Skólavarðan - 01.11.2010, Síða 38

Skólavarðan - 01.11.2010, Síða 38
38 Skólavarðan 5. tbl. 2010námsgÖgn Vegurinn heim er frábær tuttugu og sex mínútna heimildamynd um fjölmenningu á Íslandi sem Námsgagnastofnun gaf út nýverið og er fengur fyrir alla kennara sem eru á höttunum eftir efni um mann- réttindi, fjölmenningu, siðferði og samskipti. Heimildamyndin byggist á viðtölum við fi mm börn innfl ytjenda á Íslandi. Þau eru á aldrinum sjö til tólf ára og eru frá Póllandi, Taílandi, Kosóvó, Palestínu og Haítí. Í myndinni ræða börnin um líf sitt og tilveru hér á landi. Þau tala um vini sína, fjölskyldu, skóla, tungumál og fordóma. Höfundar eru Oddný Helgadóttir og Jón Gunnar ólafsson sem hafa bæði lokið meistara- námi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands með fjölmenningu sem sérgrein. Auk þess hafa þau starfað á fjölmiðlum, skrifað greinar og úttektir og skipulagt fundi og málþing um málefni innfl ytjenda. Í náms- efni sem fylgir myndinni eru útfærð verkefni fyrir mið- og unglinga- stig grunnskóla auk þess sem greint er frá hugmyndum til að ræða um myndina við yngsta aldurshópinn. Verkefni á unglingastigi gætu einnig nýst á framhaldsskólastigi. Erlendar rannsóknir sýna að mikil hætta er á að börn innfl ytjenda einangrist og verði utanveltu í samfélaginu. Hugsunin með heimilda- myndinni er að veita börnum innfl ytjenda vettvang til að taka þátt í umræðu um innfl ytjendur á Íslandi. Verkefnin voru samin með hlið- sjón af og til notkunar með myndinni. Níu verkefni eru fyrir miðstig og tíu fyrir unglingastig. Verkefni sem bera sama heiti á mið- og unglingastigi eru ekki eins heldur miðast þau við getu og þroska nemenda á hvoru stigi. Verkefnin eru aðgengileg fyrir kennara, þeim fylgja greinargóðar kennsluleiðbeiningar og skýr markmið. Grein er gerð fyrir áætluðum kennslutíma, nauðsynlegum kennslugögnum og tengslum við námsgreinar. Lykilhugtök eru skilgreind og kennurum bent á ítarefni vilji þeir dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu. Þá er verkefnunum skipt í fjóra fl okka sem kennari getur valið um. Flokkarnir eru • fordómar, staðalmyndir og misrétti • miðlun, skynjun og samkennd • breytingar, áskoranir og erfi ðleikar • fjölmenning, tungumál og önnur lönd Við gerð verkefna var gengið út frá hugmyndafræði fjölmenningar. Áhersla er lögð á að rækta gagnrýna hugsun, virkja margvíslega hæfi - leika og beina athygli að sammannlegri reynslu. Litið er á nemendur sem virka samfélagsþegna sem geta bætt umhverfi sitt. Í kennslu af þessum toga er ekki einblínt á minnihlutahópa og aðlögun þeirra. Áhersla er lögð á að innfæddir lagi sig að breyttu þjóðfélagsformi, læri að sýna samkennd og setja sig í spor annarra. Þá er gert ráð fyrir að fólk af ólíkum uppruna geti lært margt hvert af öðru. Því er hafnað að það sé einvörðungu á ábyrgð innfl ytjenda að aðlagast nýju samfélagi. Verkefnin eru fjölbreytt og til dæmis er farið í leiki, rýnt í umfjöllun fjölmiðla, vísað í reynslu nemenda og tekist á við fl óknar spurningar. Leitast er við að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum og hvatt til sjálf- stæðra og skapandi vinnubragða, meðal annars er lögð áhersla á samvinnunám og hópstarf. Nemendur taka þátt í hugfl æði og stýrðri umræðu, fl ytja fyrirlestra og rökræða. Þeir leita að heimildum upp á eigin spýtur, taka viðtöl og skrifa ritgerðir. Þá er unnið út frá leiklist og farið í hlutverkaleiki. Námsefni af þessum toga á brýnt erindi hér á landi. Reynslan sýnir að í fjölmenningarlegum samfélögum Evrópu hafa fordómar gagn- vart innfl ytjendum aukist í efnahagsþrengingum. Innfl ytjendur verða iðulega blórabögglar í vaxandi atvinnuleysi og fjárhagsvanda. Því er sérstaklega mikilvægt að kenna umburðarlyndi og samstöðu þegar harðnar á dalnum. Vegurinn heim Heimildamynd og meðfylgjandi námsefni um fjölmenningu á Íslandi Reynslan sýnir að í fjölmenningarlegum samfélögum Evrópu hafa fordómar gagnvart innfl ytjendum aukist í efnahagsþrengingum. Innfl ytjendur verða iðulega blórabögglar í vaxandi atvinnuleysi og fjárhagsvanda. Jón Gunnar fékk nýverið rannsóknar- styrk frá EDDU-öndvegissetri en rann- sókn hans beinist meðal annars að þjóðarímyndum í íslenskri fjölmiðla- orðræðu. Samhliða rannsóknarvinnu kennir Jón Gunnar á BA- og meistara- stigi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Oddný er í framhaldsnámi í stjórnmála- hagfræði við Brown háskóla í Banda- ríkjunum. Hún skrifaði nýlega bókina Spor í sögu stéttar með Andrési Inga Jónssyni en bókin segir sögu leikskóla- kennara frá sjónarhorni rúmlega þrjátíu máttarstólpa sem tekið hafa þátt í mótun stéttarinnar. Úr mannréttindahandbókinni Kompás sem Námsgagna- stofnun lét þýða og gaf út 2009. Í nemendamiðuðu námi er gert ráð fyrir að hver og einn sé virkur og að hann breytist og einnig er tekið tillit til þess félagslega umhverfi s sem hver og einn hrærist í, en það merkir ekki að kennarar þurfi að vinna hver út af fyrir sig eða að þeir geti ekki lært hver af öðrum þótt þeir kunni að starfa í ólíku umhverfi . Það sem sameinar mannréttindakennara um allan heim er ein og sama mikilvæga hugsjónin – löngunin til þess að lifa í heimi þar sem mannréttindi eru metin að verðleikum og virt. Hérna er námsefnið og myndin: nams.is/Namsefni/Namsgrein/?searchtype=store&search=Vegurinn+heim Námsefnið (ritaða) er opið en nauðsynlegt er að hafa ip-tölu (eins og grunn- og framhaldsskólar hafa) til að hlaða myndinni niður. Lj ós m yn d: J ón Þ or ge ir K ri st já ns so n

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.