Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 12
12 Skólavarðan 5. tbl. 2010máLEfnI „Það þarf ekki marga til að búa til flókin samskipti og skólar eru bæði stórir og flóknir vinnustaðir,“ segir Jórunn Sörensen handleiðari. „Það sem flækir málið er að fólk kemur gjarnan með sjálft sig í farteskinu í vinnuna. Eitt af því sem er afskaplega mikilvægt fyrir starfsfólk, hvar sem það vinnur, er að geta greint á milli starfs og einkalífs. Handleiðsla er samningur milli handleiðara og eins eða fleiri um að vinna saman þannig að sá eða þeir sem leita handleiðslunnar fái út úr henni það sem þeir vilja.“ „Það er strangur tímarammi í þessum samningi,“ heldur Jórunn áfram, „en algengt er að hver handleiðslutími sé fimmtíu mínútur þegar einn er í handleiðslu. Tími í hóphandleiðslu er lengri. Meðal markmiða handleiðslu er að þeir sem leita hennar öðlist öryggi sem starfsmenn, átti sig til dæmis á því hvort þeir eru að vinna það starf sem þeir vilja vinna og að þeim líði vel í starfi. Einnig að þeir hafi einhverjar bjargir þegar eitthvað kemur upp á. Handleiðsla getur nýst kennurum mjög vel.“ Jórunn var í hópi átján einstaklinga sem útskrifuðust úr námi í fag- handleiðslu og handleiðslutækni frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands árið 2000. Hún var eini kennarinn í hópnum en handleiðarar starfa á nú á mörgum ólíkum sviðum. Eftir útskrift stofnaði hópurinn Handleiðslufélag Íslands og síðan þá hefur fjölgað í honum. Handleiðslufélagið heldur úti heimasíðunni handleidsla.is sem veitir allar upplýsingar um fagið. Handleiðarinn reynir að vera spegill „Í samningnum um handleiðslu er grundvallaratriði að mynda traust. Við eigum ekki öll saman, ef svo væri yrðu til dæmis engir hjóna- skilnaðir. Til að vel gangi er því frumskilyrði að handleiðari og sá sem leitar handleiðslu geti unnið saman. Handleiðarinn reynir að vera spegill fyrir þann sem leitar til hans. Það er markmið handleiðslu að skólastjórinn eða kennarinn sem leitar handleiðslu finni sínar eigin leiðir. Handleiðari byggir á styrk þeirra sem til hans leita. Handleiðslan byggist á virkri hlustun. Þegar fólk segir frá heyrir það sjálft sig tala, raðar hugsunum sínum og áttar sig þá betur á því sem það er raun- verulega að segja og einnig út frá þeim viðbrögðum sem það fær frá handleiðaranum. Ef handleiðsla er góð þá getur hún orðið mjög góð.“ Jórunn segir samninginn sem gerður er í upphafi vera mikilvægan. Hann nær yfir tiltekinn tíma. „Fólk ákveður að hittast í nokkur skipti á ákveðnu tímabili. Talað er um að hittast vikulega en annað er í boði. Oft hittumst við tíu til tuttugu sinnum. Upplifun á einhverju atviki sem einstaklingur lítur á sem vandamál getur verið ástæða þess að fólk leitar handleiðslu en stundum kemur í ljós að einhver önnur ástæða liggur að baki. Þá er markmiðið endurskoðað. Handleiðsla er ekki spjall um daginn og veginn heldur skipulagt ferli.“ Texti og myndir: Haraldur Bjarnason Jórunn Sörensen í garðinum heima hjá sér í Kópavogi. Handleiðsla á fullt erindi við kennara og skólastjóra

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.