Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 19
19 Skólavarðan 5. tbl. 2010sAmRæÐA Nýlega las ég siðareglur kennara og kom það mér ánægjulega á óvart hversu ágætar þær eru. Þær eru tiltölulega almennar en ná samt að snerta fl est það sem felst í starfi kennarans; samskipti við nemendur, forráðamenn og samkennara - sem og inntak starfsins sem er menntun nemenda og hvernig því markmiði verður best náð með því að virða nemendur, tryggja jafnan rétt þeirra, stuðla að góðum starfsanda og vinna ávallt að því að bæta sig í starfi . En hverju skipta siðareglur fyrir kennara og geta þær leiðbeint kennurum í öllum þeim siðferðilegu álitamálum sem upp kunna að koma í slíku starfi ? Ef við skoðum fyrri spurninguna þá hlýtur starf kennarans að kalla á ákveðinn siðferðilegan ramma. Kennarar vinna afar mikilvægt starf þar sem þeir sinna menntun nýrra kynslóða. Þeir eiga hlutdeild í að þroska einstaklinga til að taka þátt í atvinnulífi og samfélagi en um leið mennta kennarar siðferðisverur sem verða að hafa grunn til að geta breytt rétt og tekið sjálfstæða afstöðu í erfi ðum álitamálum. Slíkt starf er ekki alltaf metið í raun ef litið er til að mynda til launa kennara sem því miður eru lág á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Hins vegar fi nna kennarar og aðrir fyrir miklu trausti samfélagsins, sérstaklega þegar ýmislegt bjátar á. Þetta höfum við séð á undanförnum tveimur árum. Þjóðin hefur gengið í gegnum efnahagslegt hrun og margar fjölskyldur eiga í erfi ðleikum, ekki síst út af atvinnuleysi og erfi ðri skuldastöðu. Þá reiðir fólk sitt enn meir á skólana en nokkru sinni fyrr sem stoð og styttu í samfélagi þar sem traust hefur rýrnað og ólga ríkir á ýmsum sviðum. Þetta sýnir okkur að afstaða samfélagsins er sú að það reiðir sig á kennara og skólafólk sem um leið bera mikla ábyrgð og þurfa því skýran siðferðilegan ramma. Hvað varðar seinni spurninguna þá taka siðareglur kennara ekki á öllum þeim hugsanlegu siðferðilegu klípum sem upp kunna að koma í slíku starfi þar sem hver og einn kynnist óteljandi einstaklingum sem hver og einn býr við sínar aðstæður, á ólíkan bakgrunn og ólíka sögu. Siðferðileg álitamál sem kunna að koma upp í slíku starfi eru líka óteljandi og óhugsandi að nokkurt regluverk geti leiðbeint manni um alla þá króka. En þá kann það líka að vera rétt að þannig eigi siða- reglur alls ekki að vera. Siðareglur geta aldrei orðið tæmandi því líklega er það óvinnandi vegur að formfesta siðferðið með þeim hætti. Mestu skiptir að þær skapi almennan ramma sem geti leiðbeint fólki – til þess að taka sjálf- stæða afstöðu þegar upp koma siðferðileg álitamál. Siðferði er í eðli sínu lifandi hlutur sem bæði getur þróast og breyst og viðfangsefni siðferðilegra athugana breytast sömuleiðis. Ný tækni, breyttar sam- félagsaðstæður og aðrir slíkir hlutir skapa ný viðfangsefni þar sem taka þarf siðferðilega afstöðu. Þannig tel ég að siðareglur kennara skapi ágætan ramma en hann er ekki endanlegur fremur en nokkurn tíma. Mestu skiptir að umræða um reglurnar þróist þannig að þær verði lifandi leiðbeiningar í hugum fólks. Að sama skapi skiptir máli að siðfræði og aðferðafræði hennar verði hluti af kennaramenntun allra kennara þannig að hver og einn öðlist traustan grunn fyrir framtíðarstarf sitt. Þetta er kannski eitt af því sem ætti að hafa í huga nú þegar háskólar landsins endurskipuleggja og lengja kennaramenntun samkvæmt nýjum lögum um menntun kennara. Mestu skiptir að umræða um reglurnar þróist þannig að þær verði lifandi leiðbeiningar í hugum fólks. Texti: Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Mynd: Arnþór Birkisson Siðareglur geta aldrei orðið tæmandi

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.