Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 18
18 Skólavarðan 5. tbl. 2010sAmRæÐA Á fyrsta kjörtímabili mínu í stjórn gamla Kennarasambandsins var unnin mikil vinna við að setja sambandinu formlega skólastefnu. Hún var svo samþykkt á þingi 1987. Á kjörtímabilinu þar á eftir var unnið að gerð kjarastefnu sem var samþykkt 1989. Um svipað leyti hófst umræða um það hvort rétt væri að kennarar settu sér siðareglur á svipaðan hátt og margar aðrar fagstéttir höfðu gert. Undirritaður var í hópi þeirra sem voru lítt áhugasamir um þennan gjörning og var rökstuðningurinn helst sá að allt sem rætt var um að setja inn í siðareglur kennara væri þegar að fi nna í lögum og reglugerðum sem giltu um starf kennara. Einnig var nokkur harka í viðhorfi sumra til siðareglna og jafnvel vilji til að líta á þær fremur eins og lög en leiðbeiningar. Siðareglur voru síðan á dagskrá á hverju einasta þingi gamla KÍ allt þar til sam- bandið var lagt niður á þingi í nóvember 1999 án þess að tækist að samþykkja reglurnar. Strax eftir stofnun Kennarasambands Íslands í núverandi mynd hófst þessi umræða að nýju og leiddi til þess að siðareglur kennara voru samþykktar á þingi KÍ 2002. Í þessu ferli hefur umræðan smám saman þróast og færst í þá átt að siðareglur skuli vera leiðarljós, eins konar samantekt á atriðum til að leiðbeina kennurum í starfi , en ekki til þess settar að dæma þá fyrir meint brot. Umræðan um hvort setja beri kennurum siðareglur hefur jafnframt að hluta til snúist um hvort starfandi ætti að vera siðanefnd sem hefði meðal annars það hlutverk að taka við kærum vegna meintra brota á siðareglum og úrskurða í slíkum málum. Eftir því sem ég best man hefur alltaf verið mikill meirihluti gegn því að setja á stofn slíka siðanefnd enda hefur það ekki verið gert. Fólki fannst fl ókið að geta lent í þeirri aðstöðu að þurfa að dæma aðra kennara og ekki væri heldur gott að vera með dómstól sem vísaði öllum málum frá. Auðvitað er þó hægt að hafa siðanefnd sem er ekki dómstóll heldur fremur almennur álitsgjafi . Inntak siðareglnanna er víðtækt og í þeim er komið inn á marga hluti sem sjálfsagt er að hafa í heiðri í daglegum störfum kennara. Reglurnar snerta með beinum hætti samstarf kennara innan skóla svo og samstarf við foreldra og aðra hagsmunaaðila í skólastarfi . Á undanförnum mánuðum hefur íslenska skólakerfi ð gengið í gegnum miklar þrengingar. Niðurskurður á fjármagni til skólastarfs hefur leitt til þess að álag á kennara og annað starfsfólk skóla hefur aukist verulega. Kennarar og skólastjórnendur hafa lagt metnað sinn í að láta nemendur gjalda sem minnst fyrir þetta og meðvitað eða ómeðvitað hafa þeir fylgt siðareglunum hvað þetta varðar, það er að setja hagsmuni nemenda ofar öllu öðru. Vari þetta ástand lengi er hættan hins vegar sú að álag á kennara og stjórnendur verði svo mikið að það fari að hafa áhrif á starfsandann í skólunum. Við slíkar aðstæður er gott að hafa í huga 13. regluna í siðareglum kennara sem hljóðar svo: „Kennurum ber að sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu“. Ég er hrifi nn af þessari reglu og vil halda henni á lofti. Fátt er mikil- vægara þegar á móti blæs en að standa saman og vinna sem samstilltur hópur að því að ná sem bestum árangri. Með því að allir hafi ofan- greinda reglu í huga og vinni samkvæmt henni verður starfsandinn betri og um leið líðan allra á vinnustaðnum. Þetta leiðir til þess að hópurinn sem heild er líklegri til að ná árangri í starfi sínu og stuðla með því að betri líðan nemenda og betri árangri af skólastarfi nu. Þjóð- félagið þarf á því að halda að skólarnir komist sem mest ólaskaðir í gegnum þrengingarnar sem nú steðja að. Kennarar og skólastjórar eru í lykilaðstöðu til að svo megi verða og því er ábyrgðin mikil. Inntak siðareglnanna er víðtækt og í þeim er komið inn á marga hluti sem sjálfsagt er að hafa í heiðri í daglegum störfum kennara. Texti: Eiríkur Jónsson formaður KÍ Mynd: Arnþór Birkisson Þrettánda reglan

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.