Skólavarðan - 01.11.2010, Side 44

Skólavarðan - 01.11.2010, Side 44
44 Skólavarðan 5. tbl. 2010stutt Út er komið vandað og metnaðarfullt nýtt framburðarefni fyrir skólastarf, meðal annars skólahópa leikskóla, talkennslu, sérdeildir, nýbúadeildir, bókasöfn og lestrarhópa. „Ég bind miklar vonir við að efnið nýtist vel í elstu deildum leikskóla og yfir í grunn- skólann,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir tal- meinafræðingur, höfundur efnisins, en hún hefur áratuga reynslu af þjálfun barna með frávik í hljóðmyndun og hljóðkerfi. „Þar er algengast að börn eigi í erfiðleikum með myndun R og S hljóðanna, langt fram eftir aldri.“ Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Búi Kristjánsson eiga svo heiðurinn af litríkum myndum sem ætla má að höfði til breiðs aldurshóps. Bryndís tekur fram að efnið sé sett upp á mjög hnitmiðaðan og markvissan hátt sem framburðarefni. „Ekki er til neitt sambærilegt efni hérlendis þar sem talmeinafræðingur veitir leiðsögn á aðgengilegan hátt um hvernig má undirbúa í leik, á einfaldan hátt, myndun þessara hljóða,“ segir hún. „Það styður við starf talmeinafræðinga í skólum og er mikill styrkur fyrir fagfólk og foreldra að hafa aðgang að slíku efni. Þetta efni hefur líka reynst mjög vel í starfi með erlendum Íslendingum, nemendum og foreldrum þeirra.“ S og R framburðaröskjurnar eru sjálfstætt framhald af „Lærum og leikum með hljóðin, undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal“ sem kom út árið 2008 við mjög góðar viðtökur foreldra, leik- og grunn- skóla um allt land. Nýja efnið er ætlað skólum og foreldrum sem vilja undirbúa og vinna markvisst með S og R hljóðin eftir leiðbeiningum talmeinafræðings. „Samhliða er unnið með þætti í hljóðkerfisvitund sem undirbúa lestrarfærni. Efnið er því kjörið til að vinna með í fram- haldi af Hljómprófun,“ segir Bryndís enn fremur. „Það hefur reynst kærkomið fyrir kennara að geta stuðst við æfingabók, borðspil og myndaspjöld af öllum orðum og geta af öryggi fylgt efninu frá fyrstu blaðsíðu þar sem þyngdarstigið eykst smám saman.“ Foreldrar geta keypt bækurnar sérstaklega og unnið heima samhliða skólastarfinu. Bókunum fylgja A-3 borðspil til að æfa hljóðin. Tilkynning frá uppstillinganefnd Félags leikskólakennara Samkvæmt lögum FL er hér með auglýst eftir framboðum og/eða til- nefningum til eftirfarandi trúnaðarstarfa fyrir Félag leikskólakennara fyrir næsta kjörtímabil frá aðalfundi 2011 – aðalfundar 2014. Á heimasíðu (www.ki.is á forsíðu FL) er hægt að lesa sér til um hlut- verk stjórna og nefnda og greiðslufyrirkomulag vegna fundarsetu o.fl. Í Félag leikskólakennara þarf að finna fram- bjóðendur í eftirtalin störf: • Formaður - er kosinn sérstaklega • Varaformaður - er kosinn sérstaklega • 6 fulltrúa í stjórn (3 aðal og 3 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni • 8 fulltrúa í samninganefnd (5 aðal og 3 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni • 5 fulltrúa í skólamálanefnd (3 aðal og 2 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni • 5 fulltrúa í kynningarnefnd (3 aðal og 2 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni • 5 fulltrúa í uppstillinganefnd (3 aðal og 2 vara) - röð fer eftir atkvæðamagni • 3 fulltrúa í kjörstjórn og 2 varamenn • 1 fulltrúi í Vísindasjóð og 1 varamann • 1 fulltrúi í stjórn KÍ og 1 varamann • 2 skoðunarmenn reikninga og 1 varamann Kjósa skal formann, varaformann og aðra í stjórn FL í allsherjaratkvæða- greiðslu eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund sem haldinn verður 17. og 18. maí 2011. Í önnur trúnaðarstörf er kosið á fundinum. Allir frambjóðendur (líka þeir sem eru í trúnaðarstörfum núna og hyggjast gefa kost á sér aftur) skulu fylla út rafrænt eyðublað sem finna má á heimasíðu (www.ki.is á forsíðu FL) og skal mynd af við- komandi fylgja. Framboðum og tilnefningum skal skila fyrir 21. janúar 2011. Uppstillinganefnd Félags leikskólakennara skipa: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, leikskólanum Akraseli Akranesi Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir, leikskólanum Jötunheimum Selfossi Helga C. Reynisdóttir, Leikskóla Seltjarnarness Halla Steingrímsdóttir, leikskólanum Naustatjörn Akureyri – varamaður Helga María Þórarinsdóttir, leikskólanum Lundarseli Akureyri – varamaður Bryndís Guðmundsdóttir Í S og R námsefninu eftir Bryndísi Guðmundsdóttur er unnið með stigvaxandi þyngd á framburði orða með hljóðunum fremst, aftast og í miðju orða. Einnig eru hljóðin æfð í samhljóðasamböndum, eyðufyllingum, setningum, rími, hlustun, heyrnarminni og í örsögum. Í hvorri framburðaröskju er framburðarbók, spilaspjöld í A-3 stærð til að æfa hljóðin enn frekar, tvöfalt sett af öllum myndaspjöldum til æfinga, auk leiðbeininga. Lærum og leikum með hljóðin; S og R framburðaröskjurnar Nýtt íslenskt námsefni í framburði

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.