Skólavarðan - 01.11.2010, Page 34
34
Skólavarðan 5.tbl. 2010
Klæðskerasaumuð
símenntun
Einn þáttur í starfi grunnskólakennara er símenntun. Gert er ráð fyrir
að hver kennari verji tilteknum tíma ár hvert til að afla sér aukinnar
þekkingar sem nýtist honum í starfi. Eftir að grunnskólarnir tóku að
mestu yfir námskeiðahald í tengslum við símenntun kennara í kjölfar
setningar nýrra grunnskólalaga 1996 breyttist fyrirkomulagið talsvert.
Í stað þess að kennarar veldu sér sjálfir námskeið sem tengdist áhuga
þeirra eða sérsviði var þeim gjarnan gert að sækja stærri námskeið, oft
ætluð öllum kennurum viðkomandi skóla. Vitaskuld hafa mörg slík
skilað ágætum árangri en því miður hefur einnig oft komið upp óánægja,
ekki síst vegna þess að námskeiðin hafa ekki tengst daglegu starfi allra
kennara. Því hafa til dæmis íþrótta- og listgreinakennarar kvartað yfir
námskeiðum sem fyrst og fremst hafa beinst að umsjónarkennurum og
kennarar á unglingastigi hafa bent á að áhersla hafi of oft verið lögð á að
mæta þörfum kennara á neðri stigum, svo að fátt eitt sé nefnt.
Kennarar skipuleggja sjálfir símenntun sína
Stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness höfðu áhuga á að móta nýtt
fyrirkomulag símenntunar með hliðsjón af ólíkum þörfum kennara og
þróun þeirra í starfi. Meginhugmyndin var að veita kennurum tækifæri
til að taka símenntunina í eigin hendur. Fljótlega var farið að ræða um
verkefnið sem „klæðskerasaumaða“ símenntun, heiti sem síðar festist
við það, enda snýst verkefnið um að kennarar taki sjálfir ábyrgð á
símenntun sinni. Þeir ráða því hvað þeir leggja áherslu á en skuld-
binda sig til þess að miðla starfsfélögum sínum af þeirri reynslu eða
þekkingu sem þeir viða að sér.
Stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness leituðu til Ingvars Sigurgeirs-
sonar, prófessors við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Svanhildar
Kr. Sverrisdóttur, kennslufræðings og doktorsnema við menntavísinda-
svið, um ráðgjöf og handleiðslu við verkefnið. Einnig var leitað til Sig-
urðar Fjalars Jónssonar, kennara við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, um
að taka að sér að halda stutt tölvunámskeið fyrir kennarana. Áður hafði
komið fram áhugi þeirra fyrir slíkum námskeiðum.
Fyrstu skrefin
Í lok skólaárs vorið 2009 funduðu stjórnendur verkefnisins í fyrsta
skipti með kennurum. Markmiðið var að fá tilfinningu fyrir áhugasviði
kennara og hugmyndum þeirra um viðfangsefni. Skipulagðir voru
fundir með litlum hópum þar sem kennarar fengu tækifæri til að lýsa
viðhorfi sínu til þess hvers konar símenntunarverkefni þeir teldu
brýnust eða hefðu helst áhuga á. Þar voru kennarar einnig beðnir að
nefna hvers konar fræðslufundir og námskeið þeir vildu að yrðu í boði
á næsta skólaári. Til undirbúnings þessum fundum voru kennarar svo
beðnir um að ígrunda eftirfarandi spurningar:
1. Hvað er ég ánægð/ánægður með í kennslunni hjá mér?
2. Hvað þarf helst að bæta?
3. Hvað langar mig að skoða, bæta mig í?
Áhugaefni reyndust fjölbreytt. Meðal þess sem þeir nefndu voru
fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir, þverfagleg samvinna,
lestrarkennsla, heildstæð móðurmálskennsla, gagnvirkur lestur, úti-
Þróunarverkefni í Grunnskóla Seltjarnarness
Texti: Ingvar Sigurgeirsson prófessor, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir doktorsnemi
og kennslufræðingur og Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri
Myndir: js
fRæÐIn
Ingvar SigurgeirssonSvanhildur Kr. Sverrisdóttir Guðlaug Sturlaugsdóttir