Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 42
42
Skólavarðan 5. tbl. 2010
Fullorðnir sem fyrirmyndir um hegðun
Mikilvægt er að þeir fullorðnu í skólanum séu fyrirmyndir í hegðun
sem einkennist af virðingu og umhyggju fyrir nemendum og sam-
starfsfólki og að þeir sýni einnig færni í að leysa mál sem koma upp í
samskiptum.
Að leggja rækt við jákvæð samskipti milli jafningja
Ef nemendur hafa tækifæri til að umgangast hver annan í anda sam-
vinnu og jákvæðni stuðlar það að samstöðu og vinsemd og að auki ef
þeir fá tækifæri til að nota þá færniþætti lífsleikninnar sem þeim hafa
verið kenndir. Sýnt hefur verið fram á að draga megi úr vandræða-
hegðun á tímum þegar tilsjón fullorðinna nýtur síður við, eins og til að
mynda í frímínútum, með því að gefa nemendum færi á að nota spil,
leikföng og leiktæki af ýmsu tagi.
Aðferðir sem ná til bekkja:
Bekkjarandi
Kennarar hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að
bekkjaranda. Þróun bekkjaranda og námsumhverfis í anda virðingar
og umhyggju, og andrúmslofts þar sem öllum finnst þeir tilheyra er
að miklu leyti talin undir því komin hvernig kennarar sá fræjum sem
stuðla að slíku. Samskipti í bekknum þurfa að vera jákvæð og grípa
þarf í taumana ef út af bregður. Bekkjarreglur og bekkjarfundir eru
mikilvægt hjálpartæki. Kennarar þurfa einnig að vera fyrirmyndir um
hegðun sem færir þau skilaboð að öllum finnist þeir tilheyra bekknum
og líta þá sérstaklega til nemenda sem eru útundan eða eru hlédrægir.
Slíkum nemendum má oft hjálpa með því að fá þeim sérstök verkefni
eða gera þá að „sérfræðingum“ á einhverjum sviðum. Komið hefur
fram í rannsóknum að ef kennarar sýna öllum nemendum hlýju
og umhyggju, einnig þeim árásargjörnu, leiði það til þess að allir í
bekknum skilja síður út undan. Samvinnunám og hópvinna eru einnig
talin stuðla að jákvæðum bekkjaranda.
Námsefni og verkefni
Færniþættir lífsleikni skapa mikilvægan grunn að hæfni nemenda
í samskiptum. Þetta er stórt atriði í baráttu gegn einelti. Fái börn
tækifæri til að hugsa um skaðlegar afleiðingar eineltis fyrir þol-
endur dregur það úr líkum á einelti. Börn þurfa að fá tækifæri til
þess að þjálfa færniþætti lífsleikni í hlutverkaleik þar sem þau æfa
sig í viðbrögðum við ýmsum eineltisaðstæðum. Þegar fjallað er um
samhygð og að setja sig í spor annarra geta nemendur rætt hvernig
þeim sem lagður er í einelti líður eða þá þeim sem verða vitni að því.
Í því samhengi geta þeir æft áhrifarík viðbrögð við slíkum aðstæðum,
bæði út frá sjónarhorni þolanda og viðhlæjenda um það hvernig leita
má hjálpar. Hér kemur hlutverkaleikur að góðum notum. Brýnt er að
kennari stuðli að því í umræðum og úrvinnslu að nemendur nýti það
sem þeir hafa æft og lært í skólastofunni í aðstæðum utan skólans. Það
á við um allt forvarnarefni að líkur á að það dragi úr einelti aukast ef
nemendur fá tækifæri til að nota það sem þeir hafa lært í skólastofunni
við raunverulegar aðstæður.
Íhlutun
Þegar lífsleikninámsefni sleppir þurfa þolendur eineltis, nemendur sem
verða vitni að því eða sem leggja aðra ítrekað í einelti á enn frekari
tækifærum að halda til að æfa sig í ýmsum mikilvægum færniþáttum.
Til að mynda reiðistjórnun og þjálfun í ákveðni og lausn ágreinings
í samskiptum. Gagnlegt getur verið að koma af stað vinaverkefnum
þar sem þeir sem tilheyra áhættuhópi eru paraðir með öðrum sem eru
sterkir félagslega.
Að virkja foreldra
Þar sem samskiptamynstur í fjölskyldu getur haft áhrif á hvort tveggja
eineltishegðun og það hvort barn verður fórnarlamb eineltis er mikil-
vægt að aðstoða foreldra við að spegla eigin uppeldisaðferðir og jafn-
vel leiðbeina þeim um lausn ágreinings heima fyrir; hvernig þeir
geta alið börn sín upp í anda jákvæðra félagslegra gilda og stuðlað að
félags- og tilfinningalegum þroska þeirra.
Samantekt
Glíman við einelti í skólum byggist á heildstæðri nálgun á vandanum.
Aðgerðir sem beinast eingöngu að þolendum og/eða gerendum, felast
í refsiaðgerðum gagnvart gerendum, nokkrum kennslustundum í ein-
eltisforvörnum eða áætlun gegn einelti án nauðsynlegs stuðnings eru
dæmdar til að mistakast.
Líkur á árangri aukast hins vegar til muna í þeim skólum sem leggja
rækt við að stuðla að góðum skólaanda og jákvæðum samskiptum og
tengslum nemenda. Þegar forvarnir gegn einelti eru tengdar við
áherslur lífsleiknikennslu verða þær að eðlilegum þætti í heildarskipu-
lagi hennar innan skólans og því vænlegri til árangurs. Með því að
stuðla að andrúmslofti hlýju, virðingar og tilfinningu fyrir því að til-
heyra er um leið ýtt undir þróun lykilfærni á sviði félags- og tilfinn-
ingaþroska bæði meðal nemenda og starfsfólks. Nemendur sem hafa
sterka félags- og tilfinningatengda færni eru síður líklegir til að sýna
árásargirni, verða fyrir einelti eða vera óvirkir viðhlæjendur.
Á sama hátt og einelti kemur öllu skólasamfélaginu við verða for-
varnir gegn því sömuleiðis að beinast að skólanum í heild. Einelti þrífst
einfaldlega síður í skólum þar sem tekist hefur að skapa jákvæðan anda
og námsumhverfi sem einkennist af virðingu og stuðningi með alhliða
velferð nemenda að leiðarljósi.
Byggt á Social and Emotional Learning and Bullying Prevention eftir Katharine
Ragozzino og Mary Utne O´Brian, 2009. Sótt 18.5. 2010 af slóðinni www.casel.org/
downloads/2009_bullyingbrief.pdf
Kennarar þurfa einnig að vera
fyrirmyndir um hegðun sem færir
þau skilaboð að öllum finnist
þeir tilheyra bekknum og líta þá
sérstaklega til nemenda sem eru
útundan eða eru hlédrægir.
skóLAstARf