Skólavarðan - 01.11.2010, Qupperneq 20

Skólavarðan - 01.11.2010, Qupperneq 20
20 Skólavarðan 5. tbl. 2010 Fjölmörg kennarafélög í framhaldsskólum hafa mótmælt harðlega þeim mikla niðurskurði fjárveitinga til skólanna sem boðaður er í fjárlögum næsta árs. Leikskólakennarar og stjórnendur skrifa greinar í blöð og senda frá sér ályktanir, tónlistarskólakennarar funda með yfirvöldum Reykjavíkur og senda frá sér álitsgerðir, grunnskólakennarar og stjórn- endur tala gegn niðurskurði í ljósvakamiðlum og krefjast þess að orðin um að standa vörð um grunnskólann hafi einhverja þýðingu. Þetta er einungis fátt eitt af því sem hefur gerst undanfarnar vikur í röðum aðildarfélaga KÍ á sama tíma og flest þeirra vinna við að setja saman viðræðuáætlanir sínar. Frekari niðurskurður eins og að biðja sköllóttan mann að gefa hár Kennarasambandið mun beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að menntun verði send beina leið í sláturhúsið í kreppunni með hörmulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Í ályktun frá kennarafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi segir meðal annars: „Að fara fram á frekari niðurskurð er líkt og að biðja sköllóttan mann að gefa hár. Í kjölfar bankahruns og peningaæðis þar sem þykjusturíkidæmi brann upp á einni nóttu er rétt að minna á að sú innistæða sem ríki á í vel menntuðum þegnum rýrnar aldrei. Yfirvöld skyldu því fara varlega í að hreyta eina af bestu kúm þjóðfélagsins. Út úr slíku fæst ekkert nema undanrenna og blóð.“ Jafnhliða er unnið af alefli gegn árásum á kaup og kjör félagsmanna og liður í því er að hafna þátttöku í gerð nýs stöðugleikasáttmála og hugmyndum um þriggja ára samningstímabil. Enda fengu öll félög á almennum vinnumarkaði kjarabætur á tímabili „gamla“ stöðugleika- sáttmálans en 80% félagsmanna Kennarasambandsins höfðu þá lausa samninga og 95% félagsmanna þess hafa engar launahækkanir fengið. Kennarar segja nei, nei og aftur nei Á árunum fyrir hrun var þróunin í atvinnulífsmenningu á Vesturlöndum nokkurn veginn svona: Eftir því sem þjónustustörfum og stofnunum fjölgaði gáfu vinnuveitendur æ minna af sér til starfsmanna sinna en fóru sífellt fram á meira. Sálrænt samkomulag þessara aðila breyttist, í staðinn fyrir gagnkvæman ávinning – þú leggur að þér fyrir mig og ég fyrir þig – þurftu launþegar að vinna meira og meira án þess að uppskera nokkurn skapaðan hlut af neinu sem flokka má undir lífsgæði. Eftir hrun hefur þessi hrunadans haldið áfram. Kennarar og skólastjórnendur eru að kikna undan kröfum um sífellt meiri vinnu og um leið æ minni skilning frá, og samræðu við, vinnuveitendur. Gleymum því ekki að þær kröfur sem gerðar eru til kennara eru ekki síst tilfinningalegs eðlis enda eru kennarar í hópi þeirra sem eru í mestri áhættu á kulnun ásamt sjálfboðaliðum (líka þeim sem sjá um veika fjölskyldumeðlimi), læknum, hjúkrunarfræðingum og þeim sem vinna við hvers kyns samfélagsþjónustu. Nú er svo komið að ef við reisum ekki sterka varnarveggi gegn þessari þróun í skólum þá líður skólasamfélagið allt fyrir það svo um munar. Einelti og hvers kyns ofbeldi mun aukast eftir því sem sérúrræðum fækkar. Viðkvæmu börnin okkar eru í aukinni hættu á að falla á milli möskvanna í netinu, hvort sem þau eru há eða lág, feimin, vansæl, lesblind, heyrnarskert, ofvirk, með sjálfsvígshugsanir, þung, athyglisbrostin, með kæki, fötluð. Kennarasambandið segir nei! Við látum þetta ekki líðast. Standi til að henda nemendum út í hafsauga er okkur að mæta Texti: keg Mynd: js Eftir því sem þjónustustörfum og stofnunum fjölgaði gáfu vinnuveitendur æ minna af sér til starfsmanna sinna en fóru sífellt fram á meira. Sálrænt samkomulag þessara aðila breyttist, í staðinn fyrir gagnkvæman ávinning – þú leggur að þér fyrir mig og ég fyrir þig – þurftu launþegar að vinna meira og meira án þess að uppskera nokkurn skapaðan hlut af neinu sem flokka má undir lífsgæði. Ráðamenn, hugsið ykkur tvisvar um áður en þið þurrkið brosin af andlitum nemenda. skóLAstARf

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.