Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 35
35 Skólavarðan 5.tbl. 2010 kennsla, heimabyggðarkennsla, safnkennsla, heimanám, námsefnis- gerð, aga- og bekkjarstjórnun, að koma betur til móts við ákveðna hópa nemenda (t.d. drengi, bráðgera nemendur, getulitla nemendur) og samfella milli skólastiga. Þá höfðu margir áhuga á bæta við sig í upplýsingatækni, svo sem með því að læra gerð námsvefja og fá þjálfun í notkun raftöflu (Smartboard), en nokkrar slíkar eru til í skólanum. Margir kennarar töluðu um áhuga á heimsóknum í aðra skóla þar sem kennarar hefðu verið að fást við eftirtektarverð verk- efni og læra af reynslu þeirra. Mjög fjölbreytt verkefni Í skólabyrjun haustið 2009 var þráðurinn tekinn upp að nýju. Þá full- mótuðu kennarar hugmyndir sínar og gerðu stjórnendum stutta grein fyrir hvað þeir hygðust fást við á skólaárinu. Alls urðu verkefnin tutt- ugu. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir svo mörgum verkefnum en í stað þess að kennarar ynnu almennt í hópum kusu nokkrir að vinna einir eða tveir og tveir saman. Þrátt fyrir að það kallaði á aðeins meira utanumhald og væri heldur þyngra í vöfum sáu stjórnendur ekki ástæðu til annars en að kennarar réðu þessu sjálfir. Annað hefði ekki verið í anda þeirrar hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar. Verkefnin sem farið var af stað með þetta haust voru fjölbreytt. Kennarar ræddu saman og skipulögðu hugmyndavinnu frá grunni auk þess sem þeir kynntu sér ýmislegt sem skrifað hafði verið um svipuð viðfangsefni og fóru í skólaheimsóknir eða á námskeið. Afraksturinn varð eftirfarandi: 1. „Moodle“-námsvefur: Þróun námsumhverfis í „Moodle“ með það að markmiði að vinna að nýsköpun í skólastarfi og auka fjölbreytni í kennsluháttum og aðgengi að upplýsingum. 2. Comeniusarverkefni: Samstarfsverkefni Valhúsaskóla og nokkurra Austur-Evrópuþjóða í lífsleikni. 3. Early Steps, snemmtæk íhlutun í lestrarkennslu: Að útbúa handbók með lýsingu á aðferðinni „Early Steps“, námsgögnum, kennsluáætlun og athugunarlistum. 4. Fjölbreytt námsmat í náttúru- og samfélagsfræði: Markviss notkun verkmöppu. 5. Handbók um framkvæmd hreyfiþroskaprófs: Efnið er ætlað elstu börnum í leikskóla og fyrsta bekk grunnskóla. 6. Ítarefni í íslensku: Ítarefni á tölvutæku formi, annars vegar til útprentunar fyrir nemendur eða til notkunar á raftöflu (Smartboard) og hins vegar gagnvirk verkefni. 7. Kvikmyndir og tónlist: Gagnabanki fyrir nemendur í 3.-10. bekk. 8. Lesskilningur á miðstigi: Verkefni og ráðgjöf um lestrarfræðileg og lestrartæknileg atriði. 9. Lestrarkennsla einhverfra nemenda á yngsta- og miðstigi: Verkefnamöppur fyrir einhverfa nemendur á yngsta og miðstigi. Möppurnar byggjast á tölvuforritunum Clicker og Boardmaker. 10. Matsbók í stærðfræði: Bókinni er ætlað að gera vinnusemi, virkni og niðurstöður úr könnunum o.fl. sýnilegri. 11. Námsmat í stærðfræði á miðstigi: Fjölbreytt námsmat í stærðfræði á miðstigi (greinandi námsmat, símat, kennaramat, nemendamat o.s.frv). 12. Námsmat: Skipuleggja fjölbreytt og einstaklingsmiðað námsmat, eða heildrænt námsmat. 13. Námsmatsbók í íslensku fyrir 4.-5. bekk: Áhersla á gegnsæi námsmats og samstarf heimila og skóla. 14. Nesstofa og umhverfi: Námsefni um Nesstofu, eitt elsta steinhús á Íslandi. 15. Raftafla: Fjölbreytt notkun raftöflu (Smartboard) í kennslu. 16. Ratleikir: Fjölbreytt gagnasafn með hugmyndum sem nýtast mismunandi aldursstigum og með tengingu við aðrar námsgreinar. 17. Safnmappa í dönsku: Skipulag og hönnun safnmöppu. Ætluð 7. bekk. 18. Safnveita fyrir list- og verkgreinar: Ætlað kennurum og nemendum til að safna og nýta ýmislegt sem til fellur en hefði annars verið hent. 19. Uppbyggingarstefnan: Haldið áfram vinnu við innleiðingu og þróun. fRæÐIn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.