Skólavarðan - 01.11.2010, Side 16
16
Skólavarðan 5. tbl. 2010jóLIn
Siðir og venjur kynslóðanna varðveitast í fjölskyldum, viðhorf og
jafnvel lunderni. Þar eru tilfinningar mótaðar og dyggðir kenndar.
Fjölskyldan er meginkjarni hverrar persónu sem leitar síðan út
fyrir hringinn og bætir við sig eða hafnar. Fjölskyldan er sterk
en hún er einnig viðkvæm því ákvarðanir yfirvalda og straumar
og tískur hafa áhrif á hana. Hver fjölskyldumeðlimur er meira
en hann sjálfur. Kærleikur er oft sagður æðsta gildið en hvar
brennur eldur þess og hvernig læra menn að bera elsku sína á
milli? Kærleikurinn á athvarf í fjölskyldum og þaðan berst hann
til óskyldra. Hann er væntumþykjan á milli ókunnra.
Kærleikur
Kærleikurinn til annarra verður að teljast æðsta stig mannlegrar við-
leitni. Að bera hag óviðkomandi fyrir brjósti og að vera viljugur til að
gera eitthvað sem skiptir máli fyrir aðra og jafnvel að fórna einhverju
að eigin gæðum til af svo megi verða – það er kærleikur.
Að vera sama um hvað öðrum finnst, að vera ekki að leita eftir hrósi
annarra eða koma sér vel í einhverjum hópi – en gera kærleiksverkið
samt – og vilja ekki verða víðkunnur fyrir það – þar birtist kærleikur.
Enginn veit hvernig kærleikurinn hófst en það er samt líklegt að
hann sé blanda af kennd og dyggð sem þarf að rækta og æfa. Kærleikur
skapast fyrst í hópi og hver og einn skynjar hann þar, nemur og ræktar
hann með sér.
Hvað felst í kærleika? Lýsa má ást sem sterkri löngun til að vera
með öðrum, annast, styðja, hvetja og þrá. Hún er hvatræn og vitræn.
Kærleikur er á hinn bóginn andlegur. Engu skiptir hvort hann er
gáfulegur eða ekki. Skynsemin er ekki mælikvarðinn. Kærleikur spyr
ekki um rök, ástæður, lög eða reglugerðir og fer ekki í manngreinarálit.
Hann merkir elsku milli ólíkra hópa.
Skynsemin er hátt skrifuð. Verkefni hennar er að skapa visku úr
öllum þeim upplýsingum sem berast úr umheiminum og eigin hugar-
heimi. Kærleikurinn er ekki viska dregin af safni upplýsinga. Hann er
ekki aðeins lærður, heldur einnig sú mannúð að geta fundið til með
öðrum.
Staða kærleikans í samfélaginu er tvíþætt: trúarleg og siðferðileg.
Hann er nefndur í eyru og uppeldi sérhvers manns – eitthvað sem
þjóðin veit að henni ber að sækjast eftir og rækta með sér. Hann lendir
þó oftast á milli stafs og hurðar. Hann er ekki skylda og er ekki lög,
heldur vinsamleg tilmæli um mildi.
Hvers vegna ríkir ekki kærleikurinn á jörðinni? Mannleg athafna-
semi einkennist oft af átökum og samkeppni um völd, lönd, fé og
heiður. Ekki þarf að litast um lengi til að koma auga á óvild, öfund,
hatur, fæð, meting og samkeppni um virðingu.
Kærleikur er ákvörðun um lífsviðhorf – að láta þessa mikilúðlegu
kennd verða áberandi í lífi sínu, vera sú kennd sem heldur í taumana í
stað þess að stjórnast af útreikningum skynseminnar.
Kærleikurinn agar og mótar þá sem njóta hans – líkt og vatnið
Texti: Gunnar Hersveinn
Myndi: Frá höfundi
Gunnar Hersveinn er höfundur bókarinnar þjóðgildin sem
skálholtsútgáfan gefur út, www.thjodgildin.is
Kærleikur og fjölskylda