Skólavarðan - 01.11.2010, Síða 8

Skólavarðan - 01.11.2010, Síða 8
8 Skólavarðan 5. tbl. 2010máLEfnI Menntað gegn nauðgunum Texti: keg Myndir: Frá viðmælendum Sigríður: 1. Að mínu mati er mikilvægt að byrja snemma að leggja grunninn, því fyrr því betra. Skólar eru jú annað heimili barna og þar lenda þau í alls konar aðstæðum sem þau þurfa að læra að glíma við. Ég tel að nauðsynlegt sé að vinna að því að efla sjálfstraust barna, sjálfsaga og hæfni til þess að tjá vilja sinn á meðan þau eru ung og í leikskóla. Einnig að nauðsynlegt sé að hlusta á aðra og spyrja sig „hvað er það sem hún eða hann vill?“ Inn í þetta mætti flétta fræðslu í bland við leik um líkamann, til dæmis með brúðum, stuttum sögum og jafnvel leikþáttum þar sem þau túlka sjálf ákveðnar aðstæður með áherslu á gagnkvæman vilja. Ég veit til þess að bæklingar um líkamann hafa verið gefnir út og tel það afar jákvætt. Sérstaklega þegar þeim er fylgt eftir og börnin taka virkan þátt. Þegar í grunnskóla er komið eru börnin tilbúin til þess að axla meiri ábyrgð í þessum efnum. Það er engin spurning að ákveðið samskipt- amynstur byrjar að líta dagsins ljós á fyrstu árunum í grunnskóla. Eineltisumræða hefur verið afar áberandi undanfarið og ég tel for- varnarvinnu í tengslum við einelti af hinu góða. Að leggja aðra mann- eskju í einelti er nefnilega leið til þess að sýna vald sitt, til þess að fá aðra til að taka þátt með athafnaleysi sínu og afstöðuleysi og til þess að láta tiltekna manneskju þjást. Þeir sem að taka ekki afstöðu eiga oft í miklum innbyrðis átökum. Þeir vita betur en telja að það sé þeim fyrir bestu að segja ekkert til þess að falla ekki sjálfir í ónáð stjórnandans. Þessi hópur þarf því ekki síður athygli en þolandinn. Það er þessi hópur sem þarf að finna kjark til þess að láta í ljós raunverulegar skoðanir sínar og vilja í þessum efnum. Þannig geta þau snúið ástandinu við í einu vetfangi. Öll vinna sem miðar að því að gera börn betur í stakk búin til þess að tjá vilja sinn er af hinu góða og nauðsynleg. Það er forvörn gegn því að til verði hegðunarmynstur sem einkennist af því Skólavarðan lagði tvær spurningar fyrir þær Sigríði Hjaltested aðstoðarsaksóknara og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann rithöfund, en þær hafa látið til sín taka í umræðunni um kynferðisofbeldi. Svör þeirra fara hér á eftir. 1. Hvað getum við gert í skólum til að mennta börn og ungmenni þannig að þau verði hvorki þolendur né gerendur í nauðgun? 2. Hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir þöggun og hjálpa ungum þolendum að tala um nauðgunina og leita sér hjálpar þegar hún hefur átt sér stað? Nokkrir tenglar Aflið. Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi: www.aflidak.is Ástráður, forvarnarstarf læknanema: www.astradur.is Blátt áfram: www.blattafram.is Jafnréttistofa: www.jafnretti.is Kvenréttindafélag Íslands: www.krfi.is/krfi2/forsida.html Stígamót: www.stigamot.is Umboðsmaður barna, um kynferðisofbeldi: www.barn.is/adalsida/malaflokkar/ofbeldi/kynferdisofbeldi

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.