Skólavarðan - 01.11.2010, Síða 13
13
Skólavarðan 5. tbl. 2010máLEfnI
Handleiðslu ekki ætlað að breyta kennaranum
Misjafnt er hvernig umsóknir um handleiðslu berast. „Stundum eru það
kennarar sjálfir sem hafa samband og þá hafa þeir jafnvel leyfi síns
skólastjóra til þess. Oft hringja líka skólastjórarnir og biðja um hand-
leiðslu fyrir ákveðinn kennara vegna þess að erfið mál hafa komið upp.
En það er ekki handleiðarans að tjónka við kennarann til að hann verði
eitthvað meðfærilegri enda held ekki ég að nokkur skólastjóri hafi það
markmið. Eins og við öll þekkjum eru samskipti flókin og óútreikn-
anleg. Við vitum aldrei fyrirfram hvað getur komið upp á, bregðumst
kannski ekki rétt við í fyrstu og eigum þá stundum erfitt með að bakka
út úr aðstæðum. Þetta er eitt dæmi um hvar handleiðsla getur hjálpað.“
Markmiðið er að fólki líði vel
Jórunn segir markmiðið með handleiðslu fyrst og fremst vera að
fólki líði vel í vinnunni. „Ef fólki líður vel í vinnunni líður öðrum í
kringum það líka vel. Það er til dæmis augljóst að ef fólk sem vinnur
við afgreiðslu er pirrað og önugt þá er það ekki gott fyrir fyrirtækið
og þjónustuna sem því er ætlað að veita. Það er hins vegar alveg jafn
vont fyrir vinnustaðinn ef þessi sami afgreiðslumaður þarf sjálfur að
leita upplýsinga annars staðar í fyrirtækinu og þar verður fyrir svörum
önugur yfirmaður sem hefur allt á hornum sér. Ef góður andi ríkir
meðal starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar gengur allt miklu betur.“
Jórunn segir hóphandleiðslu líka gott tæki, til dæmis fyrir hóp
kennara sem vinnur mikið saman. „Í hóphandleiðslu hlustar fólk hvert
á annað og lærir hvert af öðru. Ef vel gengur myndast samkennd og
samábyrgð. Hóphandleiðsla leggur meðal annars þær skyldur á hópinn
að allir mæti vel og hver einstaklingur upplifi sig sem hluta af heild.“
Í skólunum er þörf fyrir handleiðslu
Að sögn Jórunnar er handleiðsla góð fyrir allt starfsfólk skóla.
„Skólastjórar eru til dæmis með sína yfirmenn hjá sveitarfélögum og
í ráðuneytum sem þeir þurfa að hafa samskipti við, auk þess að stjórna
stórum vinnustað. Handleiðsla kemur þeim því líka vel. Því miður
hefur ekki verið mikil handleiðsla meðal starfsmanna skólanna og
kannski hefur þetta fag ekki verið nægilega vel kynnt. Ég er sannfærð
um að það er þörf fyrir handleiðslu í skólunum. Þetta þekki ég af eigin
reynslu sem kennari í mörgum skólum og eins frá þeim kennurum sem
hafa komið í handleiðslu til mín. Það er gott fyrir fólk að fá aðstoð við
að ná áttum og ráða við aðstæður sínar. Þá er nauðsynlegt að fá svolítið
skjól til að vinna úr málum,“ segir Jórunn Sörensen handleiðari.
Jórunn ásamt tíkinni sinni, henni Lísu.
Eins og við öll þekkjum eru
samskipti flókin og óútreiknanleg.
Við vitum aldrei fyrirfram hvað
getur komið upp á, bregðumst
kannski ekki rétt við í fyrstu og
eigum þá stundum erfitt með að
bakka út úr aðstæðum.
Ég er sannfærð um að það er þörf
fyrir handleiðslu í skólunum.
Þetta þekki ég af eigin reynslu sem
kennari í mörgum skólum og eins frá
þeim kennurum sem hafa komið í
handleiðslu til mín.