Þjóðmál - 01.12.2012, Side 43

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 43
42 Þjóðmál VETUR 2012 Ágúst Þór Árnason Hvers er að vænta af Feneyjanefndinni? Á fundi stjórnskipunar- og eftir lits-nefnd ar Alþingis 15 . nóvember 2012 samþykkti meirihluti nefndarinnar að leggja fram á Alþingi frumvarp til stjórn arskipunarlaga .* Frumvarpið byggir að mestu á tillögum sem stjórnlagaráð afhenti Alþingi 29 . júlí 2011 en þó með þeim breytingum sem hópur sérfræðinga („lagatækninefnd“) lagði til að gerðar yrðu á tillögunum .** Í skilabréfi sérfræðinga - hópsins er lögð áhersla á mikilvægi verk- efn is ins og m .a . mælt með því að við * Eftirtaldir þingmenn greiddu atkvæði með frum- varpinu á fundinum: Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, Róbert Marshall, sem gekk nýverið til liðs við Bjarta framtíð, Magnús Orri Schram, þingmaður Sam- fylk ing ar innar, og Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndar innar og þingmaður Samfylkingarinnar . ** Að beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fól skrif- stofa Alþingis þeim Guðmundi Alfreðssyni, prófessor við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Strass- bourg, Hafsteini Þór Haukssyni, lektor við Háskóla Íslands, Oddnýju Mjöll Arnardóttur, prófessor við Háskóla Íslands, og Páli Þórhallssyni, skrifstofu stjóra í for sætisráðuneytinu og sérfræðingi við Há skólann í Reykjavík, að undirbúa frumvarp til nýrra stjórn skip- un ar laga á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs . frekari með ferð málsins verði „leitað álits hjá erlend um sérfræðingum og nær- tækt [sé] að snúa sér til Feneyjanefndar Evrópuráðsins .“*** Jafnframt er bent á þá staðreynd að „[e]kki [hafi] farið fram heildstætt og skipu lagt mat á áhrifum stjórn ar skrár tillagn anna í heild“ . og að „Það verkefni kall[i] á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin .“**** Í ljósi alvarlegra og skilmerkilegra ábend- inga sérfræðingahópsins hefði mátt ætla að Alþingi færi þess á leit við íslenskar fræðastofnanir og sérfræðinga að lögð væri fram áætlun um vinnu við umrætt heild- stætt mat áður en lengra yrði haldið . Í stað þess ákvað Valgerður Bjarnadóttir, for- mað ur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ar Alþingis, að byrja á að leita eftir áliti Fen- eyja nefndarinnar á frumvarpinu . Í bréfi Valgerðar til Feneyjanefndarinnar frá 16 . nóvember er óskað álits á þeim ákvæð um *** Skilabréf sérfræðingahóps um tillögur stjórnlaga ráðs að nýrri stjórnarskrá . Stjórnskipunar- og eftirlits nefnd Alþingis, Reykjavík, 12 . nóvember 2012 . Bls . 1 . **** Skilabréf sérfræðingahóps um tillögur stjórnlaga ráðs að nýrri stjórnarskrá . Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, Reykjavík, 12 . nóvember 2012 . Bls . 6 og 7 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.