Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 9
9 Skólavarðan 5. tbl. 2010máLEfnI að sætta sig við eitthvað sem þú vilt raunverulega ekki eða telja að þú verðir að sætta þig við það. Í grunnskóla byrjar líka kynfræðslan og kynvitund vaknar. Mín skoðun er að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt að fræðslan byrji snemma og að það sem lýst var hér að ofan sé fært yfir í hana. Nám- skrá þarf að vera samræmd og að mínu mati þarf að vera kynfræðsla í einhverju formi á hverju ári frá tilteknum aldri. Ég tek undir það að börn þurfa að vera komin með ákveðinn þroska til þess að geta meðtekið það sem fyrir þau er lagt í þessum efnum. Stutt innlegg frá hinum og þessum fagaðilum hefur komið vel út en slíkar heimsóknir ættu líka að vera samræmdar á milli skóla. Þá hefur réttilega verið bent á að kynjafræði eigi erindi inn í skólana þar sem lögð er áhersla á hugtök eins og kynfrelsi. Þetta er nokkuð sem á ekki síst erindi við pilta og slík fræðsla má ekki vera of seint á ferðinni. Á tilteknum aldri eru börnin tilbúin til þess að meðtaka fræðslu með alvarlegri undirtóni. Sú vinna sem lýst er hér að framan ætti að skila sér þegar farið er að ræða hluti eins gagnkvæman vilja, nauðganir og afleiðingar þeirra og í hverju aðstöðumunur geti falist, svo sem þegar aldursmunur er á aðilum. Vissulega þarf að vanda alla umræðu um nauðganir enda er hún vandmeðfarin. Skiptar skoðanir eru um það við hvaða aldur eigi að miða, ekki síst hjá foreldrum. Tel ég því að samfara allri fræðslu innan skóla þurfi einnig að fræða foreldra því ábyrgð þeirra er mikil og nauðsynlegt að þeir átti sig á mikilvægi fræðslunnar fyrir börn sín. 2. Opinská umræða er nauðsynleg í þessu sambandi þar sem lögð er áhersla á neikvæðar hliðar þöggunar. Skólar þurfa að leggja áherslu á það hvernig og hvert eigi að leita eftir aðstoð innan veggja skólans og utan. Allir ferlar þurfa að vera skýrir og ganga hratt fyrir sig. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að þolanda kann að finnast óþægilegt að leita eftir aðstoð hjá ráðgjöfum eða kennurum í skólanum því að honum finnst það of áberandi. Umtal er nefnilega oft það sem börnum og ungmennum finnst erfiðast að höndla. Þolendur leita því ósjaldan til vina sinna og taka af þeim loforð um trúnað. Það þarf því líka að leggja áherslu á hvert vinirnir geta leitað því það er þung byrði að bera frásögn vinar af nauðgun, þó ekki sé nema að leita ráða um hvernig best sé að aflétta trúnaðinum. Það má því velta því fyrir sér hvort koma mætti á einhvers konar „neyðarlínu“ skólans. Fræða þarf ungmenni um hvað geti talist mikilvæg sönnunargögn í nauðgunarmálum og hvernig eigi að varðveita þau. Í þessum málum eru sönnunargögn oft af skornum skammti og lítil atriði geta skipt miklu máli. Hins vegar er líka mikilvægt að þau geri sér grein fyrir því að þó svo að sönnunargögnum sé ekki til að dreifa þýðir það ekki að þeim verði ekki trúað. Það sé ávallt nauðsynlegt að leita sér hjálpar. Stutt innlegg frá hinum og þessum fagaðilum getur komið vel út en slíkar heimsóknir ættu líka að vera samræmdar á milli skóla. Gæta þarf sérstaklega að því að fræðsla sé ekki einhliða enda er alltaf mikilvægt að skoða mál frá fleiri en einni hlið, til að mynda þarf að útrýma viðhorfum svo sem þeim að lögregla og ákæruvald trúi ekki brotaþolum þegar eitthvað telst ósannað. Þórdís Elva: 1. Í leikskólum er undirstöðuatriði að börnum sé kennd virðing fyrir eigin líkama. Brýna þarf fyrir þeim að segja fullorðnum aðila sem þau treysta frá því ef einhver ráðskast með líkama þeirra eða snertir hann á óviðeigandi hátt. Því miður er þessi trúnaðaraðili og brotamaðurinn í sumum tilfellum ein og sama manneskjan. Þá skiptir máli að barnið viti að það geti leitað út fyrir fjölskylduna, t.d. til kennara. Sifjaspell hefur um langt skeið verið þaggað niður innan fjölskyldna sem bendir til þess að stundum sé ein- ungis hægt að rjúfa vítahringinn af utanaðkomandi aðila. Í grunnskólum má bæta við að kenna börnum að leita til félagasam- Úr Jónsbók „En þótt kona geti varið sig fyrir góðkvensku sakir, svo að hann komi eigi vilja sínum fram, þá ber með engu móti, að hann hafi eigi refsingu fyrir eftir dómi, ef sannprófast, að hann hafði fullan vilja til þess, og haldi þó lífinu.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.