Þjóðmál - 01.12.2012, Side 46

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 46
 Þjóðmál VETUR 2012 45 skiptum Finna og þá sérstaklega rétt hæð alþjóðasáttmála og lögum og reglum ESB . Að auki var óskað álits á dómskerfinu og endurskoðunarvaldi dómstóla . I . Í almennum athugasemdum Fen eyja nefnd - ar innar (General remarks) um stjórn ar- skrá Finnlands er bent á að nauð syn legt sé að gæta að orðalagi ákvæða hennar, stjórnskipunarhefðum og „stjórn skip unar- menningu“, ekki síst ef ríkt hafi stöðug- leiki og samfella í stjórn skipunar málum yfir lengri tíma . Því er haldið fram að samkvæmt norrænni hefð sé lögð mikil áhersla á gögn frá undirbúningi að samningu stjórn- arskrárinnar þegar ákvæði hennar séu túlkuð . Samkvæmt álitsgerð nefndarinnar er áhersla á samfellda þróun í fullu samræmi við finnska stjórnarskrárhefð auk þess sem starfshættir stjórnarskrárnefndar finnska þjóðþingsins vegi þungt . Lögð er áhersla á að ekki sé gert ráð fyrir að finnska þingið setji lög sem stangist á við alþjóðlegar skuld- bindingar lýðveldisins . II . Í kaflanum um grundvallarréttindi og -frelsi segir m .a . að mannréttindaákvæði stjórn arskráa lýðræðisríkja beri að túlka til samræmis við alþjóðlegar mann rétt inda- skuldbindingar viðkomandi ríkis . Tekið er fram að þau ríki sem lengi hafi búið við harðstjórn og stjórnskipunarlegt ófrelsi hefðu gert vel í því að setja ákvæði alþjóð- legra mannréttindasáttmála orðrétt í eigin stjórnarskrá . Þetta eigi þó ekki við um ríki sem hafi lengi búið við stöðugt lýðræðislegt stjórnarfar . Þau tryggi mannréttindi oftast betur en alþjóðasáttmálar krefjast en ákvæði sáttmálanna miða hins vegar við að tryggð séu lágmarksmannréttindi . Í álitinu segir að ríkjum sé einnig frjálst að vega það og meta í samræmi við eigin hefðir og menningu hvernig jafnvægi sé háttað milli réttinda sem stangast á innbyrðis (bls . 4) . III . Í þriðja kafla álitsins er fjallað um þjóð- ar atkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði . Þar kemur fram að hugmyndir um þessi atriði hafi verið settar fram í erindi Finn- lands til Feneyjanefndarinnar án þess að frekari útfærsla hafi fylgt . Sérfræðingar nefnd ar innar leggja áherslu á að þótt nær öll þjóðríki hafi einhvers konar ákvæði um beint lýðræði í stjórnarskrám sínum þá sé þar einungis um að ræða viðbót við ráðandi fyrir komulag sem sé fulltrúalýðræði með einum eða öðrum hætti . Raktir eru kostir og gallar sem þjóðar- atkvæðagreiðslur geta haft í för með sér . Kostir eru m .a . taldir vera þeir að með þjóðaratkvæðagreiðslu fái þjóðin notið fullveldisréttar síns og þannig megi leita álits almennings á mikilvægustu málum á milli reglulegra kosninga til löggjafarþings viðkomandi ríkis . Hins vegar verði ekki fram hjá þeirri sögulegu staðreynd litið að þjóðaratkvæðagreiðslur (e . plebiscite) hafi verið misnotaðar í þeim tilgangi að réttlæta einræðislegar tilhneigingar . Almennt megi segja að þjóðaratkvæðagreiðslur geti verið ógn við þingfest lýðræði og þjóni þá oftar en ekki skammtímahagsmunum einstakra stjórnmálamanna . Sérfræðingarnir taka það fram að hvað sem öllum hættumerkjum líði þá hafi vægi þjóðaratkvæðagreiðslna aukist á liðnum áratugum en upphaf þeirrar þróunar megi rekja til 21 . gr . mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948 . Sérfræðingarnir benda á að rannsóknir Feneyjanefndarinnar sýni ljóslega að til hög- un þjóðaratkvæðagreiðslna í lýðræðisríkj- um Evrópu sé með mismunandi hætti og því verði ekki haldið fram að ein leið í þeim efnum sé betri en önnur . Þeir takmörkuðu möguleikar sem finnska stjórnarskráin bjóði upp á í þessu sambandi verði því ekki taldir til vansa fyrir stjórnskipun landsins . Í

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.