Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 28
28
Skólavarðan 5. tbl. 2010
Greinarhöfundur var kennari komin yfir
miðjan aldur eftir þriggja ára nám við Kenn-
araháskóla Íslands. Mitt sérfag féll vel að því
að ég var hafði menntað mig til og unnið við
fyrir og til að byrja með kenndi ég í Reykja-
vík en ól þá von í brjósti að fá slíka kennara-
stöðu í heimabæ mínum. Einnig hafði ég hug
á að prófa bekkjarkennslu. Því varð úr að ég
sótti um kennslu yngri barna í heimabænum
og fékk starfið. Alvanir kennarar komu að
kennslu barnanna með mér og voru mér
mikill styrkur þar sem ég var óvanur bekkjar-
kennslu. Skólaliði aðstoðaði í bekknum með
nemanda og honum var bent á að hann mætti
ekki að aðstoða mig inni í bekknum utan þess
að sinna barninu. Skólaliðinn sagði mér að
hann hefði fljótlega gert sér grein fyrir því
að ég væri þarna í óþökk tiltekins stjórnanda
og bætti við. „Við vorum svo óheppnir að fá
erfiðustu einstaklingana í árgangnum.“
Skemmst er frá því að segja að þegar ég
kem ánægður heim eftir fyrsta kennsludag-
inn þá hringir síminn og það er hvæst á mig
orðunum. „Þau vita ekki hvað þau eiga að
gera.“ Þetta var stjórnandi við skólann sem
hvorki heilsaði mér né kvaddi en vísaði til
kennaranna sem kæmu með mér að kennsl-
unni. Mér varð um þetta og hringdi strax í
annan kennarann sem ætlaði að fylla upp í
kennsluna hjá mér. Hún sagði að ég skyldi
vera alveg rólegur, fyrsta vikan færi í að
kynnast börnunum og kynna fyrir þeim námið
og fleira. Engu að síður var aftur hringt innan
viku og hvæst í símann. Alla næstu daga
fylltist ég óhug þegar síminn hringdi. Þetta var
ekki björguleg byrjun í nýju starfi en það var
bót í máli að ég átti kost á leiðsögn. Í þessum
skóla voru tveir bekkir í árganginum, alvanur
kennari var með hinn bekkinn og sagðist
myndu styðja mig. Sá stuðningur var í orði
en ekki á borði. Í ljós kom að stjórnandinn og
umræddur kennari unnu að því að bola mér
úr starfinu og því ekki skrýtið að liðveislan
hafi engin verið. Eftirleikurinn var allur á
sömu nótum. Stjórnandinn og kennarinn áttu
fundi með öðrum stjórnanda þar sem kennsla
mín var til umfjöllunar án þess að ég fengi að
bera hönd fyrir höfuð mér. Kastaði fyrst tólf-
unum þegar sá síðasttaldi mætir á föstudegi,
kemur þar sem ég er í miðri kennslustund
og segir: „Þetta getur ekki gengið lengur.“
Þessi stjórnandi hafði aldrei átt orð við mig
áður. Ég hafði ekki fengið nein boð um að
óskað væri eftir fundi og þegar ruðst var inn
í kennslustund hjá mér með þessum hætti þá
varð ekki um neinn fund að ræða í það sinnið
af minni hálfu. Framkoma fyrri stjórnandans
og kennarans við mig í aðdraganda þessum
Við getum gengið að því vísu að lífið er aldrei alveg áfallalaust
en eitt af því versta sem ég hef lent í var að verða fyrir einelti í
kennslu. Ekki af hálfu nemenda heldur af stjórnanda og sam-
kennara. Eineltið stóð ekki lengi yfir en það sama verður ekki
sagt um afleiðingarnar.
Frásögn kennara af einelti
hafði leitt til þess að ég hafði þá þegar haft
samband við starfsmann Kennarasamband-
sins. Á mánudegi mætti ég ásamt starfsmanni
KÍ til fundar við seinni stjórnandann og yfir-
mann fræðslumála. Fundurinn var hinsvegar
sýndarmennskan ein því málið var greinilega
frágengið. Við heimkomuna af fundinum
fann ég uppsagnarbréfið á forstofugólfinu, því
hafði verið stungið inn um bréfalúguna meðan
ég átti fund með skólaforkólfunum. Ég var
atvinnulaus í upphafi skólaárs, án þess að hafa
áunnið mér uppsagnarfrest, og það sem verra
var, niðurbrotinn eftir þessa útreið. Eðlileg
vinnubrögð stjórnendanna sem hér um ræðir,
meðal annars samkvæmt gildandi lögum, voru
að engu höfð, allt frá eðlilegum siðferðisvið-
miðum um mannleg samskipti til brottvikn-
ingar án formlegra áminninga. Vinnubrögðin
sem hér er lýst voru viðhöfð af fólki í kennara-
stétt. Fólki sem talar mikið um nauðsyn þess
að fyrirbyggja einelti á meðal barna.
fóLkIÐ