Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 32
32 Skólavarðan 5. tbl. 2010mEnntApóLItík „Hér í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er kraumandi samfélag listamanna sem eru á kafi í að mennta sig til kennslu- og miðlunarstarfa á öllum stigum skólastarfs og víðar í samfélaginu,“ segir Kristín Valsdóttir deildarforseti listkennsludeildar LHÍ í samtali við Skólavörðuna. „Nemendur koma úr öllum listgreinum og hafa mikinn hug á að skapa listum og verkfærni veglegan sess í samfélagi menntunar.“ Kristín skrifaði þann 1. desember sl. grein í Fréttablaðið þar sem hún fjallar um list- menntun og gildi hennar. Þar segir hún meðal annars: „Fyrir þá sem helst vilja meta hagnað út frá tölum þá má benda á að samkvæmt nýjustu útreikningum velta skapandi greinar jafnmiklu fé og stóriðjan. Menntum ekki börnin okkar frá þeim möguleikum sem nú eru að nýtast á þessum þrengingatímum; tímum þegar Íslendingar prjóna sig og hanna í gegnum kreppuna, keppast við nýsköpun og að setja á stofn sjálfbær sprotafyrirtæki til að sjá fyrir sér og sínum. Ástæðan er ekki eingöngu þeir möguleikar sem það gefur á lifibrauði, heldur ekki síður sú vellíðun og gleði sem fylgir því að skapa og vera fær um að finna eigin leið til velgengni, framfærslu og samskipta við aðra. Hendum ekki út vinnubrögðum eða námsgreinum sem við fyrstu sýn virðast dýrust í framkvæmd eða hafa minna vægi samkvæmt nú- eða kannski frekar áðurgildandi gildismati.“ Meiri velta en í landbúnaði og fisk- veiðum samanlagt Í greininni Atvinnuvegur stígur fram í dags- ljósið á vef ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, þann 1. desember sl. er fjallað um rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi. Þar segir meðal annars: „Á Norðurlöndunum og í Evrópu hefur sú þróun orðið að skapandi greinar teljast nú sjálfstæður atvinnuvegur og sýna rannsóknir jafnan og stöðugan vöxt, þrátt fyrir efnahagslægð. Fimm ráðuneyti og Íslandsstofa fjármagna rannsóknina sem unnin er að frumkvæði samráðsvettvangs skapandi greina. Rannsóknina unnu Colin Mercer sérfræðingur, Tómas Young rann- sakandi og dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina. Tölulegar niðurstöður rann- sóknarinnar sýna að heildarvelta skapandi greina var 191 ma.kr. árið 2009. Þar af var hluti ríkis og sveitarfélaga um 13% sem er sambærilegt við önnur lönd. Þetta er mun meiri velta en í landbúnaði og fiskveiðum samanlagt. Þá er virðisaukaskattskyld velta skapandi greina hærri en í byggingarstarf- semi og sambærileg við framleiðslu málma.“ Listir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Úr 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 31. gr. 1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. 2. Aðildarríki skulu virða og efla rétt barns til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt til að stunda menningarlíf, listir og tóm- stundaiðju. Listmenntun í samtímanum Þátttaka er í eðli sínu pólitísk krafa og pólitískur réttur ... Fjölmiðlar hafa gríðar- leg áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga. Ungt fólk fær sjaldan tækifæri til að íhuga innihald fjölmiðla og skilaboð. Hvers vegna laðast sívaxandi fjöldi ungmenna að róttækum stjórnmálaöflum en annar stór hópur segist ekki hafa neinn áhuga á stjórn- málum? Nútímaskilningur á listmenntun felur einnig í sér þegnskapar- og fjölmiðla- menntun - í því augnamiði að efla gagnrýn- inn huga barna og ungmenna. Listmenntun er menntun í átt að gagnrýnum og upp- lýstum þegnskap. Úr dagskrá ráðstefnunnar Arts for education í Essen 13.-15. september sl. Menntum ekki börnin okkar frá möguleikunum! Texti: keg Mynd: Úr dagskrá ráðstefnunnar Arts for education

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.