Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 4
4 Skólavarðan 5. tbl. 2010 Hvernig leggst í þig að taka við formennsku í þessu árferði? Það leggst vel í mig að taka við formennsku SÍ. Tími og árferði eru þættir sem skipta ekki meginmáli að mínu áliti heldur þau verkefni sem maður er að fást við hverju sinni. Núna eru næg verkefni og það verður áhugavert að takast á við þau. Hvað hvílir helst á þínum félagsmönnum um þessar mundir? Fyrir utan faglega uppbyggingu skólastarfsins, daglegan rekstur og nemenda- og starfsmannamál þá stöndum við enn og aftur frammi fyrir niðurskurði fjármagns til skóla. Verið er að vinna að gerð fjárhagsáætlana í öllum sveitarfélögum landsins. Skólastjórar koma mismikið að þeirri áætlanagerð en framundan er erfi tt ár með töluverðum niðurskurði sem hefur mjög líklega í för með sér skerðingu á grunnþjónustu skólanna og uppsagnir starfsmanna. Þá eru sveitarfélög einnig að ræða um samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla og frístundaheimila eða sameiningu tveggja eða fl eiri grunnskóla í eina starfsstöð. Því skapast órói og óvissa, bæði hjá stjórnendum og starfsmönnum, um hvernig hægt verði að vinna af metnaði að faglegu og uppbyggjandi skólastarfi . Hvað vilt þú leggja áherslu á í þinni formennskutíð? Vinnu- og starfsumhverfi skólastjórnenda. Huga þarf sérstaklega að vinnuvernd og vinnuumhverfi þeirra í þeim verkefnum sem fram- undan eru. Störf skólastjórnenda eru krefjandi og þeim fylgja oft álag og togstreita þegar samþætta þarf óskir og þarfi r ólíkra hagsmunahópa. Það er mikilvægt að stjórnandi einangrist ekki eða verði fyrir kulnun í starfi þar sem hann þarf að vera bæði leiðtogi sem stýrir faglegri skólaþróun sem og rekstrarstjórnandi yfi r afar fjölbreyttri stofnun. Stjórn Skólastjórafélagsins og deildirnar úti um landið þurfa að virka sem bakland fyrir skólastjórnendur og veita þeim nauðsynlegan stuðn- ing og handleiðslu í fjölþættu starfi þeirra. Hver telur þú að verði mest aðkallandi verkefni stjórnenda í grunnskólum á næstu árum? Ég tel að þau verði eftirfarandi: Fagleg innleiðing nýrrar aðalnám- skrár. Aukin verkefni frá sveitarfélögum og menntamálaráðuneyti hvað varðar meira eftirlit og mat á skólastarfi , skólanámskrár-, starfsáætlunar-, fjárhags- og rekstraráætlanagerð. Starfsmannamál, starfsþróun og símenntun. Nemendamál og mál er varða samskipti við foreldra og aðra samfélagshópa. Og loks niðurskurður eða ýmiss konar hagræðing jafnhliða fækkun millistjórnenda og starfsfólks. Ef hugmyndir um stærri starfsstöðvar, sameiningu grunnskóla, einn skólastjóra yfi r tveimur til þremur skólum eða samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla og frístunda- heimila verða að veruleika þá er það stórt verkefni sem bætist við þau sem fyrir eru. Erfi tt ár framundan segir nýr formaður Skólastjórafélags Íslands og mun leggja áherslu á vinnuvernd og stuðning við félagsmenn í formennskutíð sinni. Formaður: Svanhildur María Ólafsdóttir Texti: keg Mynd: Arnþór Birkisson Formenn spurðir tíðindaspjÖRunum ÚR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.