Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 29
29 Skólavarðan 5. tbl. 2010 „Þetta ofbeldi varði þar til mér var ofboðið þannig að ég varð að leita læknis og var síðan frá kennslu meðan ég var að ná heilsu á ný. Það þarf ansi mikið til að kennurum ofbjóði. Þeir eru flestir með langlundar-geð, annars væru þeir ekki í þessu starfi,“ segir kennari sem varð fyrir ofbeldi af hálfu ungs grunnskólanema. Kennarinn segir ofbeldið kannski ekki hafa getað kallast líkamlegt en allt að því. Viðkomandi nemandi hafi oftar en ekki slegið til sín og haft í frammi alls konar ögranir án þess þó að líkamleg meiðsl hlytust af. „Þetta var búið að ganga nokkuð lengi og ég hafði tilkynnt skólastjórnendum um málið en svarið frá þeim var að sveitarfélagið hefði ekki peninga til að kosta stuðning við þennan nemanda og þar við sat. Ég veit að stjórnendur leituðu ítrekað til sveitarfélagsins og þeim var mjög brugðið þegar í ljós kom hvaða afleiðingar þetta hafði á heilsufar mitt og sýndu mér skilning.“ Læknirinn hissa - hvað er að gerast hjá kennurum? Andlega álagið á kennarann sem fylgdi þessu hafði mjög alvarleg áhrif. „Ég var úrvinda eftir hvern einasta skóladag. Ég átti enga orku eftir, svaf í um tvo tíma þegar ég kom heim úr vinnunni og gerði ekkert heima. Blóðþrýstingurinn hækkaði, ég var með bjúg og það skrítnasta var að ég tapaði minni svo að um munaði þannig að skammtímaminni mitt var ekki neitt. Ég gleymdi ótrúlegustu hlutum sem á ekki að vera hægt að gleyma, ég hreinlega mundi ekki einföldustu hluti. Auðvitað bitnaði þetta á vinnunni hjá mér og þeim nemendum sem ég var að vinna með. Þegar svona var orðið ástatt hjá mér leitaði ég til læknis. Hann sagði mér að taka mér frí frá kennslu til að jafna mig á þessu ef ekki ætti að fara illa. Þetta væri alvarleg aðvörun. Reyndar spurði læknirinn mig þegar ég kom til hans hvað væri að gerast í kennara- stéttinni því dæmi þessu lík væru í sífellu að koma upp. Mér leið alveg ömurlega þarna. Þegar maður getur ekki lengur sinnt starfinu sem maður vill og á að sinna þá líður manni ömurlega. Auk þess getur Ofbeldi nemenda í garð kennara Reynslusaga kennara Texti: Haraldur Bjarnason Myndir: js Hann sagði mér að taka mér frí frá kennslu til að jafna mig á þessu ef ekki ætti að fara illa. Þetta væri alvarleg aðvörun. fóLkIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.