Skólavarðan - 01.11.2010, Qupperneq 23

Skólavarðan - 01.11.2010, Qupperneq 23
23 Skólavarðan 5. tbl. 2010 í eigin námi liggur til grundvallar og lögð áhersla á að glæða áhuga þeirra á umhverfi sínu í gegnum viðfangsefni áfangans og heildstæða verkefnavinnu. Um 230 nýnemar og 13 kennarar eru þátttakendur í Íslandsáföngunum í vetur. Velgengnisdagar eru þriggja daga uppbrot á námi nemenda á hverri önn þar sem markmið og viðfangsefni lífsleikninnar eru tekin fyrir. Lokamarkmið velgengnisdaganna er að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og verða einkunnarorð skólans, virðing, víðsýni og árangur höfð að leiðarljósi. Fyrir hverja lotu í velgengnis- dögum fá nemendur þrjár framhaldsskólaeiningar. Samkvæmt nýrri námskrá verður danska áfram kennd sem hluti af kjarna fyrir alla nemendur en nú í 3. og 4. bekk. Markmiðið með þess- ari breytingu er að gera nemendum kleift að búa sig enn betur undir nám á Norðurlöndunum. Að læra af reynslunni Eins og áður sagði hófst innleiðing nýrrar námskrár nú í haust. Á næstu þremur árum rennur gamla námskráin sitt skeið og sú nýja tekur við. Enn er talsvert í land og ærin verkefni framundan hjá kennurum og stjórnendum. Útlínur námsferla og stúdentsprófs eru tilbúnar og síðast- liðið vor lauk ritun allra áfangalýsinga fyrir fyrstu tvö námsárin út frá þekkingu, leikni og hæfni. Á þessu skólaári er stefnt að því að ljúka ritun áfangalýsinga fyrir öll námsárin og skipuleggja vönduð kjörsvið á hvoru sviði fyrir sig. Áfram liggur skólasýn MA og grunnþættir nýrrar menntastefnu til hliðsjónar en þeir eru læsi, lýðræði, jafnrétti, menntun til sjálfbærni og skapandi starf. Þegar ráðist er í jafn umfangsmiklar breytingar og þær sem hér hafa verið tíundaðar er brýnt að fram fari áreiðanlegt og stöðugt mat á ferl- inu. Til að tryggja að svo verði hefur verið ráðinn matsfulltrúi sem ásamt sjálfsmatsnefnd skólans skipuleggur matsferli er snýr bæði að nemendum og kennurum auk þess sem haft er samráð við utanað- komandi fagaðila eftir því sem við á. Ritun og innleiðing nýrrar námskrár hefur verið afar lærdómsríkt ferli fyrir kennara og stjórnendur MA. Frá upphafi var lögð áhersla á að allir kennarar kæmu að vinnunni, að haft væri samráð við grunn- og háskólastigið og hlýtt á nemendur, núverandi og fyrrverandi. Breið almenn menntun er í fyrirrúmi og skólinn heldur áfram að brautskrá nemendur með mjög góðan undirbúning undir háskólanám í farteskinu. Fyrst og síðast er þó skólinn að mennta fólk og skapa umgjörð um nemendur sem vilja þroska fjölþætta eiginleika sína. Leiðarstefin eru skólasýn MA og grunnþættir í nýrri menntastefnu. Hvað liggur til grundvallar nýrri námskrá? Þegar vinna hófst við smíði nýrrar námskrár var reynt að horfa á nám og kennslu í MA í víðu samhengi. Lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008) lögðu línurnar og þá sérstaklega 2. grein þeirra laga. Lögð var rík áhersla á að sem flest sjónarmið fengju að heyrast við ritun nýrrar námskrár enda spila fjöldamargir þættir inn í slíkar breytingar á skólastarfinu. Eftirfarandi atriði voru leiðarljós í námskrárvinnunni í MA: • Ný lög um framhaldskóla (nr. 92/2008) • Skólasýn MA • Hugmyndavinna kennara • Rýnihópar nemenda • Könnun á viðhorfum 10 ára stúdenta frá MA • „Hlýtt á nemendur“ - ein kennslustund tekin undir hugmyndavinnu nemenda um námið (vorönn 2009) • Lykilhæfniþættir menntamálaráðuneytis • Hugmyndir vinnuhóps um nýja námskrá í MA • Samstarf við aðra skóla, s.s. Menntaskólann við Sund Sjá nánar um nýju námskrána í MA á www.ma.is/ namid/ny-namskra-ma/ skóLAstARf

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.