Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 24
24
Skólavarðan 5. tbl. 2010
Bloggum!
skóLAstARf
Blogg, tölvupóstur, vefsíður og önnur tölvusamskipti gera nemendum
kleift að hafa meiri stjórn á innihaldi námsins og hvetja þannig til
sjálfsnáms (Littlemore and Oakey 2004: 110). Upplýsingatækni hefur
óendanlega möguleika í menntun en stíga þarf varlega til jarðar því
ekki er allt við hæfi sem á borð er borið. Enskukennarar verða að vera
meðvitaðir um að upplýsingatækni snýst ekki bara um tölvur og hug-
búnað. Þvert á móti, nýmiðlar bjóða upp á nýja möguleika til að tengja
fólk, hugmyndir, upplýsingar og myndir og laða þannig fram áður
óþekktar leiðir til að læra. Mér finnst stórkostlegt að viðhorf skuli vera
að breytast og æ fleiri kennarar taki upplýsingatæknina í sína þágu. Það
sem var ómögulegt fyrir nokkrum árum er nú að verða að veruleika.
Undanfarið ár hef ég tekið þátt í mörgum málstofum um upplýsinga-
tækni og hlustað á fjölda fyrirlestra. Fésbókin, Twitter og spjallrásir,
svo að einungis fátt eitt sé nefnt, hafa hafið innrás í skólastofurnar
okkar og haft áhrif á starfið sem þar fer fram, langt umfram það sem
við höfum áður kynnst. Á stórum verkfæralager upplýsingatækninnar
er okkur kennurum oftast bent á bloggið sem kennslutæki, mest áhersla
lögð á það og okkur gefin mýmörg hagnýt dæmi um hvernig er hægt
að nota það. Vissulega þurfum við að læra um það sem hagnýtt er - en
ég sakna upplýsinga af hugmyndafræðilegum toga eins og hverju við
ætlum að ná fram með bloggi, hvers vegna við kjósum að nota það,
hvað nemendur græði á að blogga og svo framvegis. Þess vegna fór ég
að leita svara við þessum spurningum.
Ef við ætlum að vinna með Z-kynslóðinni (einnig kölluð net-kynslóðin
,innsk. keg) verðum við að kunna á blogg og aðra upplýsingatækni.
Á IATEFL ráðstefnu fyrr á þessu ári var því haldið fram að líklega
væru nemendur okkar það sem kallað er „tech-comfy“ en hins vegar
ekki „tech-savvy“. Þetta skiptir þó sáralitlu máli þegar kemur að því
að blogga í enskustofunni vegna þess að flestir nemendur geta það án
þess að fá sundurliðaða leiðsögn. Til þess að blogg komi að gagni í
tungumálanámi þarf það einfaldlega að vera eitthvað sem nemendur
okkar eru spenntir fyrir en ekki endilega eitthvað sem þeir skilja til
hlítar.
Samkvæmt Graham (2010) verður blogg sífellt vinsælla sem náms-
gagn í tungumálanámi. Hann telur upp margar ástæður fyrir, og leiðir
til, að nota blogg:
1. Viðbót við lestrarþjálfun nemenda. Nemandi les blogg kennara,
samnemenda og einnig athugasemdir víðs vegar að úr heiminum
um þau blogg sem eru búin til í skólastofunni.
2. Námsdagbækur á neti sem eru opnar samnemendum.
Gagnsemi slíkra skráninga er rannsökuð í þaula og margstaðfest
en yfirleitt er um að ræða einkasamræðu kennara og nemanda.
Með því að nota bloggið til þessara hluta fjölgar áhorfendum og
samræða eykst.
3. Leiðbeiningar til nemanda um bjargir á neti sem henta honum
út frá getustigi. Á netinu er allt yfirfullt af auðlindum sem eru
misjafnlega gagnlegar fyrir nemendur. Vandinn felst í að finna réttu
heimildirnar og vísa nemendum á þær. Kennarablogg getur verið
slík gátt fyrir nemendur.
4. Aukin samkennd í bekknum. Sameiginlegt nemendablogg
getur aukið tilfinningu einstakra nemenda fyrir samfélagi, að þeir
séu hluti af hópi. Þetta á sérstaklega við ef nemendur skiptast
á upplýsingum um sjálfa sig og áhugamál sín og bregðast við
skrifum hinna.
5. Hvetur feimna nemendur til þátttöku. Niðurstöður rannsókna
staðfesta að nemendur sem taka lítið eða ekki til máls í skóla-
stofunni geta fengið röddina þegar þeir fá tækifæri til að tjá sig
með því að blogga.
6. Örvar umræðu utan skólastofunnar. Blogg getur reynst ágætur
samræðuvettvangur fyrir og eftir kennslustund. Það sem nemendur
blogga um á þeim tíma verður líka oft tilefni til samræðu í næstu
kennslustund.
Texti: Anže Perne
Þýðing: keg
Mynd: Frá höfundi
Enskukennarinn Anže Perne skrifar fyrir Skólavörðuna frá
heimalandi sínu Slóveníu um málefni sem honum er hugleikið,
notkun bloggs í skólastarfi. Anže leggur áherslu á tungumála-
nám en margt í umfjöllun hans er áhugavert fyrir alla kennara.