Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 25
25
Skólavarðan 5. tbl. 2010skóLAstARf
7. Hvetur nemendur til að nálgast skriftir eins og ferli (að læra að
skrifa með því að skrifa). Þegar nemendur skrifa blogg leggja þeir
sig gjarnan meira fram við að hafa hlutina rétta og skilja betur gildi
þess að endurskrifa en þegar eini lesandi skriftanna er kennarinn.
8. Mappa á neti um skriftir nemandans. Það er margt fengið með
því að láta nemendur halda utan um verkefnin sín í möppu, meðal
annars það að þeir hafa alltaf aðgang að því sem þeir hafa gert og
geta lagt mat á framfarir sínar í námskeiði/grein. Nemendur geta
svo notað bloggið í evrópsku tungumálamöppunni sinni (European
Language Portfolio, Evropski jezikovni listovnik).
9. Hjálpar til við að tengja nemendur í stórum námshópum. Það
er ekki óalgengt að nemendur séu saman í námshópi heilan vetur
án þess að kynnast hver öðrum. Blogg er eitt af tækjum og tólum
kennarans til að þjappa hópnum saman.
(Graham, 2005).
Listinn hans Grahams er gríðarlega gagnlegur fyrir kennara sem vilja
nota blogg í skólastofunni. Til dæmis er hægt að vinna bloggið sem
langtímaverkefni, innlögn um blogg er þá höfð í upphafi skólaársins
og nemendur svo beðnir um að blogga reglulega allan veturinn. Þetta
geta verið skrifuð blogg eða myndablogg og hluti af verkefninu er að
bregðast við bloggi hinna. Mánaðarlega eða annan hvorn mánuð er
hægt að tileinka blogginu eina kennslustund og þá skoða nemendur og
kennari hvaða þekkingu hefur verið aflað, hver reynslan af blogginu
er, hvaða vandamál hafa komið upp og svo framvegis. Þetta krefst
talsverðrar vinnu af kennaranum. Til þess að bloggið geri sitt gagn
sem tungumálatæki er nauðsynlegt að kennarinn lesi það reglulega.
Þannig getur hann fylgst með framgangi nemandans og til dæmis leið-
rétt villur. Slíkt þarf þá ekki ræða yfir allan hópinn heldur er nóg að
kennarinn svari pósti sem nemandi hefur sett inn á bloggið. Þetta getur
verið mjög ögrandi og spennandi verkefni fyrir nemendur en eins og
áður er getið er það talsvert tímafrekt fyrir kennara, sérstaklega ef hann
er með bloggverkefni í gangi í fleiri en einum bekk.
Blogg hvetur til þátttöku, er nútímalegt og ýtir undir löngun nem-
enda til að „framleiða“ mál, en þótt svo sé eru sumir enn á móti því að
nota þessa nýlegu tækni og því er oft haldið fram að hún komi í veg
fyrir að kennarar tali við nemendur. Þeir sem eiga þessar úrtöluraddir
ættu að prófa að blogga sjálfir og kannski komast þeir þá að raun um
að blogg styttir ekki þann tíma sem nemendur tala í skólastofunni. Það
getur þvert á móti örvað samræður og hvatt nemendur til að nota ensku
utan skólatíma.
Heimildir
Graham, S. Blogging for ELT. Teaching English (British Council, BBC)
[On-line]. Available: http://www.teachingenglish.org.uk/think/articles/
blogging-elt (22 March 2010).
Littlemore, J., and Oakey, D. 2004. Communication with a Purpose:
Exploiting the Internet to Promote Language Learning. In: A. Chambers, J.
E. Conacher, and J. Littlemore (eds.). 2004. ICT and Language Learning.
Birmingham: The University of Birmingham Press.
Skóladagar