrei verið mikið frá vinnu áður, hef oft verið með erfiða nem- endur og tekist að leysa þau mál en þetta varð mér algjör ofraun.“ fóLkIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.