Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 17
17
Skólavarðan 5. tbl. 2010jóLIn
steininn. Hann er ekki stefnulaust rekald á rúmsjó tímans. Hann gerir
kröfur. Kærleiksrík manneskja er fullþroska. Kærleikurinn leitar að
jafnvægi milli fjölskyldu sinnar og hugsjóna um að bæta heiminn.
Hann gefur þeim sem honum ber ekki skylda til að gefa og öðlast með
því kraft til að halda ferð sinni áfram.
Hugtökin eru ekki meitluð í stein, þau eru lifandi og háð hverjum
tíma. Það merkir þó ekki að þau séu afstæð, heldur aðeins sveigjanleg.
Kærleikurinn er fjaðurmagnaður þótt hann sé ávallt hinn sami. Afstaða
manna og tíðarandi getur til að mynda haft áhrif á framkvæmd gilda og
sagt til um hvernig beri helst að leggja rækt við tiltekið gildi.
Kærleikur hefur oftar verið kvennamegin. Samfélög fyrri alda gerðu
ráð fyrir að konur væru kærleiksríkar og önnuðust þær gjarnan börn,
gamalmenni og sjúklinga og reistu með því velferðarkerfi ð án þess að
eigna sér heiðurinn. Þeirra afrek voru unnin í sjálfboðavinnu.
Hvernig tileinkar fólk sér kærleika? Með sjálfsaga, afstöðu – og með
því að temja sér góðvild gagnvart öðrum, með því að rétta hjálparhönd,
með því að gleðjast með öðrum og með ótal öðrum þáttum sem felast
allir í því að byggja aðra upp án þess að búast við endurgjaldi.
Kærleikur er sammannleg uppspretta en birting hans er háð
samfélögum og einstaklingum.
Fjölskylda
Kærleikurinn vex og þroskast í fjölskyldunni. Hún er heimili hans og
varnarþing. Foreldrar, börn og skyldulið nema kærleikann sín á milli
og geta miðlað honum til annarra.
Fjölskyldan geymir visku forfeðranna. Foreldrar segja sögur af
pabba sínum og mömmu sem einnig sögðu sögur af forfeðrum sínum.
Fjölskyldan er fl jót þekkingar. Bækur ganga á milli, vitnisburðir, sögur,
ljósmyndir, munir, orðatiltæki, loforð, leyndarmál. Enginn er aðeins
hann sjálfur, heldur ávallt eitthvað aðeins meira.
Hver fjölskylda er kjarni og í henni býr máttur og vald þótt hún geri
sér ekki alltaf grein fyrir því, stundum ekki fyrr en hún hefur sundrast.
Einstaklingar para sig saman til að njóta þeirra gjafa sem sambandið
gefur: vináttu, kynlífs og andlegs samneytis. Þeir njótast fyrir andann,
líkamann og félagsskapinn.
Heimilið er aðsetur fjölskyldunnar. Heima – að fara heim merkir
oftast til fjölskyldunnar. Hindranir hverrar fjölskyldu koma bæði
að utan og innan. Sá sem fær ekki að vera sá sem hann vill vera
verður ekki hamingjusamur. Sá sem fi nnur ekki gleðina, nemur ekki
umhyggjuna, hefur glatað skjóli fjölskyldunnar um stundarsakir. En sá
sem er í essinu sínu er heima.
Foreldrum ber skylda til að skapa skilyrði virðingar í fjölskyldunni.
Þar fer fram uppeldi sem síðar hefur áhrif á samfélagið. Jafnvel þótt
allir geti verið sammála um að fjölskyldan sé það dýrmætasta og
hornsteinn samfélagsins þá er ekki þar með sagt að hún njóti þess
þegar ákvarðanir eru teknar í þýðingarmiklum stefnumálum. Ástæðan
er sú að talsmenn barna og fjölskyldunnar geta aðeins boðið bjarta
framtíðarsýn en ekki skilgreindan ávinning í beinhörðum peningum.
Hvernig samfélag viljum við? Hvernig byggjum við það upp? Það
sem er best fyrir fjölskylduna er best fyrir samfélagið. Börnin og kjör
foreldra ættu ævinlega að vera í fyrirrúmi og ákvarðanir teknar með
kynslóðir í huga en ekki til að leysa vanda gærdagsins.
Viðhorf barnanna sjálfra til samfélagsins mótast meðal annars í
fjölskyldunni, ábyrgðar- og réttlætiskenndin, traustið sem það ber
til annarra, sjálfsaginn, sjálfsálitið, virðingin og frelsiskenndin.
Fjölskyldan ber þó alls ekki ein ábyrgð á þessu, heldur einnig yfi rvöld,
skólar, atvinnurekendur og fjölmiðlar. Ábyrgð annarra er einnig mikil.
Kærleikur og fjölskylda
Orðaský frá Þjóðfundinum 2009