Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 10
10
Skólavarðan 5. tbl. 2010máLEfnI
taka svo sem Stígamóta eða Blátt áfram. Börn vita að þau eiga að
hringja á slökkviliðið ef það kviknar í. Vonandi verður vitundarstigið
um kynferðisofbeldi slíkt í framtíðinni að börn viti umsvifalaust hvert
þau eigi að leita ef brotið er gegn þeim.
Í eldri bekkjum grunnskóla er nauðsynlegt að kynfræðsla sé aukin, í
takt við óheft aðgengi nútíma ungmenna að klámefni. Gróft klámefni
hermir oft eftir kynferðisofbeldi. Mörkin milli kynlífs og ofbeldis
geta því orðið óljós í huga ungra og óharðnaðra klámneytenda. Nýleg
könnun sýnir að yfir helmingur íslenskra drengja á aldrinum 16-19 ára
neytir klámefnis að minnsta kosti einu sinni í viku og tuttugu prósent
gera það daglega. Samhliða þessu segja starfsmenn Neyðarmóttöku
vegna nauðgana að kynferðisofbeldi verði sífellt grófara. Fleiri hóp-
nauðganir séu til marks um þetta og það sé bein afleiðing klámvæð-
ingar. Skólakerfið og foreldrar ættu að leggjast á eitt um að leiðrétta
þau skaðlegu áhrif sem klám hefur á ungmenni og stemma stigu við
því.
Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að virða mörk hvert annars
og að aldrei megi beita neinskonar þrýstingi á að kynferðislegt athæfi
eigi sér stað. Samþykki beggja aðila verður að vera á hreinu og það
má ekki vera knúið fram með suði eða tiltali, ekki frekar en ofbeldi og
hótunum. Kynferðisofbeldi er ljótasta birtingamynd kynjamisréttis svo
að brýnt er að nemendur fái jafnréttisfræðslu í skólum, jafnvel strax
á leikskólastigi. Nýleg rannsókn sýndi að tæplega 40% drengja finnst
að karlar eigi að ráða meira í samböndum karla og kvenna. Ekki er að
undra að þetta viðhorf teygi sig líka inn í kynlíf. Ef markmiðið er að
sporna við nauðgunum verðum við að leiðrétta þetta. Jafnrétti verður
að vera meir en klausa í lagabálkinum, það þarf að verða viðtekið
viðhorf í hugum þeirra sem erfa landið.
Á öllum skólastigum þarf starfsfólkið að fá fræðslu um hver ein-
kenni kynferðisofbeldis eru hjá brotaþolum til að geta komið auga á
þau börn sem eru í vanda.
2. Mikilvægt er að eyða fordómum hjá þeim sem líklegt er að brota-
þolar leiti til. Lögreglumenn, saksóknarar, dómarar og prestar, svo að
dæmi séu nefnd, verða að fá fræðslu um kynferðisofbeldi og afleið-
ingar þess. Einnig þarf að gera viðhorfskönnun með reglulegu millibili
í þessum stéttum til að ganga úr skugga um hvort óeðlileg viðhorf eða
fordómar ríki meðal starfsmanna í garð þolenda kynferðisofbeldis.
Því miður eru til margar lífseigar ranghugmyndir sem stuðla að
því að koma ábyrgðinni á kynferðisofbeldi yfir á brotaþolann í stað
ofbeldismannsins. Þar má nefna ölvun, klæðaburð, háttalag og tengsl
brotaþolans við ofbeldismanninn. Enn heyrast raddir um að ölvaðir
einstaklingar sem er nauðgað geti ekki kennt nokkrum öðrum um en
sjálfum sér. Þessa viðhorfs gætir jafnvel innan áðurnefndra fagstétta.
Einnig þarf að draga úr umfjöllun um upplognar nauðganir. Aldrei
hefur verið staðfest að upplognar sakir séu algengar í nauðgunartil-
kynningum hérlendis. Það gefur því ranga mynd þegar áhrifamenn
í þessum málaflokki tjá sig ítrekað um nauðgunarkærur sem stafa
af samviskubiti konunnar yfir að hafa haldið framhjá eða eitthvað
þvíumlíkt. Vitað er að einungis brotabrot af þeim sem leita til Stíga-
móta og Kvennaathvarfsins kæra kynferðisofbeldi til yfirvalda.
Umræðan ætti að vera á þann veg að hún virki hvetjandi fyrir brota-
þola til að leita réttar síns, ekki þannig að honum finnist hann liggja
ósjálfrátt undir grun um að vera með falskar ásakanir og ótrúr í þokka-
bót. Hér skiptir höfuðmáli að þeir sem vinna að þessum málum setji
gott fordæmi. Kerfi eru hönnuð af fólki, í þeim tilgangi að þjóna fólki,
og því verða þau aldrei betri en fólkið sem innan þeirra starfar. Það má
ekki vera hafið yfir gagnrýni.
Svar mitt við báðum spurningunum er því fræðsla. Sé henni sinnt
markvisst mun vitundarvakningin smátt og smátt breiðast út til fjöld-
ans. Í þessum töluðum orðum er ég á ferð með fyrirlestra um kynferðis-
ofbeldi í alla framhaldsskóla landins, styrkt af þremur ráðuneytum. Ég
býðst hér með til að fræða fagstéttir líka. Vonandi verð ég tekin á orðinu.
Nauðgun
Þegar manneskju er nauðgað er gróflega
ráðist inn í líkama hennar og persónu og
réttur hennar yfir eigin líkama vanvirtur. Í
rannsóknum hefur komið fram að ofbeldis-
mennirnir réttlæta ódæðisverk sín með
ýmsum hætti. Þeir segja að þolandinn hafi
boðið upp á árásina með daðri, klæðaburði,
ölvunarástandi eða einfaldlega með því að
vera á staðnum. Mikilvægt er að átta sig á því
að ekkert réttlætir það að manneskja sé svipt
frelsi og réttinum yfir eigin líkama. Konur
jafnt sem karlar ráða yfir eigin líkama.
Úr Kynungabók, útg. af menntamálaráðuneytinu 2010.
Kynbundið ofbeldi
Hugtakið kynbundið ofbeldi er notað um
ofbeldi sem karlar beita konur, svo sem
nauðganir, mansal, vændi, ofbeldi í nánum
samböndum, kynferðislega áreitni og klám.
Ofbeldið miðar að því að lítillækka, hlutgera
og/eða ráða yfir öðrum einstaklingi án tillits
til vilja eða líðanar þess sem fyrir því verður.
Áður en lengra er haldið skal tekið fram að
fæstir karlar beita konur ofbeldi eða telja það
réttlætanlegt. Þótt konur séu í meirihluta
þolenda og karlar mikill meirihluti ofbeldis-
manna eru til dæmi um að fólk af báðum
kynjum verði fyrir kynbundnu ofbeldi.
Úr Kynungabók, útg. af menntamálaráðuneytinu 2010.
194. grein almennra hegningarlaga:
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann
með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri
nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki
skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting
sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er
fyrir um í 1. mgr. að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega
fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kyn-
ferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann
getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.
195. grein almennra hegningarlaga:
Þegar refsing fyrir brot gegn 194. gr. er ákveðin skal virða
það til þyngingar:
a. ef þolandi er barn yngra en 18 ára,
b. ef ofbeldi geranda er stórfellt,
c. ef brotið er framið á sérstaklega sársaukafullan
eða meiðandi hátt.